Nú fer að verða seinasti séns að koma með update fyrir 2022
Ekkert varð úr LM7 V8 Chevy framkvæmdum, þó voru nokkrar pælingar og var jafnvel búið að fá framkvæmdina gegnum fjárlög. Allt gekk þó á afturlöppum, aðili hérlendis sleit samskiptum af einhverjum ástæðum, líklega hef ég verið ýtinn :) - tveir mismunandi aðilar erlendis sem buðu mjög hagstætt verð leist ekki á blikuna að senda vélina til Maine á eimskip, en ég er nú ekki hættur þessum pælingum, ég setti þetta bara á salt. Mér gekk heldur ekkert að útvega girkassa þrátt fyrir mikla leit, gæti því þurft að endurhugsa það sömuleiðis og finna 6 eða 8 þrepa sjálfskiptingu þessu til sambúðar.
Nóg um það, við ferðuðumst MJÖG mikið í sumar, líkt og síðustu ár, vorum í raun lítið heima á tímabilinu júní fram í lok september, það var alltaf farið eitthvað hverja helgi
Hér er smá samantekt af sumrinu:
Í júníbyrjun hófst upphersla og þrif eftir veturinn, kamperinn settur á, langi rauður fékk nýja spíssa

og kominn á sumardekkin

júní skroppið á miðsumarhátíð heima í bárðardal


Hýsið er aðeins farið að láta á sjá, það væri gaman að endurnýja það og fá eitthvað aðeins styttra

Í sveit míga hundar á bíldekk, það er þeirra Instagram :)


Þannig var staðan á Hveravöllum 19.6.2022

Skreppur á tjaldsvæði í Borgarfirði
Miðjan júlí skruppum við nokkrar vinnuferðir á norðanverðan sprengisand í gangnamannaskála í einkaeigu sem við höfum afnot af
Ýmislegt stóð til að gera og tókst það flest


Hér um hádegisbil við Sandbúðir, skyldustopp okkar, frábær staður að vera á

Komum að þessum LandCruser sem var að missa framhjól undan, brunnin hjólalega, þetta var í Kiðagilsdrögum fjarri öllu, og símasambandi þar með töldu, en Tetran dugði






Eg á erfitt með að koma orðum að því hvað þessi staður nyrst á Sprengisandi þýðir fyrir mig, þarna hef ég einhverjar róttengingar, þarna áðu forfeður mínir og héldu fé svo öldum skiptir, uppfrá Þingeyjarsýslum, eftirminnilegt er þegar ég var lítill Bárðdælingur og var orðinn leiður á vondu veðri og rafmagnsleysi, líklega veturinn 1995 þegar allt fennti í kaf og var þannig svo vikum skipti, þá átti ég að hafa sagt 'Getum við ekki farið í Kvíar, þar er alltaf svo gott veður'. Því ég var alvanur að eyða þar sumardögum í rólegheitum eftir heyskap heima á bænum, það voru góðir tímar og eftirminnilegir.
Allir ættu að eiga sér svona griðarstað, allavega finn ég þarna einhvern ólýsanlegan frið. Hluti af þessari hrifningu er sá að það er verulega erfitt að komast á staðinn, og alls ekki sniðugt einbílandi nema kunna vel til, þetta er standbratt klifur og í raun kraftaverki líkast að þetta hús hafi verið flutt hluta leiðarinnar á flutningabíl, en síðar spilað niður með sleða úr raflínustaurum. Þarna hjálpar líka að það næst ekkert síma samband, og ekkert internet, og ekkert útvarp annað en langbylgja. Þeim fer verulega fækkandi stöðum á landinu þar sem þetta er raunin. Þarna er líka reimt eins og annars staðar á þessum slóðum, og hafa þeir sem slíkt upplifa gjarnan skráð frá reimleikatilfinningum sínum í gestabækur. Ég held að þar séu aðallega góðir andar á ferðinni, allavega hef ég upplifað það þannig


Það er auðvitað eins og alltaf, myndir sýna ekki alveg raunverulega mynd af aðstæðunum og brattanum sem um ræðir, ég tel mig ekki hræddan ökumann en á þessum slóðum í mesta klettabröltinu, hallandi 45° til hliðar og aftur kemst ég kannski næst því, þá er ágætt að vera á löngum og lágum Hi-lux með mjög lága gíra :)

Sprengisandur til suðurs, Hofsjökull blasir við

Hér í annari sumarferð, á Mælifellsdal við Skagafjörð, þarna vorum við að fylgjast með rallkeppni

Milli ferða voru kvöld og nætur nýtt í pallasmíði heima
https://youtu.be/STntYD4LmLUMyndband af Hilux að klifra upp frá Kvíum, auðvitað sýna svona myndir ekki raunverulegar aðstæður, en með mjög lágan loftþrýsting og öll drif læst voru hjól samt að skrika, þar kemur á móti að í þessari brekku hefur HiLux ekki kraft til að taka þetta öðru vísi en í fyrsta gír á lága drifi, aðrir gætu etv. haldið meiri ferð þarna upp
Svo var síðla sumar haldið í enn eina vinnuferðina í Kviar, þetta var þá sjöunda ferðin okkar norður yfir sprengisand, meiningin í þetta skipti var að koma fyrir salerni í geymsluskúr, ekki síst fyrir gangnamenn sem væntanlegir voru 5 dögum síðar og orðnir leiðir á að ganga arna sinna úti fyrir veðri og vindum :)

Við Hrauneyjar

Þetta rör á afturhásingu hafði náð að víbra og brotið kóninn af, þar með voru bremsur svo til ónothæfar, ekki boðaði það gott enda nokkuð mikið bratt framundan að keyra niður að húsinu í Kvíum :) En við létum okkur hafa það, langi rauður heldur mjög vel við í fyrsta gír

Drungaleg syðri Háganga birtist úr þoku




Flott í Kvíum, orðið mönnum og konum bjóðandi

Þvermóður hulinn snjó, hitastig við Jökuldal voru -2 þetta var 4. september

Krossinn góði á Kistuöldu, hann reistum við með 4x4 árið 2010 en hann hefur legið þarna sennilega öll ár síðan, man ekki eftir honum standandi nema rétt fyrsta haustið.

Hér sjást báðar Hágöngur betur en á fyrri mynd :)
Gleðilegt nýtt ferða- og smíðaár 2023!