Síða 1 af 4

Toyota 4runner 1987 SELDUR 16-4-2019

Posted: 08.júl 2012, 11:16
frá olafur f johannsson
jæja þar sem ranger seldis. gat ég farið og fengið mér annan jeppa og fyrir valinu varð eðall 4runner árg 1987 gott eintak með góða sögu en það þarf að dytta aðeins að honum enda gamall
hann er með 2,4l bensín 5gíra beinsk aukatank loftlæsingu aftan loftdælu gps 5/71 hlutföll og hann er á nánast nýjum 38" at dekkum
sótti hann til rvk 7/7 12 og burraði norður en ekki alveg án vandræða viftureimin ákvað að gefast upp í Langadal svo það varð að redda nýrri, var þá hringt í Símon hjá toyota ak og hann græjaði reim sem var svo skutlað til mín,og var henni hent í og haldið áfram heim 4runner er bara fínn í akstri svo er bara að fara dunda í að gera hann en þá betri og skrá hann líka sem fornbíl
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 11:36
frá Freyr
Verð að segja að þetta er svakalega fallegt eintak sem þú náðir í.

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 11:59
frá hobo
Þessi er greinilega vel með farinn. Sýnist hann vera hækkaður meira en 10 cm á boddíi miðað við hallann á inntaks-loftrörinu?
Flottur þessi.

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 12:42
frá jeepson
Vrkilega flottur fjórhlaupari sem að þú ert með :)

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 14:43
frá Hjörvar Orri
Ekki hét hún Ingibjörg sem seldi þér þennan?

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 16:50
frá sukkaturbo
Sæll þessi er flottur til hamingju með hann þú verður að renna á sigló kveðja guðni

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 17:09
frá -Hjalti-
Ótrúlega heill og flottur jeppi

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 18:24
frá helgierl
Líka mjög skynsamlegt að fá sér jeppa með einfaldri fjögura cylindra bensínvél og litlu rafeindadóti.
Til hamingju.

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 19:45
frá olafur f johannsson
Hjörvar Orri wrote:Ekki hét hún Ingibjörg sem seldi þér þennan?

jú það hún heitir Ingibjörg sem átti þenna

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 19:45
frá olafur f johannsson
hobo wrote:Þessi er greinilega vel með farinn. Sýnist hann vera hækkaður meira en 10 cm á boddíi miðað við hallann á inntaks-loftrörinu?
Flottur þessi.

hann er hækkaður um 3" á bodý

Re: fékk mér annan jeppa

Posted: 08.júl 2012, 19:50
frá olafur f johannsson
ég er alveg hel sáttur með hann og er búinn að að vera skoða hann í dag og sjá hvað þarf að kaupa og hvað þarf að gera við svo er bara að byrja á fullu í næstu viku að gera hann 100% og fara með í skoðun og skrá hann sem fornbíl og skipta um númer á honum setja hann á gömlu steðja númer A eitthvað

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 09.júl 2012, 00:04
frá Heiðar Brodda
skemmtilegir jeppar á fjöllum eyða litlu vantar bara hásingu að framan kv Heiðar

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 09.júl 2012, 07:35
frá Oskar K
vaááááá ég er bara nett abbó, mega flottur hjá þér

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 09.júl 2012, 22:16
frá Ingibjörg
Gaman að heyra hvað þú ert ánægður með hann, þá veit ég að hann er í góðum höndum :)
En annars er hann með 5:71 hlutföllum.

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 09.júl 2012, 23:22
frá olafur f johannsson
jæja þá ar fyrstu klössun lokið búið að fara í bremsur framan skipta um klossa og pinnann og liðka þetta upp skipta um allar olíur og bremsuvökva herða vatnsdæluna í lak aðeins með pakkningunni svo er að skipta um kerti og loftsíu næst og laga farþega sætið og finna nýja bensín dælu til að dæla úr aukatank og líta á rofann fyrir rúðuna í afturhleranum og festa stigbretinn og fara svo í skoðun

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 09.júl 2012, 23:40
frá Svenni30
Hrikalega flottur jeppi hjá þér. Til lukku með hann.
p,s mættir vanda þig við að skrifa aðeins réttar ;)

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 10.júl 2012, 00:43
frá olafur f johannsson
ef að fólk getur ekki lesið það sem ég skrifa getur það bara látið það ógert og ef þetta er ómuleg má bara eiða þessum þræði

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 10.júl 2012, 08:16
frá -Hjalti-
olafur f johannsson wrote:ef að fólk getur ekki lesið það sem ég skrifa getur það bara látið það ógert og ef þetta er ómuleg má bara eiða þessum þræði


Þetta er töluvert betra , bara halda þessu áfram og allir eru glaðir :)

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 10.júl 2012, 20:05
frá Hrannifox
Rosalega fallegur bíll man ég sá myndir af honum fyrir nokkrum árum slefaði mikið yfir honum
og geri reyndar enn smá öfund í gangi.

