Síða 1 af 1

Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 18.apr 2012, 15:20
frá Bílakall
Ég er að breyta slökkvibifreið sem ég keypti frá Strandabyggð og ætlunin er að setja undir hann 47" dekk og felgur, setja á hann Camper og breyta honum í heilsárshúsbíl. Hér er ætlunin að setja inn myndir og fá kannski hugmyndir af því sem betur mætti fara.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 18.apr 2012, 15:22
frá Bílakall
Dekkin mátuð undir.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 18.apr 2012, 15:26
frá Bílakall
Hækkun á body um 7 cm.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 18.apr 2012, 15:27
frá Bílakall
Dekkin komin undir.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 18.apr 2012, 16:18
frá ellisnorra
Stórskemmtilegt verkefni á ferð hér og það verður spennandi að sjá framvindu mála!

Eitt sem betur má fara, fáðu þér aðgang á einhverju frísvæði, svo sem flickr.com eða photobucket.com til að geyma myndirnar fyrir þig, nota síðan img takkann hérna þegar þú ert að setja inn mynd og setja slóðina á myndina af myndahýsingunni þar á milli. Þannig getum við séð myndirnar í eðlilegri stærð og séð betur hvað er um að vera.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 18.apr 2012, 16:41
frá birgthor
Að mínu mati flotturstu trukkarnir, það verðu gaman að fylgjast með þessu.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 18.apr 2012, 16:53
frá Hjörvar Orri
Nei þessi gamli. Til hamingju með hann, og það verður gaman að fylgjast með breytingunum hjá þér.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 18.apr 2012, 18:10
frá jeepson
Flottur. Ég hef altaf verið pínu heitur fyrir þessu trukkum :)

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 08.aug 2012, 14:32
frá Bílakall
Hann er svona í dag.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 08.aug 2012, 14:33
frá Bílakall
Tekin í Landmannal.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 08.aug 2012, 14:33
frá -Hjalti-
Alveg ótrúlega flottur!

Öfund

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 08.aug 2012, 14:47
frá stebbiþ
Ótrúlega flottur. Hvað meira er hægt að biðja um?
Alltaf að verða spenntari fyrir svona trukkum. Hvað viktar þetta og hver er eyðslan?
Kv, Stebbi Þ.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 08.aug 2012, 17:19
frá Jónas

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 08.aug 2012, 23:11
frá jeepson
NICE :)

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 09.aug 2012, 00:36
frá ellisnorra
Geggjað gaman að skoða þetta myndaalbúm! Þarna eru menn sko ekkert að grínast neitt!

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 09.aug 2012, 10:55
frá HaffiTopp
Fullorðins!!!
En hvar fær maður svona stórann og magnaðann camper?

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 09.aug 2012, 11:36
frá -Hjalti-
HaffiTopp wrote:Fullorðins!!!
En hvar fær maður svona stórann og magnaðann camper?


Er þetta ekki bara camper ætlaður á stóran Amerískan pikupp.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 09.aug 2012, 11:46
frá halendingurinn
Það var f350 með hann en hann var aðeins of stór svo að eigandinn seldi camperinn

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 09.aug 2012, 22:04
frá kári þorleifss
jaaaaá! Þetta er svona fullorðins

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 13.jan 2013, 22:53
frá Bílakall
Á dönskum dögum

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 14.jan 2013, 00:09
frá fordson
Þetta er flottur múkki, hefði ekkert á móti að eiga einn

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 14.jan 2013, 02:01
frá lecter
svona mukki er með bens motor 352 svo hann fer i 15litra kanski liklega ekki yfir 20l

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 14.jan 2013, 13:18
frá Hr.Cummins
hehehe, frændi minn gaf Dodge hjá mér viðurnefnið Unimog hahaha...

Þetta er stórglæsilegt verkfæri hjá þér :)

Eflaust hinn fínasti fjallaskreppur, hvað vigtar þetta þó ?

Er þetta ekki það nýlegur Unimog að hann er sennilega með 352 LA ?

s.s. Turbo + Intercooler ?

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 14.jan 2013, 21:26
frá Bílakall
Eyðslan á bílnum er um 18 lítrar, hef ekki enn vigtað hann, ég gæti trúað að hann væri um 5 tonn með camper. Ég setti bílinn í geymslu í vetur, hann hefur alltaf verið geymdur inni frá upphafi svo maður fer nú ekki að láta hann ryðga niður þó maður vilji og langi að leika sér í snjónum. Annars er ég mjög ánægður með bílinn og hann hefur komið vel út. Það þarf að gera smávægilegar breytingar á afturfjöðrun því hann vaggar full mikið og er full hastur á þvottabrettunum.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 10.mar 2015, 11:14
frá fordson
Eru yngri mukkar eins og u1300 eða flugbjsv á Hellu með svipaða eyðslu? þekkir það einhver hér?

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 10.mar 2015, 11:16
frá Bílakall
Ný mynd.

Re: Unimoginn minn í breytingum:)

Posted: 10.mar 2015, 11:48
frá halendingurinn
fordson wrote:Eru yngri mukkar eins og u1300 eða flugbjsv á Hellu með svipaða eyðslu? þekkir það einhver hér?

Já alveg sambærilega eyðslu enda sama vélin í gruninn. Það er náttúrulega hægt að fikta í öllu og láta það eyða meira en með skynsömu ökulagi þá er om352/ om352a mjög hagkvæm vél í rekstri.
http://www.unimogcentre.com/unimog435specs.html