Síða 1 af 1
Burrinn minn
Posted: 16.sep 2012, 20:21
frá bonstodragga
Þetta er nýji burrinn minn.
Nýbúinn að taka hann í gegn að utan sem innan.

Talandi um það að þá hef ég er ég með rosalega góð tilboð í gangi á Mössun,djúphreinsun og alþrif á 17þús fyrir ykkur jeppakallana
Og ef þið viljið að bíllinn sé sóttur og skilað til rvk þá er verðið 21 þús.
Re: Burrinn minn
Posted: 17.sep 2012, 00:09
frá btg
Fæ alþrif og mössun í bílakjallarunm í vinnunni á 12 þús. fyrir jeppann, ódýrara fyrir litla bílinn. S.s. græjað á meðan maður er í vinnunni.
Það fer væntanlega enginn að borga 4 þús auka fyrir að láta aka bílnum sínum 90 km + eldsneyti eins og þú býður uppá.
Pæling...
Re: Burrinn minn
Posted: 17.sep 2012, 00:57
frá bonstodragga
Það er bara flott ef svo er.
Ég hef bara séð marga rukka mikið meira fyrir það en frábært ef að þú getur fengið þetta á þessu verði.
Hef bara séð fólk vera að rukka mikið meira en þetta fyrir þetta. meina ekki það að ég sé eitthvað
mikið að reyna að fá fólk til mín úr rvk en þetta var bara valmöguleiki sem ég gæti boðið
fólki upp á enda hefur fólk úr rvk komið til mín og kemur alltaf aftur.
Einhver hlýtur skýringin á því að vera :)
Re: Burrinn minn
Posted: 17.sep 2012, 01:08
frá S.G.Sveinsson
btg wrote:Fæ alþrif og mössun í bílakjallarunm í vinnunni á . [b]12 þús/b] fyrir jeppann, ódýrara fyrir litla bílinn. S.s. græjað á meðan maður er í vinnunni.
Það fer væntanlega enginn að borga 4 þús auka fyrir að láta aka bílnum sínum 90 km + eldsneyti eins og þú býður uppá.
Pæling...
Já sæl 12þ. hvað eru men þá að gefa sér langan tíma í þetta 2 tíma max........... það finst mér nún ekki vera langur tími til að heil massa bíl.
Re: Burrinn minn
Posted: 17.sep 2012, 17:01
frá bonstodragga
S.G.Sveinsson wrote:btg wrote:Fæ alþrif og mössun í bílakjallarunm í vinnunni á . [b]12 þús/b] fyrir jeppann, ódýrara fyrir litla bílinn. S.s. græjað á meðan maður er í vinnunni.
Það fer væntanlega enginn að borga 4 þús auka fyrir að láta aka bílnum sínum 90 km + eldsneyti eins og þú býður uppá.
Pæling...
Já sæl 12þ. hvað eru men þá að gefa sér langan tíma í þetta 2 tíma max........... það finst mér nún ekki vera langur tími til að heil massa bíl.
Að heilmassa bíl tekur að lágmarki 5 tíma og það er ef að lakkið er ekki það slæmt.
Ekki góð vinnubrögð þarna á ferðinni ef svo er.
Ég er allavega með vél og efni frá rubes sem þýðir að það koma engin hringför og enginn hiti í lakkið því að þetta er random polisher.
Enda það besta sem er á markaðnum núna.
Re: Burrinn minn
Posted: 17.sep 2012, 17:43
frá fillinnpedo
Ég er nú búinn að vera í þessu massadóti á alvöru verkstæðum í mörg ár og sá sem tekur 12000 þús fyrir almennilega mössun er bara eitthvað veikur. Verðin á almennilegri mössun á verkstæði getur verið frá 25-50 þús, fer allt eftir stærð bíls og ástandi lakks. Færð varla bón og þrif að innan á sæmilega stórum bíl fyrir 12þús. Svo er það misjafnt hvað fólk kallar mössun, sumum finnst það vera mössun að bóna bíla með lakkhreinsibóni, sem er langt frá því að skila sama árángri.
Re: Burrinn minn
Posted: 17.sep 2012, 19:04
frá bonstodragga
Ég til dæmis er svo að gefa mína vinnu við mössunina og geri það einungis í auglýsingaskyni enda segi ég tilboð sem er ekki endalaust því að þetta er þvílík vinna við að massa bíl og alls ekki lítill tími sem fer í þetta. Lít þannig á málið að ég sé aðeins að borga auglýsingu þegar ég er að taka bíl með þetta litlum kostnaði.
Sem þýðir Ekki mikið upp úr bílnum að hafa.
Gæti trúað því að bíllinn hafi verið lakkhreinsaður og bónaður hjá þér og þér sagt að það hafi verið mössun fyrir þennan 12 þús kr
Tökum hér dæmi fyrir mössun:

Eftir mössun.


Þessi bíll tók nú bara litla 7-8 tíma að gera svona góðan.
Re: Burrinn minn
Posted: 17.sep 2012, 21:53
frá jeepson
Ég hef verið að taka 8500 fyrir alþrif á bíl. Er með góð bón sem endast vel. Ég er alveg uppí 12 tíma með fólksbíl. En þá er hann jafnvel svo adaður út í tjöru að maður gæti malbikað hálfa leið til færeyja.. en fólk kom allavega aftur og aftur til mín. Ég var reyndar ekki kominn útí mössun. En ef að ég fer útí þetta aftur. Þá mun ég ekki taka alþrif á fólksbíl fyrir minna 10-12þús
Re: Burrinn minn
Posted: 18.sep 2012, 01:24
frá bonstodragga
Svo ég komi nú þessari umræðu út í allt annað.
Ekki getur það staðst að fordinn eyði minna í fjórhjóladrifinu á langkeyrslu en á afturhjóladrifinu.
Skv mælingu munar það um 1,5-2 lítra á hundraði semsagt sýnir 16,5 eyðslu á hundraði.
En í langkeyrslu er ég heppinn að hann haldi sér í 18 - 18.5
Hann er á 305.65.18 dekkjum.
Re: Burrinn minn
Posted: 18.sep 2012, 14:58
frá íbbi
nei meikar lítið sens að hann eyði minna í drifinu,
verðin á mössun eru fín hjá þér. ekkert óvanalegt að borga 50-60k fyrir mössun, og oft nauðsynlegt líka í mörgum tilfellum
Re: Burrinn minn
Posted: 18.sep 2012, 15:22
frá dazy crazy
Ég treysti bara einum manni til að massa minn bíl og það er Óli í glitranda
Re: Burrinn minn
Posted: 18.sep 2012, 17:58
frá bonstodragga
ég náttutulega bý ekki í rvk og þar af leiðandi hef ég þetta líka ódýrara en aðrir. fólk verður að fá eitthvað út úr því að koma til mín alla leið úr rvk. tala nú ekki um ef fólk er á bensín hákum þá eru báðar leiðir fljótar að telja.
Þá er tölvan í bílnum bara eitthvað í rugli hjá mér.
Já það getur sko verið nauðsynlegt í mörgum tilfellum að gera það.
Re: Burrinn minn
Posted: 20.sep 2012, 16:12
frá íbbi
hef ekki töluna á mössunum sem e´g hef séð. svo þegar sólin hittir á bílin frá e-h sjónarhorni þá eru rákir í lakkinu eftir mössunina, svona hvirflar eftir hliðini
Re: Burrinn minn
Posted: 20.sep 2012, 18:55
frá bonstodragga
Þú ert að tala um hringför sem eru mjög algeng eftir mössun en fyrirtæki sem heitir RUPES leysti það vandamál,
Með þvi´að koma með á markaðinn hjámiðju massagræju ásamt sérstökum massapúðum svo að hringför heyra sögunni til.
Lenti akkurat í þessu með aðrar vélar en hef ekki lent í þessu síðan ég verslaði mér vélina frá Rupes
Re: Burrinn minn
Posted: 21.sep 2012, 20:49
frá bonstodragga

Þessi kom til mín héðan af spjallinu alla leið úr RVK
Re: Burrinn minn
Posted: 22.sep 2012, 19:25
frá Turboboy
btg wrote:Fæ alþrif og mössun í bílakjallarunm í vinnunni á 12 þús. fyrir jeppann, ódýrara fyrir litla bílinn. S.s. græjað á meðan maður er í vinnunni.
Það fer væntanlega enginn að borga 4 þús auka fyrir að láta aka bílnum sínum 90 km + eldsneyti eins og þú býður uppá.
Pæling...
HAHAHAHAHA ! Ekki færi ég með bílinn minn þangað, það hlýtur að segja eitthvað um vinnubrögðin.
Ég myndi borga 4000 kall aukalega ef ég vissi að vinnubrögðin væru góð.
Að massa bíl og að detail-a bíl er ekki það sama.
Ég fór á námskeið hjá concept í mössun, og lærði þar alla undirvinnu og í raunini allt sem við kemur bílþrifum.
Byrjaði mössunarferilinn hjá Heklu. Sem var bara svona til að ná upp glansi og stæðstu rispunum, í dag gæti ég ekki unnið þannig, eftir að ég fór að detail-a, gæti ég ekki hugsað mér að láta bílinn frá mér án þess að vera fullunnin.
Mössun á fólks bíl eru min. 5 tímar. Ef maður ætlar að skila honum með smá glans. Enn þegar ég tek að mér bíla, þá gef ég mér 24 klst. Semsagt Biðtími eftir bílnum getur verið allt að 24 tímar í venjulegum pakka, og fyrir það er ég að taka 18 þúsund. Sem er minna enn 1000 kall á klukkutíma. Gleymum ekki að allar græjurnar mínar og efni eru búin að kosta mig í kringum hálfa milljón allt í allt.
Re: Burrinn minn
Posted: 22.sep 2012, 20:33
frá bonstodragga
Turboboy wrote:btg wrote:Fæ alþrif og mössun í bílakjallarunm í vinnunni á 12 þús. fyrir jeppann, ódýrara fyrir litla bílinn. S.s. græjað á meðan maður er í vinnunni.
Það fer væntanlega enginn að borga 4 þús auka fyrir að láta aka bílnum sínum 90 km + eldsneyti eins og þú býður uppá.
Pæling...
HAHAHAHAHA ! Ekki færi ég með bílinn minn þangað, það hlýtur að segja eitthvað um vinnubrögðin.
Ég myndi borga 4000 kall aukalega ef ég vissi að vinnubrögðin væru góð.
Að massa bíl og að detail-a bíl er ekki það sama.
Ég fór á námskeið hjá concept í mössun, og lærði þar alla undirvinnu og í raunini allt sem við kemur bílþrifum.
Byrjaði mössunarferilinn hjá Heklu. Sem var bara svona til að ná upp glansi og stæðstu rispunum, í dag gæti ég ekki unnið þannig, eftir að ég fór að detail-a, gæti ég ekki hugsað mér að láta bílinn frá mér án þess að vera fullunnin.
Mössun á fólks bíl eru min. 5 tímar. Ef maður ætlar að skila honum með smá glans. Enn þegar ég tek að mér bíla, þá gef ég mér 24 klst. Semsagt Biðtími eftir bílnum getur verið allt að 24 tímar í venjulegum pakka, og fyrir það er ég að taka 18 þúsund. Sem er minna enn 1000 kall á klukkutíma. Gleymum ekki að allar græjurnar mínar og efni eru búin að kosta mig í kringum hálfa milljón allt í allt.
Gæti ekki verið meira sammála þér. Þetta er svaka kostnaður í kringum þetta battery.
Tala svo ekki um vinnuna í kringum þetta.