Annars til lukku með gripinn

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 11.júl 2012, 20:43
frá olafur f johannsson
þá er fyrsta ebay pöntunin farin af stað í þennan, pantaði ný afturljós gömlu eru orðin svo upplituð svo pantaði ég bensín dælu fyrir aukatankinn til að dæla á aðalltank ekki vil svo til að einhver viti um svona bíl sem er verið að rífa ??

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 12.júl 2012, 00:13
frá Oskar K
Finnst eins og það vanti gufunesloftnet á hann :D

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 12.júl 2012, 13:53
frá birgthor
Já og handstýrðan leitarkastara á toppinn :)

Annars vel flottur jeppi

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 12.júl 2012, 22:10
frá olafur f johannsson
það verður skrúfað helling í þessum um helgina :) gera hann kláran í fyrstu ferð festa stigbretinn er smá skrölt núna í þeim núna . það er búið að skrá hann sem fornbíl og tryggja sem slíkan þá er bara að ákveða nýtt númer á hann og fara með hann í skoðun, er nú þegar búinn að skipta um allar olíur og bremsuvökva kerti og loftsíu og setja aftur drif skaftið rétt saman og smyrja í alla smurkoppa of fara yfir bremsur,þarf líka að láta yfir fara slökkvitækið og versla sjúkrakassa í hann

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 12.júl 2012, 22:13
frá hobo
Þessi verður sá flottasti norðan Alpafjalla.

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 13.júl 2012, 00:22
frá Forsetinn
Ótrúlega fallegur fákur... Ekki leiðinleg að ná í svona gott eintak.

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 15.júl 2012, 11:12
frá olafur f johannsson
jæja vann helling í þessum í gær. lagaði kerru tengilinn þar var það set saman með rafmagns þjófum :( svoleiðis búnað á að banna,tók þá í burtu og lóðaði allt saman og setti nýja dós , komst svo að því af hverju bensín dælan fyrir aukatankinn virkaði ekki þar var smá van frágangur á straum snúrum var stungið í með öryggi í öryggjaboxinu það var lagað og þá kom í ljós að rely var líka ónýtt því var skipt út, lagaði líka sóllúguna vantaði ein bolta í hana. tók líka nmt símann úr festi stigbreti og komst að því af hverju það var ekki hækka að skrúfaniður rúðuna í afturhleranum rofinn er ónýtur svo núna vantar mig rofa. lagaði líka farþega sætið vantaði tvær skrúfur í það og bætti svo nokkrum skrúfum í innréttinguna sem vantaði svo núna er hann skrölt laus. já og smurði alla rúðu upphalara. ætlaði að taka myndir mundi eftir myndavélina og allt en þetta vera bara svo gaman að ég gleymdi að taka myndir :)

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 15.júl 2012, 17:46
frá olafur f johannsson
svo var hann þolprófaður í dag og kom vel út og eyðir bara nánst eingu er í kringum 12l á hundraði utanbæjar á 90-100 með 25psi í 38" sem mér finnst bara fjandi gott:) en næsta verk er að laga hjólboga að aftan skera meira úr og laga smá ryð

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 16.júl 2012, 20:06
frá elvarö
Þetta er glæsilegur bíll til hamingju með hann það verður gamann að fylgjast með þessum hjá þér kveðja Elvar
ps það er ótrúlegt að hann skuli hafa fundist í reykjavík :)

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 16.júl 2012, 20:32
frá olafur f johannsson
elvarö wrote:Þetta er glæsilegur bíll til hamingju með hann það verður gamann að fylgjast með þessum hjá þér kveðja Elvar
ps það er ótrúlegt að hann skuli hafa fundist í reykjavík :)

takk fyrir það. og já það er ótrúlegt að svona lítið ryðgaður bíll af árg 1987 skildi vera í rvk en það hjálpar að hann virðist hafa feingið góða umhirðu

.

Posted: 16.júl 2012, 22:44
frá Kalli
.

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 17.júl 2012, 18:50
frá olafur f johannsson
Kalli wrote:
PIC00054.JPG


Sigurður Guðjónsson átti þennan jeppa ( var alltaf kallaður Gullvagninn ) og breytti honum.
kv. Kalli bróðir Sigga.

ein af ástæðunum að ég keypti þenna er að hann var búinn að vera svo leingi hjá þeim og ég var líka búinn að skoða ferilinn á honum hjá umferðastofu og hjá Toyota og sá að hann hefur verið í góðum höndum

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 23.júl 2012, 20:18
frá olafur f johannsson
jæja það gerist lítið í þessum þessa dagana nema að varahlutareikningurin hækkar og hækkar :( er endalaust að finna eitthvað að fullt af smá dóti er að bíða eftir neðri spindilkúlu hægra megin fóðringum í stýrisupphengju pinjónspakdós framan rofanum fyrir aftur rúðuna nemanum fyrir vatnshitamælin og svo þarf að skipta um eitthvað af perum í mælaborði og miðstöðvar tökum þannig að þegar þetta kemur allt verður nó að gera :) ryðið í bretabogum að aftan og í sílsum fær aðeins að bíða enda er það ekki mikið fer sennilega ekki í það fyrr en í haust eða vetur

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 28.júl 2012, 00:00
frá olafur f johannsson
jæa þá er allt komið sem var pantað og er birjaður að setja það í 4runner seti nýju afturljósin í og nýja rofan fyir aftur rúðuna nýtt þurkublað aftan og 2 nýjar perur í mælaborð og miðsöðvartaka.svo er að setja nýja spindilkúlu og nýjar fóðringar í stýrisupphengjuna og pinjónspakdós framan á morgun
Image
Image
Image

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 28.júl 2012, 02:11
frá StefánDal
Þessi er glæsilegur! Ég myndi samt ekki hafa fyrir því að skifta um fóðringar í stýrisupphengjuni. Frekar að skifta um hana alla þar sem það er pottþétt komið slag í legginn.

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 28.júl 2012, 11:17
frá olafur f johannsson
StefánDal wrote:Þessi er glæsilegur! Ég myndi samt ekki hafa fyrir því að skifta um fóðringar í stýrisupphengjuni. Frekar að skifta um hana alla þar sem það er pottþétt komið slag í legginn.

það eru bara farnar fóðringarnar er búinn að skoða það vel

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 28.júl 2012, 20:14
frá olafur f johannsson
og svo þegar ég held að ég sé að varða búinn þá rekst ég alltaf á eithvað nýtt til að laga,núna er það bremsuslanga að aftan og vatnsdæla þanig að nú er að panta meira í hann á mánudaginn :)

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 31.júl 2012, 21:44
frá olafur f johannsson
jæja það kom vatnsdælan og bremsuslangan að aftan og önnur bremsuslangan að framan hinn kemur á fimmtudag allt original hlutir frá Toyota og var toyota þeir einu sem áttu þetta til og líka á besta verðinu og það var eins með spindilkúluna.svo núna verður hann algóður og til í skoðun eftir helgi. gat reyndar fengið allan stýrisgangun með öllum spindilkúlum og stýrisendum og uppheingju og pitman arm á ebay fyrir 40þús komið heim en treysti bara ekki nafninu á þeim hlutum.

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 05.aug 2012, 00:10
frá olafur f johannsson
jæja þá er þessi komin í skoðunar hæft ástand komið nýtt slökkvitæki og sjúkrakassi allar bremsuslöngur nýjar og ný bremsurör frá bremsudælum að framan að slöngum ný spindikúla hægra neðri framan nýja fóðringar í stýrisupphengju og svo ný vatnsdæla, það er alveg furðulegt hvað margt getur orðið ónýtt á ca: 1.600km frá síðustu skoðun hjá Aðalskoðun Kópavogur :(

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 05.aug 2012, 02:18
frá -Hjalti-
Þú heldur alltaf áfram að vera hissa þegar þú sérð að bílar geta slitnað og skemmst með aldrinum :)

Re: fékk mér annan jeppa 4runner 1987

Posted: 05.aug 2012, 11:51
frá olafur f johannsson
-Hjalti- wrote:Þú heldur alltaf áfram að vera hissa þegar þú sérð að bílar geta slitnað og skemmst með aldrinum :)

ég er ekkert hissa að þetta slitni en bremsuslangan að aftan var ónýtt í síðustu skoðun slökkvitækið hafði ekki verið yfirfarið síðan 2003 og var halotæki líka sem er ólöglegt í dag og svo var einingin sjúkrakassi í honum sem er líka skilda í breytum jeppa og eins var spindilkúlan líka ónýtt í síðustu skoðun þetta eru bara léleg vinnubrögð hjá skoðunar manni sem skoðaði hann síðast. ég lendi bara aldrei í svona lélegum skoðunar mönnum hérna á á Akureyri þar eru bílar skoðaðir alminlega hjá frumherja enda bara topp kallar að vinna þar