GRAUTURINN (Vandura 1974)
Posted: 18.aug 2012, 13:34
Þetta er eðalgrautur. Grunnurinn er 1974 Vandura afturdrifinn
Okkur var sagt að honum hefði verið breytt í núverandi útlit 1995, framendi er 1994 kram er 1988.
-Vél/skipting/millikassi: 350TBI / 400TH / 205parttime
-Hásingar: 12bolta að aftan og Spicer 44 að framan (undan Suburban) 4.10 hlutföll og loftlásar.
-Breytingar: Hann er 38" breyttur á loftpúðum framan og aftan. Toppur var hækkaður og sérsmíðaður allur að innan. Hann er með stórum og góðum loftkút undir bíl, um 160lítra sérsmíðaðan bensíntank.
-Aukabúnaður: Hann er búinn flest öllu sem þarf. Loftdælu, Loftkút, Kastarar, GPS með svepp á toppi, CB Talstöð, Gasmiðstöð, Hægt að dæla í hvern púða fyrir sig og hleypa úr eftir þörf, Kæliskápur, Vaskur og gashellur og bara margt, margt fleira.
Ástand hans er að verða svolítið dapurt enn hann fer í ryðbætingu nú á næstunni. Þarf að finna útúr þessu ónýta og illa uppsettu rafkerfi fyrst. Á að taka hann í gegn svona nánast A-Ö með tíð og tíma. Eitt í einu eins og sagt er. Verður vonandi flott þegar búið, hvenar sem það verður.
Endilega þeir sem eiga myndir af honum frá fyrri tíð og í einhverri jeppaferð að setja inn. Alltaf gaman að fræðast um sögu svona eldri eðalvagna.
ENn hér er það sem allir bíða eftir, MYNDIR...






























Okkur var sagt að honum hefði verið breytt í núverandi útlit 1995, framendi er 1994 kram er 1988.
-Vél/skipting/millikassi: 350TBI / 400TH / 205parttime
-Hásingar: 12bolta að aftan og Spicer 44 að framan (undan Suburban) 4.10 hlutföll og loftlásar.
-Breytingar: Hann er 38" breyttur á loftpúðum framan og aftan. Toppur var hækkaður og sérsmíðaður allur að innan. Hann er með stórum og góðum loftkút undir bíl, um 160lítra sérsmíðaðan bensíntank.
-Aukabúnaður: Hann er búinn flest öllu sem þarf. Loftdælu, Loftkút, Kastarar, GPS með svepp á toppi, CB Talstöð, Gasmiðstöð, Hægt að dæla í hvern púða fyrir sig og hleypa úr eftir þörf, Kæliskápur, Vaskur og gashellur og bara margt, margt fleira.
Ástand hans er að verða svolítið dapurt enn hann fer í ryðbætingu nú á næstunni. Þarf að finna útúr þessu ónýta og illa uppsettu rafkerfi fyrst. Á að taka hann í gegn svona nánast A-Ö með tíð og tíma. Eitt í einu eins og sagt er. Verður vonandi flott þegar búið, hvenar sem það verður.
Endilega þeir sem eiga myndir af honum frá fyrri tíð og í einhverri jeppaferð að setja inn. Alltaf gaman að fræðast um sögu svona eldri eðalvagna.
ENn hér er það sem allir bíða eftir, MYNDIR...





























