btg wrote:Fæ alþrif og mössun í bílakjallarunm í vinnunni á 12 þús. fyrir jeppann, ódýrara fyrir litla bílinn. S.s. græjað á meðan maður er í vinnunni.
Það fer væntanlega enginn að borga 4 þús auka fyrir að láta aka bílnum sínum 90 km + eldsneyti eins og þú býður uppá.
Pæling...
HAHAHAHAHA ! Ekki færi ég með bílinn minn þangað, það hlýtur að segja eitthvað um vinnubrögðin.
Ég myndi borga 4000 kall aukalega ef ég vissi að vinnubrögðin væru góð.
Að massa bíl og að detail-a bíl er ekki það sama.
Ég fór á námskeið hjá concept í mössun, og lærði þar alla undirvinnu og í raunini allt sem við kemur bílþrifum.
Byrjaði mössunarferilinn hjá Heklu. Sem var bara svona til að ná upp glansi og stæðstu rispunum, í dag gæti ég ekki unnið þannig, eftir að ég fór að detail-a, gæti ég ekki hugsað mér að láta bílinn frá mér án þess að vera fullunnin.
Mössun á fólks bíl eru min. 5 tímar. Ef maður ætlar að skila honum með smá glans. Enn þegar ég tek að mér bíla, þá gef ég mér 24 klst. Semsagt Biðtími eftir bílnum getur verið allt að 24 tímar í venjulegum pakka, og fyrir það er ég að taka 18 þúsund. Sem er minna enn 1000 kall á klukkutíma. Gleymum ekki að allar græjurnar mínar og efni eru búin að kosta mig í kringum hálfa milljón allt í allt.