Síða 1 af 1

kian mín (sportage)

Posted: 31.jan 2010, 18:17
frá Atlif
Sælir.. Ég á þennan forláta Kia Sportage og er búinn að eiga síðan í mars 2008. Ég er ekki búinn að gera neitt við hann nema setja kastaragrind og kastara en ég er búinn að fjárfesta í 10x15" white spoke sem eru í yfirhalningu og fara bráðum undir. Það þarf síðan að skera helling úr afþví það er ekkert búið að skera úr undir brettaköntunum, frekar bjánalegt. Það verður bara áfram 31" undir honum en felgu breytingin kemur til með að láta dekkinn fylla uppí brettakantana og láta hann líta mun betur út.

Bíllinn er með 2l 16 ventla 128 hestafla mótor og kemur orginal með lsd að aftan. Það er mjög gott a keyra hann og hann er skemtilegur í snjó og hálku. Ég hef ekkert farið á fjöll enda ekkert rosalega vel til þess búinn en það verður láti reyna á það þegar ég er búinn að gera það sem ég ætla að gera.

hér er linkur á uplýsingar um þessar græjur: http://www.leoemm.com/kia.htm

Image
þetta eru ekki kastararnir heldur bara hlífarnar af þeim sem fara vonandi brálega á.

Image
þarna er ég búinn að breikka dekkin og þetta er svona sirka eins og hann kemur út á 10" breiðum felgum (fyrir utan framlenginguna á brettaköntunum) :D

Image
svona er hann að innan

Image
smá pós

Image
smá jeppa fílingur

Image
aftur smá pós

Re: kian mín (sportage)

Posted: 03.mar 2010, 22:20
frá birgthor
.

Re: kian mín (sportage)

Posted: 05.mar 2010, 16:21
frá birgthor
.

Re: kian mín (sportage)

Posted: 05.mar 2010, 19:24
frá krunki
ég prufaði einhvern tíman svörtu kiuna á 33" virkaði mjög skemmtilega:) en annas veit eg voða fátt um þessa bíla

Re: kian mín (sportage)

Posted: 06.mar 2010, 14:21
frá olihelga
Bæði bensín og dísel vélar í þessa bíla voru frá Mazda og voru ágætar vélar, ekkert feikna kraftmiklar en dugðu ágætlega minnir að díselvélin hafi verið um 80hö 2l turbo og togaði um 200nm minnir mig. Í byrjun var talað um að drifin væru veik í þessum bílum en ég átti á sínum tíma bæði bensín og disel og varð aldrei var við neitt drifavandamál. Diselbíllinn sem ég átti var ég með á 31" og var nokkuð seigur í snjó miðað við þá dekkjastærð.

Kv, Óli Helga

Re: kian mín (sportage)

Posted: 06.mar 2010, 16:06
frá Atlif
ég er allvega mjög sáttur við minn og helsti gallinn verð ég að segja fyrir mig og mitt litla veski er að hann eyðir 10-11 í langkeyrslu og fer hæglega í 15 lítra innanbæjar og með stærðina þá er hann ekki mikið stærri en 5 dyra vitara eða 20cm lengri og 10cm breiðari en þó 320 kg þyngri en bara 30hö öflugri.. bíllinn er mjög þéttur og þægilegur og drífur vel í snjó og er góður í hálku bara á mikróskornum 31" börðum.