Sælir,
Terranoinn minn hefir verið að þjást af máttleysi undanfarið.
Ég er búinn að taka loftmagnsskynjarann og hreinsa hann. Hann er eins hvort sem skynjarinn er tengdur eða ekki.
Ég fann gat á inntaksröri og skipti því út en hann er eins.
Hvað gæti þetta verið??
kv, Bergur
Máttleysi í Terrano
Re: Máttleysi í Terrano
Árgerð, bensín eða diesel?
Re: Máttleysi í Terrano
ef það breytir engu að hafa skynjarann tengdann er hann væntanlega bilaður, eða þá rafkerfið kringum hann. Mæli með að prófa skynjara úr öðrum bíl eða prófa þennann skynjara í öðrum bíl.
Re: Máttleysi í Terrano
Þetta er 1998, 2,7 TDi Diesel.
Ef loftflæðiskynjarinn er frátengdur þá á mótorinn að nota default gildi og hafa eitthvað afl, Því ætti að vera munur á því að hafa hann frátengdann eða tengdann...
kv, Bergur
Ef loftflæðiskynjarinn er frátengdur þá á mótorinn að nota default gildi og hafa eitthvað afl, Því ætti að vera munur á því að hafa hann frátengdann eða tengdann...
kv, Bergur
Re: Máttleysi í Terrano
Það þarf ekki að vera, skynjarinn eða vírarnir geta verið ónýtir á þann hátt að tölvan skynjar ekki hvort hann er í sambandi eða ekki, þ.a.l. breytist ekkert hvort sem hann er í sambandi eða ekki.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur