Okkur var sagt að honum hefði verið breytt í núverandi útlit 1995, framendi er 1994 kram er 1988.
-Vél/skipting/millikassi: 350TBI / 400TH / 205parttime
-Hásingar: 12bolta að aftan og Spicer 44 að framan (undan Suburban) 4.10 hlutföll og loftlásar.
-Breytingar: Hann er 38" breyttur á loftpúðum framan og aftan. Toppur var hækkaður og sérsmíðaður allur að innan. Hann er með stórum og góðum loftkút undir bíl, um 160lítra sérsmíðaðan bensíntank.
-Aukabúnaður: Hann er búinn flest öllu sem þarf. Loftdælu, Loftkút, Kastarar, GPS með svepp á toppi, CB Talstöð, Gasmiðstöð, Hægt að dæla í hvern púða fyrir sig og hleypa úr eftir þörf, Kæliskápur, Vaskur og gashellur og bara margt, margt fleira.
Ástand hans er að verða svolítið dapurt enn hann fer í ryðbætingu nú á næstunni. Þarf að finna útúr þessu ónýta og illa uppsettu rafkerfi fyrst. Á að taka hann í gegn svona nánast A-Ö með tíð og tíma. Eitt í einu eins og sagt er. Verður vonandi flott þegar búið, hvenar sem það verður.
Endilega þeir sem eiga myndir af honum frá fyrri tíð og í einhverri jeppaferð að setja inn. Alltaf gaman að fræðast um sögu svona eldri eðalvagna.
ENn hér er það sem allir bíða eftir, MYNDIR...





























