Síða 1 af 1
Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 09.júl 2012, 22:45
frá Groddi
Jæjja, þá er það næsti "uppá borð" hjá mér, Er svosem ekki mikið sem þarf að gera við þennan, þarf að klára í honum rafmagnið og gera hann klárann fyrir skoðun.
Mjög flottur bíll, með heillri samstæðu að framan.


Rafmagnið ekki uppá sitt besta...

Þar til næst!
Groddi
Re: Jeep Willys CJ5
Posted: 09.júl 2012, 22:52
frá ellisnorra
Glæsilegur bíll, getur passað að það sé chevy 350 í þessum?
En með þennan bulk head connector, þá hef ég aldrei séð þá öðruvísi en svona svarta og ógeðslega. Í þessu er contact feiti svo það spansgræni ekki frá því. Eða er eitthvað fleira á myndinni sem er ógeðslegt sem ég sé ekki? :)
Re: Jeep Willys CJ5
Posted: 09.júl 2012, 22:59
frá Groddi
elliofur wrote:Glæsilegur bíll, getur passað að það sé chevy 350 í þessum?
En með þennan bulk head connector, þá hef ég aldrei séð þá öðruvísi en svona svarta og ógeðslega. Í þessu er contact feiti svo það spansgræni ekki frá því. Eða er eitthvað fleira á myndinni sem er ógeðslegt sem ég sé ekki? :)
Gæti passað með vélina, var ekkert að skoða það.. Já þessi feiti er alltaf svona ógeðsleg, en það er fátt sem er teingt í gegnum þetta tengi, þvílík víravirki og flækja sem er búið að þræða hingað og þangað um þennan bíl, það er búið að fá nýa mælaborðplötu í bílinn, alla nýa mæla og rofa sem þarf að tengja, og fjarlæga allt gamla rafmagnsruslið, setja breiddar ljós í brettakantana og fleigja þessum ógeðslegu ljósum sem hafa verið settir á framstuðarann.
Re: Jeep Willys CJ5 - Fer að komast á götuna!
Posted: 10.júl 2012, 00:55
frá jeepcj7
CJ7
Re: Jeep Willys CJ5 - Fer að komast á götuna!
Posted: 10.júl 2012, 22:47
frá Groddi
jeepcj7 wrote:CJ7
Vitanlega, hef verið einhvað annars hugar (:
Takk fyrir ábendinguna samt.
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 10.júl 2012, 22:49
frá Groddi
Þá er þetta byrjað, búinn að leggja fyrir því flestu í hoodið, bætist aðeins við á morgunn, m.a lagnir fyrir skiptingunni, flautu, stöðuljósum osfv.
Þetta er víst 307 sem er í þessu.

Almennilegt hood! (:

Groddi
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 15.júl 2012, 22:13
frá -Hjalti-
Þessi er flottur , komdu nú með heildarmynd af honum samt :)
BTW vastu uppí Laugum um helgina?
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 17.júl 2012, 15:07
frá Groddi
-Hjalti- wrote:Þessi er flottur , komdu nú með heildarmynd af honum samt :)
BTW vastu uppí Laugum um helgina?
Jújú passar var þar föstud til sunnudags, helt eg nokkuð fyrir þér vöku? (:
Jamm, kem með fleirtölu myndir af kerrunni.. er einmitt að fara skella mælaborðinu i hann i kvöld
Kv
Groddi
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 05.aug 2012, 09:59
frá Gunnar G
Þetta er 307 oldsmobile var sett mikið gotterí í hann á sínum tíma í kringum 95
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 05.aug 2012, 11:02
frá Stjáni Blái
Það er reyndar 307 Chevrolet í þessum jeppa...
Kv.
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 05.aug 2012, 11:57
frá Gunnar G
Ertu viss um það átti willysinn sem þessi mótor kom uppúr keypti hann af manninum sem smíðaði hann á sínum tíma og var talað um 307 old hafði keypt inní hann í samræmi við það! Gæti verið vitleysa!!!
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 22.aug 2012, 20:53
frá Groddi
Þá er þessu farinn úr mínum höndum, kláraði ss megnið af því sem þurfti að gera í rafmagninu, þessi er á leið norður núna þar sem hann fer í skiptingar-skipti. (fær nýa 350 skiptingu skildist mér)
Gékk almennilega frá öllum lögnum í hoodinu á bílnum, allt mjög snirtilegt, ekkert svona slöngu og víra flóð... einsog beðið var um (:
Ég setti í hann nýa mæla (og nema) mælarnir eru frá VDO, og verð ég að seigja að þeir eru mjög svo þægilegir þegar á að fara að tengja þá og herða uppað plötu, held ég versli bara vdo mæla eftir þetta. (þetta voru viewline stafrænirmælar)
Svo rauk hann í gang og var nokkuð góður gangur í honunm, miðað við að hafa staðið lengi.
Kv
Groddi
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 23.aug 2012, 20:13
frá Gudni Thor
flottur thessi, ég átti einu sinni tessa framstædu;)
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 25.aug 2012, 08:03
frá Groddi
Gudni Thor wrote:flottur thessi, ég átti einu sinni tessa framstædu;)
Já.. hún er því miður orðin svoldið löskuð greyið í dag.... þarf að steipa hana aðeins upp, en flott er hún samt (:
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 30.nóv 2012, 21:35
frá Gunnar G
Hvar er þessi í dag?
Re: Jeep Willys CJ7 - Fer að komast á götuna!
Posted: 17.jan 2013, 21:36
frá Groddi
Gunnar G wrote:Hvar er þessi í dag?
Hann for norður held eg.