Sælir,
Er með þennan ágæta bíl sem er bara óbreyttur og í raun ágætis vagn innanbæjar. Hef komist á honun í mínar veiðiferðir þar sem að loftinntaki var breytt á honum annars væri hann klárlega kominn á aðrar hendur. En nú hef ég verið að velta fyrir mér að gera örlitlar breytingar á honum. Fékk tilboð í að setja hann á 32" (eða um það bil.) 265/75R16. Það tilboð var ekki hátt og vel viðráðanlegt að fara í. Spurningin er til ykkar er ég að græða mikið á slíkri breytingu?????
Er ekki að fara í jeppaleiðangra en langar að komast í mínar veiðiferðir án vandræða.
Ef ég fer í 33" þá er það u.þ.b. 500 þús dýrara....
Kia Sorento
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Kia Sorento
Hann verður bæði hærri og mýkri á 32" og ekki spurning um að hann verður skemmtilegri ferðabíll.
33" er almennt tommu breiðari en 32", svo ætli það innihaldi þá ekki brettakanta með sprautun og tilheyrandi, samt er þetta helvíti drjúgur verðmunur.
Ég held að 33" geri ekki gæfumuninn m.v. þarfirnar sem þú lýsir. Hann fer hvort eð er ekki langt á 33" í snjó, nema í mjög góðu færi.
33" er almennt tommu breiðari en 32", svo ætli það innihaldi þá ekki brettakanta með sprautun og tilheyrandi, samt er þetta helvíti drjúgur verðmunur.
Ég held að 33" geri ekki gæfumuninn m.v. þarfirnar sem þú lýsir. Hann fer hvort eð er ekki langt á 33" í snjó, nema í mjög góðu færi.
Re: Kia Sorento
Þakka þér fyrir svarið 32" er ákveðið. Ætla að athuga hvort þetta sé ekki bara það sem henntar mér.
Re: Kia Sorento
fór með hann til VDO.
Þeir fá mikið kredit fyrir liðlegheit og góðan frágang. Það munar helling á bílnum.
verðið sanngjarnt. Vantar krómgrind framan á hann einhver?
Þeir fá mikið kredit fyrir liðlegheit og góðan frágang. Það munar helling á bílnum.
verðið sanngjarnt. Vantar krómgrind framan á hann einhver?
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Kia Sorento
Það sakar ekki að spyrja í Öskju, þeir eiga eitthvað af aukahlutum á lager og þú hlýtur að gera prúttað ef þeir finna eitthvað gamalt dót.
Re: Kia Sorento
Það munar tæpum 3 cm á breydd á 32"x11,5R15 og á þeim sem ég er með undir 265/75R16.
Mér sýnist þetta sleppa. En er það eitthvað annað sem gæti truflað mig? ég var aðallega að skoða að þurfa ekki að setja nýja og stærri brettakanta á hann. En það virðist sleppa en svo er spurning um hvort þetta verði til trafala annastaðar. Ég virðist ekki vera í vandræðum með beygjuradíus eins og er, en munar auðvitað á 3 cm.
Einhver sem getur gefið mér eitthvað feedback varðandi þetta?
Mér sýnist þetta sleppa. En er það eitthvað annað sem gæti truflað mig? ég var aðallega að skoða að þurfa ekki að setja nýja og stærri brettakanta á hann. En það virðist sleppa en svo er spurning um hvort þetta verði til trafala annastaðar. Ég virðist ekki vera í vandræðum með beygjuradíus eins og er, en munar auðvitað á 3 cm.
Einhver sem getur gefið mér eitthvað feedback varðandi þetta?
Re: Kia Sorento
Hver er breyddin á 16" felgunum sem hann er á núna og eru þær breyðari eða jafnbreyðar og gömlu felgurnar? Gæti verið það, ss breyddarmunur eða nýja felgan kemur utar en gamla.
Re: Kia Sorento
ég er nú ekki með það, en ætla að ath það. Þetta eru orginal felgurnar.
Re: Kia Sorento
Það getur nú varla verið. Ekki ef dekkin sem voru undir honum eru 32"x11,5R15 en nýju dekkin 265/75R16. Sem sagt munar tommu á hæð felgunnar.
Re: Kia Sorento
Kannski hef ég ekki skrifað þetta nógu vel.
Ég er með 265/75R16 En langar að fara í 32"x11,5 R15. Því að það er töluvert meira gúmmí. Málið er að þessi sem mig langar að setja undir 32*11,5R15 eru tæpum 3 cm breyðari og því er ég að pæla í hvort það komist ekki örugglega undir??
Hæðin á báðum þessum dekkjum er 31,7 " þannig að það er ekki vandamál, heldur er ég að velta fyrir mér hvort það sé vandamál þar sem að breyddin er meiri og aðrar felgur.
Ég er með 265/75R16 En langar að fara í 32"x11,5 R15. Því að það er töluvert meira gúmmí. Málið er að þessi sem mig langar að setja undir 32*11,5R15 eru tæpum 3 cm breyðari og því er ég að pæla í hvort það komist ekki örugglega undir??
Hæðin á báðum þessum dekkjum er 31,7 " þannig að það er ekki vandamál, heldur er ég að velta fyrir mér hvort það sé vandamál þar sem að breyddin er meiri og aðrar felgur.
Re: Kia Sorento
Ef þú notar felgur fyrir 15" sem eru með sama backspace og 16" felgurna breikkar sporvíddin um 6 cm í það heila. Þá standa dekkin 3 cm utar en núverandi dekk. Hinsvegar ef þú finnur felgur með backspace sem setja dekkin innar undir bílinn þarf hann ekki breikka út á við, að því gefnu að bygging bílsins leyfi það.
Kveðja, Birgir
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur