Síða 1 af 1

Galloper 44"

Posted: 17.jún 2012, 20:47
frá helgiaxel
Góðan daginn,
ég ákvað aðsetja hér inn smá lýsingu á því hvað ég er búinn að vera að smíða

Boddý: Galloper 98"
Vél: Isuzu 3,1 intercooler
Gírkassi: Isuzu 5gíra
Millikassi: Isuzu, 2,38 í lága
Pústkerfi: 2,5" sílsapúst með opinni túpu

Afturhásing: 9" Pajero með 5,29, loftlás, diskabremsur
Afturfjöðrun: A-link úr Landrover, Patrol gormar og demparar
Hásingarfærsla: 13Cm

Framhásing: Patrol, með Pajero 9" drifi, 5,29 og loftlás ( heimasmíðuð)
Aftufjöðrun: Patrol spyrnur, Range rover gormar og Patrol demparar
Hásingarfærsla: 7Cm

Stýrismaskina: Land Cruiser 60

Loftdælur: 2*orginal Pajero læsingardælur, á eftir að græja Aircon.
Mælar: Aukamælaborði með hæðarmælinum og því dóti breytt í mælaborð, með Afgas, Boost Smurþrýsti og Spennumæli

Rofaborð: Smíðað rofaborð fyrir 10 rofa+ 2 læsingarofa, CB,VHF og CD

Dekk: 44" DC
Felgur: 15"*17" með ventli og kúluloka.

Brettakantar: Heimasmíðaðir uppúr handónýtum og alltof litlum 4-runner köntum, framkantarnir eru 25CM á breidd

Re: Galloper 44"

Posted: 17.jún 2012, 21:17
frá -Hjalti-
virkilega töff hjá þér

Re: Galloper 44"

Posted: 17.jún 2012, 21:26
frá xenon
Flottur..........

Re: Galloper 44"

Posted: 17.jún 2012, 21:27
frá Einar Kr
Með þeim verklegri Valhoppurum sem ég hef séð

Re: Galloper 44"

Posted: 17.jún 2012, 22:21
frá Startarinn
Eftir allar þessar lýsingar verðuru að skella inn betri myndum en þetta, bæði að innan og utan

En verklegur bíll hjá þér

Re: Galloper 44"

Posted: 17.jún 2012, 22:31
frá helgiaxel
Takk fyrir það :)

En já ég er alltof slappur við að taka myndir á meðan ég er að smíða, en ég er útá sjó núna og hendi inn nákvæmari myndum þegar ég kem í land

Kv
Helgi Axel

Re: Galloper 44"

Posted: 18.jún 2012, 00:02
frá elfar94
vá, svakalega er hann verklegur hjá þér

Re: Galloper 44"

Posted: 18.jún 2012, 13:53
frá Hjörturinn
Flottur þessi, ekki margir svona, er hann á orginal grind?

Re: Galloper 44"

Posted: 24.okt 2012, 18:32
frá sonur
já þetta er sko alvöru tæki

Re: Galloper 44"

Posted: 24.okt 2012, 18:54
frá -Hjalti-
Er þetta eitthvað notað ? eða er þetta bara til skrauts ?

Re: Galloper 44"

Posted: 24.okt 2012, 19:57
frá hobo
Er þetta ekki sá sami?

[youtube]HSP-F4ViMYk[/youtube]

Re: Galloper 44"

Posted: 24.okt 2012, 23:42
frá joisnaer
þetta er skrambi vígalegt tæki, þætti gaman að sjá gamla pajero framendan á þessum samt, þ.e.a.s 83-90 framendan :P

Re: Galloper 44"

Posted: 25.okt 2012, 07:36
frá helgiaxel
heyrðu jú þarna er hann :)

ég er búinn að skipta um afturfjöðrun síðan þetta var, orginallinn var ómögulegur, kantarnir voru of litlir þarnar, rakst alltaf í, lásarnir voru ótengdir og ég var með 12pund í dekkjunum, bælir ekki dekkin fyrr en undir 3pundum hehe :)

KV
Helgi Axel