Hilux ferðabifreið

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1932
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 23.jan 2025, 13:34

jongud wrote:
Sævar Örn wrote:Ég er búinn að kaupa 70cr. hásingu sem búið er að breikka fyrir svona hilux, og dugir vel fyrir mína notkun, hinn möguleikinn var eldri patrol hásing en þessi bauðst fyrr, og er búin að sanna sig í árafjölda undir sambærilegum bílum. Ég veit ekki alveg hvenær ég fer í þetta, mögulega næsta sumar, ég á 90. cruiser til að ferðast á næsta sumar hvort heldur sem er :)


þetta hljómar spennandi! Ef köggullinn er með háum pinjón er þetta skothelt dæmi. Og svo er alltaf hægt að fá sterkari öxla. Hvernig var hásingin breikkuð?


Jú það er einmitt kosturinn sem ég horfi í við 70.cr að þar er framdrifið öfugskorið (eða rétt-skorið fyrir framdrif) eftir því hvernig á það er litið og ætti því að höndla minn akstursstíl á allt að 42" dekkjum auðveldlega. Einnig er ótvíræður sá kostur að í drifinu er nú þegar rafmagnslæsing sem ég þó líklega breyti í loft til samanburðar við það sem ég gerði að aftanverðu.

Fyrir einhverjum árum voru drifhlutföll illfáanleg í 8" reverse en nú er hægt að fá bæði 4.88 og 5.29 frá nokkrum framleiðendum virðist vera, svo ég hef ekki teljandi áhyggjur af því. Hef ekki hugmynd heldur hvaða hlutföll eru í hásingunni nú þegar, enda hef ég ekki fengið hana í hendur.

Hún er breikkuð með þessu klassíska IFS swappi þ.e. sett millilegg og tvöfaldur hemladiskur ofl. frá bíl með sjálfstæða framfjöðrun, þannig verður sporvíddin sú sama og á afturhásingunni og bremsur verða örlítið betri. Þetta er svo sem bara uppskrift sem margoft hefur sannað sig og er sjálfsagt í einhverjum tugum 4runner og hilux hér, margir hafa þó notað LC70 hásingu en notað hilux drif með standard cut drifi, þá þarf að færa millibilsstöngina framanvið rörið en ég hugsa að ég reyni að halda þessu bara upprunalegu ef færi gefst á því, þannig þarf ég líklega aðeins að fá nýjan pitman arm á stýrisvélina (og sennilega færa hana örlítið framar um leið). Öðrum kosti þarf að fá nýja stýrisarma og sömuleiðis minnkar plássið fyrir tog- og millibilsstöng báðar framanvið hásingu.

Meiningin er að auka plássið í hjólskálinni með því að færa hjólmiðjuna ~4-6cm framar og uþb. 3cm neðar, þannig verður hækkunin óveruleg en plássið eykst gífurlega vegna færslunnar fram, eins og verið hefur þá hafa 38" dekk á 14" breiðum felgum valdið því að dekkin snerta body festingu rétt svo í fullri beygju og samfjöðrun, ég mun ábyggilega nota bílinn áfram á 38" dekkjum eitthvað áfram og þá verður rúmt um þau, meðan þau endast og eru fáanleg, en þessi breyting mun hafa þann möguleika á stækkun upp í líklega 42" vandræðalítið.

Þó munu brettakantar þurfa einhverja lengingu, í það minnsta að aftanverðu, að framan gæti sloppið með afskurði neðanvert að framan.


Þetta verður allt skoðað betur þegar allir nauðsynlegir hlutir eru komnir og liggja fyrir, og ég reyni að docúmenta þetta eitthvað auðvitað :)


Image


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1932
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » Í gær, 11:26

Komið sæl, ég er allt of latur að skrifa hér á þessa frábæru síðu.. en geri það nú samt

- Engar fréttir eru góðar fréttir eða er það ekki,, allavega hefur langi rauður aldeilis staðið sig vel frá því seinast, og eiginlega ekkert þurft nema díselolíu allt frá því um síðustu áramót..

en nú í lok sumars er heldur betur komið að uppsöfnuðu viðhaldi á greyinu, og er hann því að fara í klössun í vetur, og læt ég þá verða að því að smíða hásinguna undir hann, og vonandi klára að mála miðjuna á honum, hann er þá orðinn heilmálaður í þremur atrennum :)

Nokkrar stillur fylgja:

Image
Image

Árviss ferð okkar félaga í Landmannalaugar stóð auðvitað undir væntingum, það var þungt færi fyrir stærri bíla og því gekk okkur á minnstu bílunum ótrúlega vel að komast inneftir, en vorum svo beðnir um að snúa við og aðstoða við að koma hinum innúr og fór mest nóttin í það, stundum er þetta svona en ekki oft.

Image
Glampar flott á hann þarna nýfægður

Image
Ég ferðast líka á fjórhjólinu, hér uppi á Litla Sandfelli sem til stóð að Ölfus seldi til Heidelberg í Þýskalandi, ég held að þau áform séu nú fyrir bí.

Image
Við feðgar uppi á Ingólfsfjalli við Inghól sjálfan, frábært færi að bruna þarna upp á fjórhjólum en myndi ekki leggja í það á bíl, mikill bratti og hliðarhalli en sjálfsagt hafa bílar farið þetta

Image
Fyrirsætumynd við Þursaborg í Langjökli, þarna var ferðaklúbburinn 4x4 með hitting síðla veturs og mættu sennilega hundruðir

Image
Þessi ryð(moli) hefur verið í uppgerð frá því í byrjun árs, nú er að styttast í að komist skoðun á hann, það er búið að sjóða nýja sílsa og gólf og bita og grind og hásingafestur, búið að sprauta hann allan nema topp og afturhlera og stuðara, flestir slithlutir að verða nýir. Meiningin er að þessi leysi langa-rauð af á sumarferðalögum allavega. Hann er ríkulega búinn og 35" breyttur.

Image

Feðgar á slóðum forfeðranna við Íshól suðuraf Bárðardal

Image
Búið að spenna fyrir klárinn, hann er afbragðs dráttarbíll

Image
Þessi fjórhjólaferð endaði eftir 12km frá Hrauneyjum, sem betur fer var ég ekki kominn lengra í óbyggðir á hjólinu þegar það bilaði, ég var þarna viss um að gírkassi hefði brotnað slík voru lætin og ólyktin.

Image
Þá þurfti bara að tanka á langa-rauð og skilja hjólið eftir á kerru í Hrauneyjum og bruna á hilux norður sprengisand með pabba á sínu fjórhjóli, ferðahraðinn var ótrúlega jafn...

Image
Markmiðið var að finna þennan yfirgefna gangnamannakofa á Öxnadal og það tókst, hann er samt eiginlega ómögulegt að finna nema þekkja til, ég hafði leitað hans nokkur skipti með dróna en ekki fundið...

Image
Gist í Gæsavatnaskála

Image
Á brú yfir Skjálfandafljót

Image
Stuttu eftir að hafa farið yfir Jökulfallið mættum við ferðamönnum og gekk það ekki betur en svo að eitthvað misskildist, þeir sem við mættum höfðu báðir sveigt út í kant og stoppað svo við héldum áfram rólega framhjá, en aftari bíllinn ákvað svo að beygja inn á veginn í veg fyrir mig og mátti ég því á c.a. 25kmh keyra upp í ruðning í vegöxlinni, því fór þetta svona... góð ráð dýr, 160km á grófum fjallvegi hvort sem farið er norður í Bárðardal eða suður í Hrauneyjar, til greina kom að reyna að rafsjóða stykkið með rafgeymum og pinnum sem voru meðferðis, eða strappa þetta einhvernveginn fast, en best og auðveldast reyndist að keyra bara... án þess að gera nokkuð... Ferðahraðinn var þetta uþb. 50-60kmh. í stað 70-80kmh. áður, og breytti því ekki miklu. Aksturseiginleikarnir breyttust örlítið og líktust nú helst gömlu landróver, fríhlaupið þetta uþb. hálfhringur... fjórhjóladrif mátti ekki nota því þá klossbeygði hann inn í sig, og ekki mátti bakka, og ef beygja þurfti til hægri þá þurfti að stíga á bremsuna um leið... eftir að þessar leikreglur voru kunnar mér þá gekk allt vel.. :)

