Síða 1 af 1

Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð - til sölu

Posted: 19.maí 2012, 16:06
frá Groddi
Skylst það af eiganda að hann ætli að selja bílinn, fyrir þá sem hafa áhuga hringið í 864 6585 (Davíð)

Það fylgir honum fín heil blæa, önnur sem þarf að lappa uppá, bíllinn var sprautaður í fyrra, það þarf að klára bílinn, ekki mikil vinna fyrir vana menn ;)



Félagi minn keipti sér CJ5 um daginn, við erum í rólegheytunum að endurbæta hann þar sem þessi er vel til ára sinna kominn og lítill metnaður í viðhald farið fram, þá er mikið að gera!

látum myndirnar tala.

Rétt slapp inní skúr.
Image

Fyrst á dagskrá.... hjólaskálar.
Image

stífuðum botninn á honum aðeins.
Image

Image

beint á ská
Image

og hægri komin líka.
Image

svo tjörumottur.
Image

förum lauslega í hann að framanverðu núna, tökum gólfið þegar hann fer inn næst.
Image

Styrktum það samt aðeins...
Image

Þetta er enginn pempíu bíll, þannig við tektiluðum bara bílinn að innan :P
Image

Smá gat...
Image

Stærra gat..
Image

ekkert gat (:
Image

Svo rak ég allar sprungurnar í lakkinu með rokknum....
Image

og er að vinna í sparsli atm.
Image

nýar lagnir í mælaborðið..
Image

namm...
Image

Allt sem heytir annaðhvort legur, pakningar eða fóðringar er ÓNÝTT einsog það leggur sig í bílnum.
Image

Millikassinn fullur af vatni.... ugh
Image

Sprunga á afturhousingu, lekur þó ekki... er að spá í þessu...
Image

Svo er blæan rifin á nokkrum stöðum, ónýtur rennilás líka, soðið fram drif, vantar gírstöng á millikassan, svona má endalaust halda áfram. ...værður nóg hjá okkur að gera í sumar ss (:

Svo þurfti maðurinn að borga 400Þ fyrir bílinn!! UGH!!"#$% ... ekki gott!

Kv og góða helgi!
Grroddi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 24.maí 2012, 19:01
frá Groddi
Jæjja, núna er búið að sjóða i housinguna, smiða nýár demparafestingar, taka upp bremsudælur að aftan, renna kuplingspressuna, leggja nýár benzinlagnir komplett, ný bremsuror, skipta um foðringar og pakkningar og eina legu i afturhousingu, mála allt heila klabbið og komið undir bílinn...

Næst a dagskrá er framhousingin og mála bílinn!

Myndir koma i kvöld

Kv groddi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 24.maí 2012, 20:56
frá Groddi
Hér koma þá myndir!

Eftir að hafa komið mælaborðinu saman í virkti ástand aftur fengum við nýa plötu... á besta tíma, þannig ég þurfti að rífa og leggja allt nýtt aftur!
Image

Image

komið í, allt annað (:
Image

Gömlu demparafestingarnar...
Image

nýu demparafestingarnar!
Image

svo gerist meira um helgina, stay tuned!

Groddi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 25.maí 2012, 01:09
frá jeepson
Góður :)

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 25.maí 2012, 01:32
frá Kiddi
Bíddu nú hægur. Er festingin soðin við hásinguna og fjöðrina?

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 25.maí 2012, 01:53
frá -Hjalti-
Groddi wrote:Svo er blæan rifin á nokkrum stöðum, ónýtur rennilás líka, soðið fram drif, vantar gírstöng á millikassan, svona má endalaust halda áfram. ...værður nóg hjá okkur að gera í sumar ss (:
i


Það er flott , þá þurfið þið ekki að sjóða það sjálfir.. Þetta er jú engin pempíubíll !

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 25.maí 2012, 08:18
frá Groddi
Kiddi wrote:Bíddu nú hægur. Er festingin soðin við hásinguna og fjöðrina?



Gamla var soðin við fjöðrina, ég sauð á housinguna og við gömlu festinguna... maður ætti kanski að skera hina gömlu bara allveg í burt?

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 25.maí 2012, 08:21
frá Groddi
-Hjalti- wrote:
Groddi wrote:Svo er blæan rifin á nokkrum stöðum, ónýtur rennilás líka, soðið fram drif, vantar gírstöng á millikassan, svona má endalaust halda áfram. ...værður nóg hjá okkur að gera í sumar ss (:
i


Það er flott , þá þurfið þið ekki að sjóða það sjálfir.. Þetta er jú engin pempíubíll !


Já... nokkuð til í því, en maður hefði nú vilja geta valið um læst eða ólæst frekar.

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 25.maí 2012, 08:29
frá Kiddi
Groddi wrote:
Kiddi wrote:Bíddu nú hægur. Er festingin soðin við hásinguna og fjöðrina?



Gamla var soðin við fjöðrina, ég sauð á housinguna og við gömlu festinguna... maður ætti kanski að skera hina gömlu bara allveg í burt?


Jaaa annað hvort gerir þú það eða það gerist af sjálfu sér... í versta falli með brotinni fjöður

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 25.maí 2012, 08:42
frá Groddi
Kiddi wrote:
Groddi wrote:
Kiddi wrote:Bíddu nú hægur. Er festingin soðin við hásinguna og fjöðrina?



Gamla var soðin við fjöðrina, ég sauð á housinguna og við gömlu festinguna... maður ætti kanski að skera hina gömlu bara allveg í burt?


Jaaa annað hvort gerir þú það eða það gerist af sjálfu sér... í versta falli með brotinni fjöður



Nokkuð til í því... skoða þetta, takk fyrir ábendinguna

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 27.maí 2012, 13:09
frá Groddi
Þá tókum við og grunnuðum/máluðum gírkassa, millikassa og helminginn af bílnum í gær

Ætli við setjum ekki kassana uppundir í kvöld, set inn myndir þá.

Kv
Groddi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 27.maí 2012, 22:16
frá sbg
Gaman að sjá þennan fara í uppgerð átti þenna einu sinni, flottur bíll virkaði vel þegar ég átti hann

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 27.maí 2012, 22:26
frá StefánDal
Gott og gaman að sjá svona öldung fá góða meðferð.

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 27.maí 2012, 22:37
frá Groddi
sbg wrote:Gaman að sjá þennan fara í uppgerð átti þenna einu sinni, flottur bíll virkaði vel þegar ég átti hann



Frábæt að ná á fyrri eiganda, okkur vantar upplísingar varðandi vélina sem er í honum, ef það hefur ekki verið skipt um vél síðan þú áttir hann það er 304 með eddilbrock milliheddi og 4hólfa blöndungur með nítró plötu á henni, væri gaman að vita hvað annað hefur verið gert við vélina... því það er mjög lá þjappa á henni, spurning hvort það sé vegna slitinna stimpilhringja eða hvort það hafi verið gert ráð fyrir því uppá nítróið.

Kv
Groddi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 30.maí 2012, 10:07
frá Groddi
Smá update úr skúrnum.

Búið að grunna..
Image

Það er nú sjaldan sem það næst myndir af mér við verk... Við fundum þetta líka fína trukka lakk sem er ábyggilega um 40ára gamalt (en var einsog nýtt þegar við opnuðum dolluna)
Image

Núna stöndum við annars bara í því að koma öllu dótinu saman og vélina í gang, það "eina" sem eftir er að skipta út fóðringum í fram housingu, svo förum við bara út að leika! (:

Kv
Groddi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 12.jún 2012, 16:45
frá Groddi
Þá er bíllinn kominn út (í bili) fórum einn prufu rúnt á honum, virkar vel, fyrir utan hvað hann stekkur til á veginum og hann er alltof ríkur á eldsneiti, þurfum einhvað að stilla hann. spurning þetta með stýrið á honum, erum búnir að skipta um allar fóðringar og stýrisendar litu vel út... hmmm einhverjar hugmyndir?

Hér koma nokkrar myndir.

Hood og framstykkið komið á.
Image

Bíllin kominn út! (svo er ætlunin að fara til Landmannalauga á þessum í júlí, ef allt fer að óskum)
Image

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 12.jún 2012, 16:48
frá jeepson
Eruð þið búnir að athuga með spindilhalla og millibil?

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 12.jún 2012, 17:10
frá Groddi
jeepson wrote:Eruð þið búnir að athuga með spindilhalla og millibil?



Nei... reindar ekki, alldrey þurft þess hingað til, þarf fróðari mann til að skoða það en mig :S

Ertu með einhverjar leiðbeiningar fyrir mig ?

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 12.jún 2012, 19:27
frá Stjóni
Ef hann lætur ílla þegar honum er gefið vel í og slegið af gæti verið þess virði að athuga hvort hann sé rangskreiður. Ég átti V8 CJ5 sem var hættulegur í akstri þó að ekkert væri slitið. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var búinn að selja hann að af öllum líkindum var grindin tigulskökk og þess vegna hentist hann í aðra áttina þegar honum var gefið.

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 12.jún 2012, 23:58
frá Kiddi
Gömul fimma sem hendist í allar áttir við inngjöf er nú líklega bara að vinda upp á grindina. Það þarf ekkert að vera að grindin sé neitt skökk. Fyrir 1976 (er 90% viss um að ártalið sé rétt :-) ) þá var fimman með opna grind alveg ca. frá hvalbak og afturúr og þær eru ekkert sérstaklega stífar gagnvart því að vinda upp á sig.
Grindurnar eru líka ekkert sérstaklega sterkar í kringum stýrismaskínuna og alveg rétt að skoða vel hvort hún sé ekki vel föst.

Myndi skoða vel eins og áður kom fram hjólastillingu og líka demparana þeir geta haft mikið að segja.

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 15.jún 2012, 00:29
frá Groddi
Kiddi wrote:Gömul fimma sem hendist í allar áttir við inngjöf er nú líklega bara að vinda upp á grindina. Það þarf ekkert að vera að grindin sé neitt skökk. Fyrir 1976 (er 90% viss um að ártalið sé rétt :-) ) þá var fimman með opna grind alveg ca. frá hvalbak og afturúr og þær eru ekkert sérstaklega stífar gagnvart því að vinda upp á sig.
Grindurnar eru líka ekkert sérstaklega sterkar í kringum stýrismaskínuna og alveg rétt að skoða vel hvort hún sé ekki vel föst.

Myndi skoða vel eins og áður kom fram hjólastillingu og líka demparana þeir geta haft mikið að segja.



Stýrismaskínan er vel soðin föst við grindina, þannig ég held að hún sé ekki vandamálið, spurning þetta með grindina, mætti kanski stífa hana einhvað og skoða dempara, jafnvel stýrisdemparann ?

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 15.jún 2012, 17:50
frá Stjáni
Það sakar heldur ekki að ath hvort það sé dauðaslag í sýrinu, gæti verið lélegur liðurinn niður við maskínu eða komið slag í maskínuna sem yfirleitt er hægt að herða úr með stilliskrúfu sem er á maskínunni bara allsekki herða of mikið hehe að öðruleiti myndi ég byrja á að fara með hann í hjólastillingu til að vera viss um að það sé í lagi

kv. Kristján

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 09.júl 2012, 22:49
frá Groddi
Erum búnir að komast að því að spindil hallinn er allveg útúr kú... bíllinn allveg ókeyrslu hæfur, ætlum að fleigja undir hann annari housingu (sem er þá með diskabremsum líka)

Groddi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 12.júl 2012, 11:52
frá íbbi
Groddi wrote:
sbg wrote:Gaman að sjá þennan fara í uppgerð átti þenna einu sinni, flottur bíll virkaði vel þegar ég átti hann



Frábæt að ná á fyrri eiganda, okkur vantar upplísingar varðandi vélina sem er í honum, ef það hefur ekki verið skipt um vél síðan þú áttir hann það er 304 með eddilbrock milliheddi og 4hólfa blöndungur með nítró plötu á henni, væri gaman að vita hvað annað hefur verið gert við vélina... því það er mjög lá þjappa á henni, spurning hvort það sé vegna slitinna stimpilhringja eða hvort það hafi verið gert ráð fyrir því uppá nítróið.Kv
Groddi



þú hækkar þjöppu fyrir nitró

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 26.júl 2012, 21:11
frá Bjarni Ben
Groddi wrote:
Kiddi wrote:Stýrismaskínan er vel soðin föst við grindina, þannig ég held að hún sé ekki vandamálið, spurning þetta með grindina, mætti kanski stífa hana einhvað og skoða dempara, jafnvel stýrisdemparann ?


Sæll, ertu bara að safna willysjeppum? Gaman að þessu hjá þér:)

En varðandi stýrismaskínuna þá er ég nokkuð viss um að það er ekki nóg að hafa hana fasta við grindina, þú þarft að hafa skástífu neðan úr henni og upp í grindina hinummegin. Það losnaði einu sinni þessi stífa á sjöu sem ég á og þá bara fór ég útaf stuttu síðar:) Prófaðu að láta einhvern hreyfa stýrið og horfðu á hvor stýrismaskínan vindur ekki uppá sig.

kv. Bjarni

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 26.júl 2012, 21:29
frá Groddi
Bjarni Ben wrote:
Groddi wrote:
Kiddi wrote:Stýrismaskínan er vel soðin föst við grindina, þannig ég held að hún sé ekki vandamálið, spurning þetta með grindina, mætti kanski stífa hana einhvað og skoða dempara, jafnvel stýrisdemparann ?


Sæll, ertu bara að safna willysjeppum? Gaman að þessu hjá þér:)

En varðandi stýrismaskínuna þá er ég nokkuð viss um að það er ekki nóg að hafa hana fasta við grindina, þú þarft að hafa skástífu neðan úr henni og upp í grindina hinummegin. Það losnaði einu sinni þessi stífa á sjöu sem ég á og þá bara fór ég útaf stuttu síðar:) Prófaðu að láta einhvern hreyfa stýrið og horfðu á hvor stýrismaskínan vindur ekki uppá sig.

kv. Bjarni


Tjékka á því, man ekki hvort hún var ská stífuð eða ekki... takk fyrir ábendinguna (:

En ég á því miður ekki alla þessa jeppa, eru bara bílar sem ég er að vinna í ;)

Kv
Groddi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 26.júl 2012, 22:54
frá SævarM
Þessi stífa er mjög æskileg í willys og aftast er notuð stimpilstöng úr 350 sbc í endan að maskínunni þar sem hún passar vel utanum maskínuna þar sem stýris armurinn kemur á öxulinn úr maskínunni,
Er svona í jeppanum hjá mér

Image

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 14.aug 2012, 22:04
frá allisteinn
sæll og til lukku með overhaulið á jeep. en ég átti þennan í nokkra mánuði árið 2001 og var þá þessi mótor í honum og 3gíra kassi og stýrið var þannig stillt að hálfur hringur þá var búið að snúa í botn, þannig að maður var bara á taugum á akbrautum borgarinar þurfti mest 1/2cm til í stýri þá var maður búin að skifta um akrein. en hann var flottur þá og blæjan glæ ný ásamt 38"GH. en ef það er sami stuðari á honum(framan) að mér sýnist þá er þetta loft kútur.. dugði í öll hjól frá 3pundum uppí c.a 25pund, en allavega þá á ég til 2 myndir af honum en það þarf þá að skanna þær er ekki með þær á tölvutækuformi. kv Aðalsteinn

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð

Posted: 22.aug 2012, 20:44
frá Groddi
allisteinn wrote:sæll og til lukku með overhaulið á jeep. en ég átti þennan í nokkra mánuði árið 2001 og var þá þessi mótor í honum og 3gíra kassi og stýrið var þannig stillt að hálfur hringur þá var búið að snúa í botn, þannig að maður var bara á taugum á akbrautum borgarinar þurfti mest 1/2cm til í stýri þá var maður búin að skifta um akrein. en hann var flottur þá og blæjan glæ ný ásamt 38"GH. en ef það er sami stuðari á honum(framan) að mér sýnist þá er þetta loft kútur.. dugði í öll hjól frá 3pundum uppí c.a 25pund, en allavega þá á ég til 2 myndir af honum en það þarf þá að skanna þær er ekki með þær á tölvutækuformi. kv Aðalsteinn



Sæll, já passar framstuðarinn er einmitt kútur, er reyndar engin loftdæla í bílnum einsog er. Það væri gaman að fá að sjá gamlar myndir af þessum bíl... Hann var í frekar slöppu ásigkomulagi þegar núverandi eigandi kaupir hann, þá er ný búið að velta bílnum t.d.

Kv
Groddi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð - til sölu

Posted: 08.maí 2013, 19:29
frá Groddi
Til sölu!

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð - til sölu

Posted: 08.maí 2013, 20:15
frá spurs
Hver er verðhugmyndin og get ég fengið myndir af bílnum sendar á simmib@simnet.is Næ ekki að opna myndirnar á jeppaspjallinu

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð - til sölu

Posted: 08.maí 2013, 21:09
frá Groddi
spurs wrote:Hver er verðhugmyndin og get ég fengið myndir af bílnum sendar á simmib@simnet.is Næ ekki að opna myndirnar á jeppaspjallinu



Hringdu i eigandann, síminn er efst uppi

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð - til sölu

Posted: 08.maí 2013, 23:29
frá lecter
hvernig farið þið að þvi að sjá allar þessar myndir sem eru lokaðar og sjást ekki

Re: Nafnlaus Willys CJ5 í uppgerð - til sölu

Posted: 09.maí 2013, 18:13
frá dabbi73
Willys 1977 cj5 búin vera mikil vinna búið að sjóða og kippa rið og sprauta billinn. Er með blæu sem er mjög léleg enn fylgir með heillegri blæu sem fylgir með... 35 tomma undir 38 felgur með lélegum dekkjum fylgja með ásamt hásingi það er best að koma og skoða bílinn og dótið sem fylgir nýr sviss með lyklum í bílnum er v8 304 á eftir að taka myndir enn bíllinn stendur úti
Hofteig 10
síminn hjá mér er 8646585
Davíð ásett ver er 450þ