Nissan Patrol Y60


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Nissan Patrol Y60

Postfrá biggigunn » 13.apr 2013, 20:02

Var að fá mér þennan eðal Patrol, keyptur þann 10.03.2013 með endurskoðun á 170.þús sem ég tel nú bara vera nokkuð gott verð fyrir þennan fák.
Er 1992árg, ekinn 230þús. með 2.8l og intercooler.
Það sem var sett útá í skoðun 1.bremsur að aftan 2.gúmmí í stýrisdempara ónýt 3.dekk ónýt 4.púst sem var ekkert 5.hliðarspegill bílstjórameginn, er búin að græja þetta allt saman og er kominn með fulla skoðun.

Eftir að ég keypti bílinn þá hætti hann að hlaða svo ég reddaði mér öðrum alternator og skipti um hann, svo var það pústið sem var eiginlega svona forgangs atriði. Ég keypti mér efni í Málmtækni, 76mm riðfrítt og græjaði það á tveimur kvöldum og bíllinn hjómar bara ágætlega þrátt fyrir mikið kvín í turbínu veit ekki alveg hvað það er því félagi minn á eins bíl og hann er alveg hjóðlátur. (Megið alveg koma með einhverjar hugmyndir um hvað það gæti verið)
Svo var það olíu skipti og var olían alveg eins og vatn þegar ég tappaði henni af, hráolíu sían var svo riðguð að innan og full af vatni að það var bara ótrulegt að bíllinn hafi gengið, þá hvarf líka ljósið í mælaborðinu.
Þá voru það dekkja mál, keypti mér felgur 15x10 tveggja ventla (hann var á 305/70R16) og fékk lánuð dekk hjá félaga mínum 33x12.5 og lítur hann mun betur út á því.
svo er það bara búið að vera smá dund hér og þar skipta um stýri og gírhnúa, djúphreinsa því bíllinn var eins og fjós að innan, ætla mér að breyta AC dælunni í loftdælu bráðlega mér var bent á góða síðu af manni hér á spjallinu (Þakka fyrir það) sem sýndi mér hvernig ætti að gera það http://www.grungle.com/endlessair.html , og svo kemur þetta svona með tímanum.

Hér eru myndir af honum þegar ég fékk hann sem eru frá fyrri eiganda.
Image
Image
Image
Image
Image

Svo kem ég með myndir bráðlega hvernig hann lítur út í dag.
Kveðja Birgir



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nissan Patrol Y60

Postfrá jeepson » 13.apr 2013, 20:44

Sæll og til lukku með gæðinginn. Ég var mikið að pæla í að versla þennan rétt eftir áramót. En þá var verðið 350kall. Sem að mér fanst vera aðeins of mikið.. Ertu hérna fyrir austan Birgir?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Nissan Patrol Y60

Postfrá lecter » 13.apr 2013, 20:52

með turbinuna taktu hosuna af og findu hvort það er slag i öxlinum á turbo hjólinu og skoðaðu hvort endarnir á turbo hjólinu sé skarpir eða hvort spaðarnir hafi komið við ef þetta er þá ertu með turbinu sem þarf að laga


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Nissan Patrol Y60

Postfrá biggigunn » 14.apr 2013, 00:44

"jeepson" Sælir, nei ég er staddur hér í firðinum fagra (Hafnarfirði) maðurinn sem átti bílinn kom bara keyrandi frá breiðdalsvík svo ég gæti fengið bílinn.

"Lecter" er búin að tékka á slagi og það er í lagi, þetta er meira þannig eins og hann er að blása framhjá einhverstaðar. Var einusinni að vinna í framtak og er búin að tala við félaga minn þar og hann telur þetta frekar vera blástur einhverstaðar fram hjá. Er búin að skipta um allar hosur og herða vel uppá þessu svo ég held að næsta job er bara að rífa þetta úr og skipta um allar pakkningar í turbínuna.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Nissan Patrol Y60

Postfrá Freyr » 14.apr 2013, 00:51

Pakkningin milli soggreinar og túrbínu gæti verið málið.

Freyr


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Nissan Patrol Y60

Postfrá biggigunn » 14.apr 2013, 00:54

Freyr wrote:Pakkningin milli soggreinar og túrbínu gæti verið málið.

Freyr


Þú meinar pústgreinar og túrbínu er það ekki. var einmitt búin að heyra að það gæti heyrst svona kvín ef pústgreinarpakkningin væri óþétt.
Síðast breytt af biggigunn þann 14.apr 2013, 00:59, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nissan Patrol Y60

Postfrá Stebbi » 14.apr 2013, 00:58

biggigunn wrote:
Freyr wrote:Pakkningin milli soggreinar og túrbínu gæti verið málið.

Freyr


Þú meinar pústgreinar og túrbínu er það ekki.


Lekinn hlýtur að vera þrýstingsmegin þannig að það er frá túrbínu að soggrein. Annars kæmi pústfret en ekki hviss.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Nissan Patrol Y60

Postfrá biggigunn » 14.apr 2013, 01:09

já ég bara ríf þetta allt í spað á morgun og skoða þetta vel, en ég er alveg handviss að það er allt þétt frá túrbínu að soggrein.
En ég var að spá það er gormlestaður loki fremst á soggreininni, þarf það að vera á greininni?? sjáið það á síðustu myndinni.
Er líka búin að taka EGR ventilinn að og loka með plötu.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nissan Patrol Y60

Postfrá Stebbi » 14.apr 2013, 02:00

biggigunn wrote:já ég bara ríf þetta allt í spað á morgun og skoða þetta vel, en ég er alveg handviss að það er allt þétt frá túrbínu að soggrein.
En ég var að spá það er gormlestaður loki fremst á soggreininni, þarf það að vera á greininni?? sjáið það á síðustu myndinni.
Er líka búin að taka EGR ventilinn að og loka með plötu.


Þessi loki er yfirþrýstingsvörn fyrir soggreinina, hann gæti lekið en þá ekki allan tíman bara þegar túrbínan er komin á þrýsting. Gætir prufað að taka hann úr og tappa gatið, það á að passa í þetta 1" tappi úr pípulagnaefni ef minnið svíkur mig ekki.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur