eylífðarprojectið mitt!

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

eylífðarprojectið mitt!

Postfrá íbbi » 03.aug 2012, 22:24

vona að það fari ekki mikið fyrir brjóstið á mönnum að ég laumi nokkrum myndum af skúra hobbýinu mínu sem er alveg alls ekki jeppi.

þetta er 98 camaro, orginal með ls1 og 6g bsk kassa.

bíllinn er fluttur inn 99, fullorðinn kall sem kaupir hann árið 2000 ekinn 3k og á hann til 2006, ég kaupi hann af honum þá ekinn 31þús,

það byrjaði nú ekki vel hjá mér, en vélin fór strax. en bæði af því að bíllinn var bsk auk þess hversu heill og lítið ekinn hann var þá vildi nú samt halda í hann,

það endaði með að ég reif úr honum mótorinn seldi hann, reif bílin í spað og núna 6 árum seinna er hann loksins tilbúinn, og fer á plötur á fimmtudaginn næsta.

er nú búinn að gera ansi mikið við hann orðið. bæði breyta honum sem og endurnýja hluti eingöngu til að endurnýja þá.

ég smíðaði mótor frá grunni, LSX ál mótor. hertur kjallari, vel djúsað smurkerfi, CNC smíðuð stageII hedd, complete valve train,rúllurokkerar, 90mm urathan portanleg sogrein, 90mm throttle boddý fræst úr solid álkubb, billet fuel rail, complete bensínkerfi með 30karada lúmi og flr. heitur ás, 11.4 þjappa. tölvustýrt 200hö nitrokerfi og allt utan á mótor. LS7 HD kúpling og swinghjól. long tube flækjur, SLP púst alla leið og flr basicly allt kram nýtt nema gírkassi og frambremsur,

SLP gasdemparar. vogtland gormar. 35mm kaldbeygðar ballancestangir, tubular chromoly spyrnur. spyrnur að aftan síkkaðar um 3", chromoly skástífa stillanleg. stillanelgur torquearmur(spindilhalli) grindatengingar. eða s.s bíð að brace-a saman fram og aftur subframe-in í bílnum, og chromoly ströttastífa, polyfóðringar í öllu.

hásingin var tekin í frumeyndir, sett allar legur HD og 3.73" hlutfall, brace-að álok með stöddum sem herðast í öxlana, allt sandblásið epoxy húðað og sprautað undir honum.

bíllinn var rifin í frumeyndir og almálaður. custom svartur litur og rándýr glasurit glæra sem má baka aftur og aftur. setti á hann SS spoiler, shave-aði fram og afturendan, fjarlægði öll merki, lista og flr
botnin var unnin niður í bert og málaður, málaði einnig hjólaskálarnar

bíllinn var 4manna og með gráu plussi, 2manna núna, setti í hann hálfleðraða körfustóla frá recaro. takkaborð fyrir nítróið í stað öskubakka, mælahatt í gluggapóstinn, skiptiljós neðan við stýrið. hljóðeinangraði hluta af honum.

Torq'n thrust felgur, 11" breiðar, 315/35ZR17 dekk. glær stefnuljós og flr og flr og flr

vantar eflaust helling þarna inní en þetta er svona í grófum dráttum ferlið. bíllinn er búinn að vera af götuni í 6 ár. og er ekinn 33þús í dag. og núna í sumar fékk ég loksins að prufa hann, og í næstu viku kemur hann loksins á götuna

vonandi að það hafi einhevr gaman af þessu

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image


Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

ein gömlu
Image


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: eylífðarprojectið mitt!

Postfrá sukkaturbo » 03.aug 2012, 22:29

Sæll þetta er glæsilegt hjá þér og til hamingju með fallegan bíl.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: eylífðarprojectið mitt!

Postfrá -Hjalti- » 03.aug 2012, 22:34

Einn af flottari götubílunum á Klakanum , Verður gaman að sjá þetta keyra í sumar :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: eylífðarprojectið mitt!

Postfrá Kárinn » 04.aug 2012, 01:01

flottur hjá þér verður gaman að sjá hann taka á því

hvað er þessi mótor að skila

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: eylífðarprojectið mitt!

Postfrá Hfsd037 » 04.aug 2012, 01:32

Flottur hjá þér Íbbi !
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: eylífðarprojectið mitt!

Postfrá ellisnorra » 05.aug 2012, 08:51

ég segi nú bara vá! :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: eylífðarprojectið mitt!

Postfrá íbbi » 16.aug 2012, 12:12

kærar þakkir allir :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 33 gestir