Síða 1 af 1
Suzuki samurai
Posted: 04.feb 2010, 20:14
frá stebbi1
Jeppinn minn er Suzuki samurai árgerð 1992 á 35" hjólbörðum.
Greyið litla ber þess greynileg merki að hafa oltið einu sinni, en maður drífur víst minnst á lakkinu.

Þarna er bara búið að lengja í hengslum og setja 30" undir


Þessi er tekinn nokrum dögum áður en ég vellti henni, þarna er hún á 31"

Og svona er hún nokurnveginn í dag.

Fleyri myndir inná:http://www.facebook.com/photo.php?pid=30126425&id=1568196109#!/album.php?aid=2003709&id=1568196109
Kveðja Stefán.
Re: Suzuki samurai
Posted: 04.feb 2010, 20:25
frá gislisveri
Flott teygja á síðustu myndinni, er ekkert búið að eiga við annað en að lengja hengslin? Og breytir það kannski engu? Mér finnst að minn bíll misfjaðri ekki svona fallega á blaðfjöðrunum.
Re: Suzuki samurai
Posted: 04.feb 2010, 20:30
frá EinarR
MyndarBÍLL!!! svaka súkka hér á ferð! komdu með projectið!
Re: Suzuki samurai
Posted: 04.feb 2010, 20:32
frá stebbi1
Júmm skellti fjöðrunum ofaná. þá kemur allt öðruvís átak á þetta, svo má nú deila um kosti og galla þess að hafa þetta þannig :D

Hann var svona styrður orginal.
Re: Suzuki samurai
Posted: 04.feb 2010, 20:50
frá Ingi
Það hefði ekki þurft að íta fast í hana á fyrri teygju myndini svo hún mundi velta
en það breitir því ekki að það er flott teygja í þessum gömlu fjöðrum
Re: Suzuki samurai
Posted: 05.feb 2010, 11:14
frá Haffi
Flottur!
Smá pæling, ertu með orginal samurai vél í hesthúsinu?
Re: Suzuki samurai
Posted: 05.feb 2010, 12:05
frá Ingi
já hann er með orginal 1300 hálfblöndugs mótor
ég held samt að það standi til að skipta yfir í 1600 mótor úr vitöru
Re: Suzuki samurai
Posted: 05.feb 2010, 12:16
frá Haffi
Okei..
Forvitnin alveg að fara með mig:
Hvernig er 1300 vélin að höndla 35" dekk?
Re: Suzuki samurai
Posted: 05.feb 2010, 13:09
frá gislisveri
Haha, ég get svarað því.
Með hörku og útsjónarsemi kemst maður í 90 úti á þjóðvegi, en ef vind hreyfir í vitlausa átt, þá er það bara 60 í botni í 3. gír.
Fyrir utan veg er þetta hins vegar allt í lagi, bíllinn er svo léttur að hann er "nógu" sprækur í lága drifinu.
Re: Suzuki samurai
Posted: 05.feb 2010, 13:30
frá stebbi1
Já einsog Gísli segir þá fer þetta dáltið eftir veðri. Maður getur nú stundum sett í 5 ef það er með vindur annars keyri ég bara á milli í 4 og um eða yfir 3000 sn
þá er hann svona að detta í 90. ef maður leggur sig framm er ekkert mál að halda 100 á góðum vegi, en maður gerir nú ekkert mikið af því.
Utann vegar er þetta bara alltí góðu lagi þannig séð, ég er með "flækjur" og 2.5" púst og við þá breytigu fór haún að toga á lægri snúning þannig að maður getur alveg pínnt hanna þó nokkuð og svo er ég alveg óhræddur við að láta vélina snúast aðeins hún er ekkert síðri í kringum 6000 sn :D
Re: Suzuki samurai
Posted: 04.maí 2010, 12:26
frá JHG
Taka bara vélina úr Volvo-num og setja í súkkuna :)
Re: Suzuki samurai
Posted: 04.maí 2010, 18:12
frá Ingi
já verst að vélin í volvonum snýr öfugt....
Re: Suzuki samurai
Posted: 05.maí 2010, 09:06
frá JHG
Örugglega hægt að leysa það eins og allt annað (ótrúlegt hverju menn hafa troðið í ótrúlegustu bíla).
En annars, þá átti ég langa súkku yfirbyggða 1985 módel sem ég setti Volvo B20A og síðar B20B (120 hestöfl orginal og jukust vonandi eitthvað þegar ég gerði endurbætur). Djöfulli var gaman af þessu, togaði endalaust og reif bílinn af stað úr kyrrstöðu. Verst að auknu afli fylgdu líka auknar bilanir......
Re: Suzuki samurai
Posted: 05.maí 2010, 10:33
frá stebbi1
hehe Ef þú ert að tala um vélina úr 850 bílnum, þá finnst mér hun nú ekkert ægilega spræk :D
en ég á 1600Mpfi á bretti heima í hlöðu, bara finna sér tíma til að slaka henni ofanní :D
það ætti að breyta aðeins