Ég ákvað að salta Súkkudrauminn í bili og verslaði mér Land Cruiser 70 tdi á 38" blöðrum. Bíllinn er 1988 árgerð og er því að detta á lífeyrisaldurinn. Bíllinn er styttri gerðin og hefur því hlotið nafngiftina "Kubburinn" vegna þess hversu kubbslegur hann er.
Það er ýmislegt sem þarf að huga að í bílnum, enda orðin fjörgamall, en það kemur allt með kalda vatninu. Ég ætla að reyna að vera duglegur við að henda inn update hérna..

Allar hugmyndir og athugasemdir eru vel þegnar. Eins ef einhver hefur reynslu af því að skrúfa eitthvað upp í aflinu á svona vél ;)
kv. Haffi