Síða 1 af 2

LC80 94' Módel 44" -Ekki í minni eigu lengur-

Posted: 17.jún 2012, 19:41
frá kjartanbj
Image


keypti mér semsagt 44" 80 cruiser fyrr í sumar og er búin að fara a honum nuna helling i sumar
nokkrar ferðir i mörkina , ferð um fjallabak, svo núna um daginn for ég 1400km runt um hálendið
i öskju og herðubreiðarlindir ásamt slatta af stöðum sem ég kom við á sem er betur líst i þræði um það ferðlag undir ferðalög

Image

Image

Image

Image

Image

Image


Er buinn að gera ymislegt svona fyrir utan að ferðast a honum

Setja i hann loftkerfi
Kaupa spil a hann
Tengja loftpuda inna loftkistu og mælana
skipta um 6kulu liði badu megin
legur baðu megin að framan eftir að þær brotnuðu asamt nyjum nafstutum badu megin
nyjar pakkdosir i allt ad aftan , einkennilegt ad ytri pakkdosirnar voru bara ekki til staðar ... skil það ekki alveg
Skipti um vhf loftnet a honum þar sem skipa loftnetið sem var a honum dreif ekki neitt og virkadi ekki asamt þvi að
eg lagði nyjar lagnir lika og skipti um vhf stöð
tok xenon kerfid ur framljosunum og setti venjulegar perur i stadin , xenon kerfid trufladi alltof mikid utvarpið i bilnum asamt talstöðvum , einnig var það vitlaust tengt, hafði verið tengt inna auka geyminn sem er fyrir 24V startið

Gerði upphækkun afturí skotti þannig það er hægt að leggja niður aftursætin og blása upp uppblásna dýnu þar og sofa í bílnum
nokkuð þægilega, plássið undir er svo geymsupláss fyrir verkfæri, varahluti og spilið

smá meira komið

Önnur Vhf stöð 2stk í bílnum þá, IPF leitarljós , Hi-lift Drullutjakkur
búin að setja spiltengi framan og aftan

Er örugglega að gleyma einhverju fleiru sem maður er buin ad dunda ser við og er alltaf að bæta einhverju við og græja

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 17.jún 2012, 21:27
frá Einar Kr
Laglegasti Cruser, þó hann sé eins og það séu hjólbörudekk undir honum. Til lukku með gripinn

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 17.jún 2012, 21:30
frá ellisnorra
Þessi er alveg ógeðslega flottur. Innilega til lukku.

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 17.jún 2012, 21:41
frá helgiaxel
Flottur bíll hjá þér
Kv
Helgi Axel

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 18.jún 2012, 01:47
frá kjartanbj
Einar Kr wrote:Laglegasti Cruser, þó hann sé eins og það séu hjólbörudekk undir honum. Til lukku með gripinn


já, enda á 38" , fer á 44" í vetur , var samt að hugsa hvort maður ætti að fá sér 42" sumardekk eða eitthvað í staðin fyrir 38" dekkin svo þetta líti ekki svona kjánalega út

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 18.jún 2012, 02:33
frá Einar Kr
Hann væri vissulega ekki jafn kjánalegur á stærri túttum, en djö.... verð er á gúmmíi í dag....spurningin að kyngja kjánahrollinum og eyða aurnum frekar í olíu til að geta hreyft kvikindið eitthvað að ráði.

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 18.jún 2012, 19:08
frá hobo
Ekki amarlegur þessi, til hamingju með hann!

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 18.jún 2012, 19:50
frá lc80cruiser1
virkilega laglegur velkomin í 80 cruiser klúbbinn

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 18.jún 2012, 20:22
frá -Hjalti-
loksins!! til hamingju með hann

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 20.jún 2012, 00:41
frá kjartanbj
Kíktum inn í þórsmörk í dag smá rúnt, prufa jeppann smá og það gekk bara mjög fínt

Image


dró svo Hjalta frá Hellu til Hveragerði í bakaleiðinni

mældi eyðslua á þessum rúnti mínum í dag semsagt frá ártúnshöfða inn í þórsmörk og svo draga 44" 4runner frá Hellu og í Hveragerð
og tók svo Olíu aftur upp á höfða , hann var að eyða hjá mér 14.9 l á hundraðið, það er alls ekki slæmt miðað við að hafa dregið 44" jeppa part af leiðinni

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 27.jún 2012, 01:14
frá reyktour
Flottur bíll.
Alt annað að sjá hann á 44"
Til hamingju með gripinn.

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 27.jún 2012, 19:48
frá kjartanbj
Jæja , búin að gera ýmislegt í honum síðustu daga

Setti hann á 44" dekkin

Skipti um spilara

Setti Vertex standard vx2200 stöðina mína þar sem yeasu stöðin var og tengdi yeasu stöðina á nýjan stað
Skipti út loftnetunum fyrir 5/8 toppa þar sem loftnetin sem voru á honum virkuðu ekki nema kannski 200m frá bílnum

2x Viair 450 dælur inn á 2.5gallona kút og tengdi kúpplingar í stigbrettin sitthvoru megin

Tengdi loftpúðana inn á loftkistuna þannig það er hægt að hleypa úr og bæta í púðana innan úr bíl núna

er örugglega að gleyma einhverju fleira sem ég er búin að gera

en þetta er allavega það sem ég er búin að gera
svona er hann í dag allavega

Image

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 27.jún 2012, 23:26
frá geirsi23
Flottur!, mætti þér sennilega í mörkinni síðustu helgi, þá varstu sennilega á ögn ræfilslegri dekkjum ;)

Re: Land cruiser 80 VX 44" loksins kominn aftur á jeppa

Posted: 28.jún 2012, 00:20
frá kjartanbj
já, var á 38" dekkjum þá , skárri svona á 44"

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 28.jún 2012, 12:01
frá s.f
hvernig hásing er undir honum að framan

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 28.jún 2012, 13:11
frá Geir-H
Ætlaru að keyra hann á 44" í sumar Kjartan?

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 28.jún 2012, 22:01
frá kjartanbj
já, ætla selja 38" dekkin bara, hann er svo kjánalegur á þeim, þyrfti að fá mér breiðari felgur til þess að vera á þeim og eitthvað vesen
hann er bara merkilega góður á þessum 44" dekkjum , kaupi mér annan 44" gang ef þessi verður orðinn leiðinlega slitinn í vetur

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 28.jún 2012, 22:09
frá StefánDal
kjartanbj wrote:já, ætla selja 38" dekkin bara, hann er svo kjánalegur á þeim, þyrfti að fá mér breiðari felgur til þess að vera á þeim og eitthvað vesen
hann er bara merkilega góður á þessum 44" dekkjum , kaupi mér annan 44" gang ef þessi verður orðinn leiðinlega slitinn í vetur


Ég myndi nú kyngja stoltinu og hafa hann á 38" túttum á sumrin. En ef þú hefur kost á því að hafa hann á 44" allt árið þá er það að sjálfsögðu bara flott:)
Þú mátt vera ánægðu með þennan, virkilega fallegur!

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 28.jún 2012, 22:17
frá kjartanbj
Takk fyrir það :) hef alveg kostin á því, ég keyri ekki svo rosalega mikið, ég á annan bíl líka eins og er sem ég get notað
þannig get alveg verið með hann á 44" dekkjunum , eini staðurinn sem er leiðinlegt að keyra hann á er reykjavík út af hjólförum og svona
en fínt hérna í keflavík og út á vegi

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 28.jún 2012, 22:24
frá StefánDal
kjartanbj wrote:Takk fyrir það :) hef alveg kostin á því, ég keyri ekki svo rosalega mikið, ég á annan bíl líka eins og er sem ég get notað
þannig get alveg verið með hann á 44" dekkjunum , eini staðurinn sem er leiðinlegt að keyra hann á er reykjavík út af hjólförum og svona
en fínt hérna í keflavík og út á vegi

Það er náttúrulega alltaf leiðinlegt að keyra í Reykjavík. Hjólför eða ekki;)

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 28.jún 2012, 22:54
frá kjartanbj
SATT

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 29.jún 2012, 18:09
frá Oskar K
oj ljótur bíll

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 16.júl 2012, 00:35
frá kjartanbj
Jæja, Fór ferð um helgina upp á fjallabak, Gisti í Landmannahelli og Álftavatni

Byrjuðum á því að keyra upp í Landmannahelli á föstudaginn seinnipartinn og gistum þar, tókum svo daginn snemma og kíktum í Landmannalaugar og borðuðum nesti þar, svo ókum við áfram upp á nyrðra fjallabak og kíktum upp að Langasjó , þaðan keyrðum við til baka og fórum Blautulón og borðuðum svo nesti við Kofan í Skælingum , þaðan var svo ekið áfram og kíkt á ófærufoss í Eldgjánni , þegar því var lokið þá keyrðum við og litum aðeins við inn í hólaskjóli áður en við keyrðum Álftavatnakróka og mælifellsandinn inn í álftavatn og gistum svo þar

Seinni daginn þá kíktum við í smá heimsókn í Dalakofann áður en við fórum áfram upp í Hrafntinnusker þar sem við borðuðum nesti, svo fórum við þaðan áfram niður í dómadal og niður á malbik , þá var líka tankurinn á cruiser orðinn nánast tómur átti einhvera 7 lítra eftir

skelli einhverjum myndum hérna inn úr ferðalaginu

Image

Image

Image

Image

Image

Keyrði á eitthvað grjót ofan í djúpri á
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 16.júl 2012, 00:55
frá kjartanbj
Image

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 15.aug 2012, 09:51
frá kjartanbj
Fór ferð núna helgina 10-14 ágúst eknir eitthvað rúmlega 1200km
fórum á Hveravelli , Kerlingarfjörll, Setrið, Nýjadal(jökuldal), Öskju , Herðubreiðarlindir, Akureyri og svo farið sprengisand heim
frá Akureyri

Myndirnar eru ekki endilega í réttri röð

Sóleyjarhöfða vað
Image

Flæðurnar á Gæsavatnaleið
Image

Vandræði í Lindá við Herðurbreiðarlindir
Image

Image

Image

Image

Image

Re: Land cruiser 80 VX 44"

Posted: 15.aug 2012, 10:40
frá kjartanbj
Image

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 26.aug 2012, 01:21
frá kjartanbj
Uppfærði upphafsinnleggið :)

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 28.aug 2012, 08:20
frá kjartanbj
Ferð þann 26 ágúst 2012 396km

Image

Hluti af ferðum sumarsins á einu korti

Image

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 28.aug 2012, 19:53
frá Hfsd037
Ég sá þennan um daginn, þessi er virkilega ruff og heillegur, vel útbúinn

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 21.sep 2012, 13:31
frá kjartanbj
Nýjasta update , Leitar ljós og ný dekk 21.9.12

Image

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 21.sep 2012, 20:31
frá MIJ
það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé snyrtilegur bíll hjá þér

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 09.okt 2012, 18:51
frá HaffiTopp
Er þessi kominn í aðrar hendur?

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 10.okt 2012, 01:02
frá kjartanbj
nei og mun ekki gera það í bráð

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 11.okt 2012, 09:02
frá lc80cruiser1
Þetta kemur vel út hjá þér

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 13.okt 2012, 20:12
frá HaffiTopp
kjartanbj wrote:nei og mun ekki gera það í bráð


Já ok.
Hann er flottur hjá þér.

BTW. Það er farin hjá þér stöðuljósapera vinstra megin að aftan ;)

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 13.okt 2012, 20:35
frá trooper
Sælir. Flottur bíll maður. Fletti niður myndirnar í þessum þræði og sá mynd af honum að fara yfir vað við Sóleyjarhöfða. Nú þekki ég ekki það vað en sé á myndinni einni að ekki er það árennilegt. Er bara látið vaða einhversstaðar útí og einhversstaðar uppúr eða hvað?

kv. Hjalti

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 13.okt 2012, 22:06
frá kjartanbj
Ég veit af vinstra aftur ljósinu, eitthvað rafmagns problem þar

Þetta er soleyjarhöfða vaðið já, ég fór ekkert lengra en þetta
Var alveg alltof mikið í ánni, hætti þegar vatnið var komið uppá að húdd
Sem það á klárlega ekki að gera, yfirleitt mun minna þegar menn fara þarna yfir

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 12.nóv 2012, 22:11
frá kjartanbj
fjandans myndirnar hættar að virka, laga þegar ég nenni, annars búin að dunda mér í þessum eitthvað
skipta um stífu fóðringar að aftan og setja annað loftnet og hitt og þetta dund

Re: Land cruiser 80 VX 44" uppfærður þraður

Posted: 16.nóv 2012, 09:35
frá kjartanbj
Lagaði smá af myndum, á eftir að laga þetta betur, helv facebook að fokka í þessu

Re: Land cruiser 80 VX 44" 94'

Posted: 18.nóv 2012, 22:08
frá kjartanbj
Var að koma úr Setrinu

Image