Gott kvöld/dag, ég er í þeim hugleiðingum að taka fjaðrir undan að framan að bæta í leiðinni fjöðrunina um heilan helling. En hvað skal fá sér, bíllin er á 1200kg loftpúðum að aftan, á ég að fá mér gömlu góðu og traustu gormana með dempurum, púða að framan líka með tilheyrandi veseni, eða eins og er búið að vera að ýta að manni að gera, setja Fox dempara sem bera 600kg hvor á hvert horn. Ég á LC60, ég er að sækjast eftir mjúkri fjöðrun, hættur að nenna að vera með nýrnabeltið á mér á malarvegum. Spurning með þessa Fox, þyrfti ég að hafa jafnvægisstangirnar með.
Er einhver þarna úti sem hefur prófað þetta, veit að þetta er í torfærubílum en hvernig virkar þetta á fjallajeppa?
Fjöðrun, hvað skal velja?
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Fjöðrun, hvað skal velja?
FOX eða Walker Evans coil-over demparar eru klárlega flottasta leiðin en flott er eins og alltaf jafnt og DÝRT. Ef að kostnaðarhliðin er ekkert stórmál þá væri það mitt fyrsta val.
Varðandi balance stöng þá hef ég ekki séð svoleiðis verkfæri notað með svona gæðavöru á hásingarbílum, ef þú ert með klafa þá myndi ég halda stöngini. Veit um eitt stykki CJ7 með svona og hann planar Arnarvatnsheiðina á 70-80 með 15psi í dekkjunum og opin kaffibolla í hönd. :)
Varðandi balance stöng þá hef ég ekki séð svoleiðis verkfæri notað með svona gæðavöru á hásingarbílum, ef þú ert með klafa þá myndi ég halda stöngini. Veit um eitt stykki CJ7 með svona og hann planar Arnarvatnsheiðina á 70-80 með 15psi í dekkjunum og opin kaffibolla í hönd. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Fjöðrun, hvað skal velja?
Er Teddi ekkert að verða búinn að koma 60 krúsernum sínum á götuna? Hann er með 540 og walker-evans
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur