Síða 1 af 4
Jeepster 72` Stutt vidó af prufurúnt
Posted: 07.sep 2012, 21:39
frá ordni
Jæjja, Ég fékk mér eitt stikki Jeepster í vor og er aðeins búinn að vera að lappa uppá hann fyrir veturinn.
Hann lak örugglega á ölum samskeitum með verulega slappa olíudælu og lekandi vatnsdælu þegar ég fékk hann svo að það var bara farið beint í það að skrúfa, græjja og gera.
Þetta er semsagt 1972 módel með 440 mopar, 727 skiptingu, NP241 millikassa, Dana 60 aftan og 50revers kúlu að framan og d60 liðhús,
44" hjólbarða, 390L í tanka pláss og allskonar fínerí.


Gera þetta huggulegt útaf því að það voru ónýtar ventlaloks pakkningar.



Pústaði smá út báðumegin.

Míglak í honum millikassinn og 2 ónýtar legur.


Síðan er maður í flottasta félaginu.

Og núna bíður maður bara eftir vetrinum.
Re: Jeeppster 72`
Posted: 07.sep 2012, 22:33
frá Big Red
Váá hvað þessi kemur hrikalega vel út. Til lukku með hann.
Re: Jeeppster 72`
Posted: 07.sep 2012, 22:53
frá -Hjalti-
Hjónakornin wrote:Váá hvað þessi kemur hrikalega vel út. Til lukku með hann.
Með gæjalegri jeppum á klakanum. Hann fór soldið illa í síðustu fjallaferð í vetur
Re: Jeeppster 72`
Posted: 08.sep 2012, 00:11
frá Óli Ingi
Bara vinalegur vagn þessi
Re: Jeeppster 72`
Posted: 08.sep 2012, 17:21
frá joisnaer
úffff, þetta er fallegt ökutæki!
Re: Jeeppster 72`
Posted: 08.sep 2012, 18:25
frá Hjörvar Orri
Með gæjalegri jeppum á klakanum. Hann fór soldið illa í síðustu fjallaferð í vetur[/quote]
Segðu frá.
Re: Jeeppster 72`
Posted: 08.sep 2012, 19:06
frá -Hjalti-
Hjörvar Orri wrote:Með gæjalegri jeppum á klakanum. Hann fór soldið illa í síðustu fjallaferð í vetur
Segðu frá.[/quote]
Það var eitthver klettur að þvælast fyrir honum í síðustu þorrablótsferð.
http://www.jakinn.is/?album=orrablot-fe ... &fletta=10

Re: Jeeppster 72`
Posted: 08.sep 2012, 19:17
frá sfrosti
flottur bíll hja þér
Re: Jeeppster 72`
Posted: 09.sep 2012, 11:28
frá ordni
Ég er allveg til í að aka yfir steina og grjót í vetur :D
Re: Jeepster 72`
Posted: 09.sep 2012, 21:37
frá ordni
Hann fékk líka einnig nýar spindilkúlur fyrir skoðun og nýa olíupönnu þar sem sem hin var soðin öll saman eftir þennan fína stein sem hann lenti á síðasta vetur.
Re: Jeepster 72`
Posted: 10.sep 2012, 07:53
frá Gulli J
Glæsilegur bíll, til hamingu með hann.
Re: Jeepster 72`
Posted: 10.sep 2012, 15:34
frá kári þorleifss
Þessi er geggjaður! Skemmtilegur fýlingur að sitja í þessu apparati
Re: Jeepster 72`
Posted: 12.sep 2012, 08:27
frá Tómas Þröstur
Flottur - hlýtur að vera gaman að keyra svona tæki í snjó.
Re: Jeepster 72`
Posted: 12.sep 2012, 12:37
frá Dodge
Mönnum hefur ekki leiðst það í gegnum tíðina
http://www.youtube.com/watch?v=Ilcyky5zlTA
Re: Jeepster 72`
Posted: 12.sep 2012, 15:06
frá elfar94
til lukku með gripinn, kennarin minn átti þennan, hef alltaf haft augastað á þessari græju
Re: Jeepster 72`
Posted: 12.sep 2012, 19:58
frá ordni
Skellti vonandi lokahönd á lekavandamál dag þegar ég skellti nýrri olíupönnu undir kvikindið og þétti tengingar fyrir olíuþrýstingsmælinn sem spítti olíu um allar trissur, ef mér finnst eitthvað pirrandi þá er það olíuleki undir jeppanum mínum :D
Re: Jeepster 72`
Posted: 12.sep 2012, 20:00
frá Árni Braga
Magnað tæki hjá þér, Til hamingju með þetta,
Re: Jeepster 72`
Posted: 13.sep 2012, 01:06
frá Svenni Devil Racing
væri nú gaman að sjá einhverja toyotu eða patrol gera svona hluti á fjöllum ,hmmm :P allavegana gera þeir það ekki með sínar orginal vélar hehe :P
En annars alveg helvíti laglegur jeepster
Re: Jeepster 72`
Posted: 13.sep 2012, 08:57
frá -Hjalti-
Svenni Devil Racing wrote:væri nú gaman að sjá einhverja toyotu eða patrol gera svona hluti á fjöllum ,hmmm :P allavegana gera þeir það ekki með sínar orginal vélar hehe :P
En annars alveg helvíti laglegur jeepster
Bíddu hvað ertu að hvetja þessa Mopar menn svenni ?? :O
Re: Jeepster 72`
Posted: 13.sep 2012, 20:13
frá Magni
svopni wrote:http://www.youtube.com/watch?v=0IIqL8tpLUU
Hvað er þá búið að troða ofaní húddið á þessum?
Orginal mótor
Re: Jeepster 72`
Posted: 14.sep 2012, 00:30
frá Stebbi
Magni81 wrote:svopni wrote:http://www.youtube.com/watch?v=0IIqL8tpLUU
Hvað er þá búið að troða ofaní húddið á þessum?
Orginal mótor
0:36 til
0:51 þá fer willy's CJ-2A frammúr honum í háa drifinu með gamla blazer vél og 20 ára gamlan fjöðrunarbúnað.
Re: Jeepster 72`
Posted: 14.sep 2012, 01:03
frá -Hjalti-
Töluverður munur á hvernig yfirborði þessir tveir bílar eru að keyra á. Ekki skrítið að willy's sé á undan , hann getur staðið gjöfina í botni því hann er bara að keyra í púðri en hinn í hrauni.
Re: Jeepster 72`
Posted: 14.sep 2012, 01:07
frá Svenni Devil Racing
-Hjalti- wrote:Töluverður munur á hvernig yfirborði þessir tveir bílar eru að keyra á. Ekki skrítið að willy's sé á undan , hann getur staðið gjöfina í botni því hann er bara að keyra í púðri en hinn í hrauni.
jaaaa en hjalti er ekki einhver mörg hundruðaþúsunda eða miljóna fjöðrunakerfi undir þessari tacomu eða ???????
Re: Jeepster 72`
Posted: 14.sep 2012, 09:56
frá Dodge
Á ekkert að muna um smá ójöfnur :D
Re: Jeepster 72`
Posted: 14.sep 2012, 10:48
frá Magni
Ef ég man þetta rétt þá er tacoman að stökkva þarna tvisvar meðan willysinn fer framúr honum.
og svo á Halli Pé(minnir mig) þennan willys og hann var að rótvirka þarna í þessari ferð með 350 í húddinu (örugglega nýyfirfarna og vel tjúnnaða) fislétt leiktæki. Hann allavega grindarskekkti hann hressilega í þessari ferð.
Hérna koma þeir upp hjá Kerlingarfjöllum
http://www.facebook.com/video/video.php ... 1167864347
Re: Jeepster 72`
Posted: 14.sep 2012, 12:55
frá Óskar - Einfari
Svenni Devil Racing wrote:væri nú gaman að sjá einhverja toyotu eða patrol gera svona hluti á fjöllum ,hmmm :P allavegana gera þeir það ekki með sínar orginal vélar hehe :P
Ég ætla nú að geta mér til um að Jeepsterinn sé nú ekki heldur með orginal vél ef út í það er farið :)
Hvað sem því líður... til lukku með bílinn Örn, þetta er klárlega með flottari bílum hérna á klakanum :)
Re: Jeepster 72`
Posted: 14.sep 2012, 18:42
frá ordni
Ég ætla nú að geta mér til um að Jeepsterinn sé nú ekki heldur með orginal vél ef út í það er farið :)
Hvað sem því líður... til lukku með bílinn Örn, þetta er klárlega með flottari bílum hérna á klakanum :)
Þakka þér kærlega fyrir það. Núna þegar maður ef búinn að skrúfa í næstum öllu sem þarf að skrúfa í þá þarf maður að finna sér tíma til að prófa græjjuna almennilega, það lengsta sem ég hef komist er úlfarsfellið.
Re: Jeepster 72`
Posted: 11.nóv 2012, 17:25
frá ordni
Jæjja þá er aðeins búið að skrúfa í kagganum. Hann hefur fengið ný kerti, Vatnsdælu og höfuðrofa fyrir spil.
Svo fékk hann aðeins að smakka á snjónum í dag, langaði sammt í mikklu meira en fékk ekki.
Ný hig flow vatnsdæla

Kerti, 5punkta belti sem á að fara í hann, og nýa vatnsdælann

Vatnsdælann komin í.

Allt komið saman.

Spil og drullutjakkur kominn á sinn stað.

Og núna er hann hamingjusamur í snjónum.




Jeppsterinn bíður spenntur eftir næstu helgi því þá fær hann að fara vestur á rjúpu og spóla í smá snjó þar.
Re: Jeepster 72`
Posted: 05.des 2012, 21:08
frá ordni
Re: Jeepster 72`
Posted: 05.des 2012, 22:31
frá Steini
flottur og vígalegur JEEP!!
Re: Jeepster 72`
Posted: 05.des 2012, 23:11
frá Lalli
þetta er allveg hrikalega flott apparat hjá þér. gangi þér vel með tækið :D
Re: Jeepster 72`
Posted: 06.des 2012, 12:35
frá Dodge
Næs tæki.. er hann ekki að drífa flott?
Og smá hint.. viftuspaðinn snýr öfugt hjá þér.
Re: Jeepster 72`
Posted: 07.des 2012, 16:21
frá ordni
Dodge wrote:Næs tæki.. er hann ekki að drífa flott?
Og smá hint.. viftuspaðinn snýr öfugt hjá þér.
Hehe jú hann er að drífa allveg hrikalega. En þetta með viftuspaðan er mjög skemmtilegt, ég er búinn að taka hann af nokkrusinnum síðan ég fékk bílinn og setti hann alltaf eins aftur á og var ekkert að pæla fyrr en ég beyglaði hann um daginn og þegar ég tók hann úr núna fyrr í vikuni þá las ég á þennan ágæta miða sem er á spaðanum og þar stóð "This side thorwards engine" og ég sprakk úr hlátri. áhvað þar með að snúa honum rétt í þetta skiptið og með þeim afleiðingum að núna ef þessi fíni blásturshávaði.
Takk samt æðislega fyrir þessa skemmtilegu ábendingu.
Re: Jeepster 72`
Posted: 07.des 2012, 22:50
frá Svenni30
Þetta er svo vígalegur jeppi hjá þér. Góða skemmtun í vetur :)
Re: Jeepster 72`
Posted: 21.feb 2013, 20:47
frá ordni
Það var tekið aðeins á jeepsternum uppá síðkastið og þetta er það sem ég er búinn að vera brasa.
Rafmagnsbilun (allur straumur í bílnum fór í gegnum einn vír. ekki að virka)

Nítró plata og dót

2 stórir kútar

Fuel pressure

Platan á milli,

MSD 6al og ping control.

Allt að vírast upp

Flöskur í skottið

Hrikalega nettur

Dekkjaskurður fyrir

Eftir

Aðstoðar dekkjaskerir 1

Aðstoðar dekkjaskerir 2

Svo var sprautað inn í laugar

Re: Jeepster 72`
Posted: 21.feb 2013, 21:20
frá lecter
,,,,,,,,,,,,,,,,
Re: Jeepster 72`
Posted: 21.feb 2013, 21:36
frá ordni
lecter wrote:sæll flott og ekki skemmir motorinn hvaða árg af vél er i bilum er vélin eitthvað breytt ,, gaman að fá eiðslu tölur til að bera sama vid td SB þar sem þetta er BB 440 en þetta er akkurat drauma vélin min hér áður og auðvelt að vinna við hana og er flottasta BB vélin hvað varðar hönnun að minu mati
Þetta er 78 módel með þrykktum stimplum frá TRW, 279° ás og eikkuru góðgæti. Eiðir því sem fer í gegnum blönduginn og er eingin ástæða til að ransaka það nánar.
Re: Jeepster 72`
Posted: 21.feb 2013, 22:02
frá lecter
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Re: Jeepster 72`
Posted: 21.feb 2013, 22:43
frá StefánDal
Hrikalega flottur hjá þér!
Mikið rosalega ertu upptekin af eyðslutölum og ég tala nú ekki um hlutföllum í gömlum átta gata jeppum herra lecter. Hefuru spáð í frímerkjum?
Re: Jeepster 72`
Posted: 21.feb 2013, 22:46
frá Stjáni Blái
Hvað ertu að skjóta miklu inná hann. Og ertu með seinkunarbúnað fyrir gasið ?
Ertu með kerfið græjað þannig að gasið fari af áður en vélin fer í útslátt ?
Þar sem að þetta er djöfulli töff, er ekki til video af molanum að tæma eins og eina flösku eða svo !!