Image
Image
Við heimkomu var strax farið að skoða fjórhjólið, sem er tveggja ára og aðeins ekið 3000km hvað gerst hefði, sem betur fer var gírkassinn sjálfur í lagi en aftari kúplingin ónýt og búin aðeins að skemma út frá sér. Umboðsaðilinn hérlendis hunsar allar beiðnir mínar og því er ég nú sjálfur að flytja inn varahluti og ætla sjálfur að gera við þennan galla. Sætið sem gormurinn situr á er úr fiber plasti og hefur greinilega brotnað, svo snertir gormurinn bakhlífina og eyðileggur hana og byrjar að grafa gírkassahúsið sömuleiðis, sem betur fer náði ég að stoppa eiginlega strax og þetta gerðist og því held ég að gírkassahúsið sé ekki ónýtt. Þessir hlutir eru í 2 ára ábyrgð framleiðanda og því er ég ósáttur við sambandsleysi umboðsaðilans en svona er þetta stundum á Íslandi...

Image

Enn einn sprengisandss skreppurinn, sennilega sá fimmti þetta sumarið, þarna í blíðskaparveðri og kominn með starlinkinn niður í lautina, þarna eru engin sambönd hægt að fá nema um gervihnött.

Image
Hreint ekki amalegt

Image
Image

Skák og mát, á suðurleið eftir Sprengisandsleið ákvað ég að fara Kvíslaveitur heim og koma við í Eyvindarkofa og þá gerðist þetta, 80km niður á malbik og ekki víst að hægt væri að gera við þetta á staðnum, stífuvasar fyrir efri stífu brotnir af grindinni og hjólið snarhallast. Sem betur fer smíðaði ég nýjar og fyrirferðarmiklar vélarfestingar þegar landcruser vélin var sett í fyrir 2 árum og þessi festing hélt við stífuna nóg svo hún hélst þokkalega á sínum stað og ég gat ekið rakleitt heim... en nú held ég að sé komið að ríkulegri uppherslu á bílnum og hef ég því lagt honum í bili og býst ekki við að taka hann í notkun fyrr en mögulega síðla veturs.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

muggur
Innlegg: 388
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá muggur » Í dag, 08:34

Hiluxinn er greinilega að láta þig vita að hann telji að nú sé kominn tími á framhásingu, fyrst stýrisupphengja og svo klafinn! Vona að þú finnir þér tíma til að pósta hér oft og mikið um hásingavæðinguna. Hef mikinn áhuga á að sjá myndir og lesa um slíkt.

Hvernig er það hefurðu eitthvað pælt í að festa starlinkinn á þakið á jeppanum og þannig vera alltaf nettengdur allsstaðar? Virkar smá vesen að þurfa setja þetta upp í hvert skipti, sérstaklega ef það tekur tíma fyrir græjuna að tengjast.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1932
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » Í dag, 15:00

Á leið minni heim síðast suður Sprengisand skorðaði ég gervihnattadiskinn í framrúðuna miðja og hafði blúsandi samband alla leið.

Svo þetta sem þú lýsir ætti ekki að vera neitt mál, og jafnvel ef bíll er með topplúgu væri hægt að smella honum þar, en þetta er vatnshelt dót og því örugglega ekkert að því að festa þetta á toppbogana.

Hins vegar er það svo að þegar á áfangastað er komið þá ráðleggur appið manni að snúa og halla disknum ákveðið til að ná (optimal) háhraða sambandi, því hefur mér þótt gott að hafa diskinn lausann og það er ekki nema eitt handtak að leggja hann á hentugan stað á jörðina eða húddið eftir því hvað maður vill

Á Facebook er til hópur (Starlink á Íslandi) og þar hef ég skrifað aðeins og tekið mynd af þessari notkun minni, og aðrir með svipaðar raunasögur, þetta semsagt bara... svínvirkar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur