Jeppin minn er Toyota Hilux DoubleCap 2007 3.0 D4-D sjálfskiptur. Hann er hækkaður og breyttur fyrir 38". Breytingin er þannig að framfjöðrunin er síkkuð um 5cm og færð framm um 4cm, síðan er 4cm spacer á gormunum þannig að samtals hækkun að framan er 9cm. Að aftan var smíðuð 4-link gormafjöðrun með íhlutum úr LC80 og afturhásingin færð 6cm aftur í leiðinni hækkun er c.a. 10cm. 1:4,88 hlutföll, ARB læsingar framan og aftan með sér ARB dælu. Fasttengd Fini loftdæla í húddinu. Aukatankur, 2,5" púst, VHF stöð, GPS tæki, spiltengi framan og aftan, skófla, álkarl, drullutjakkur og langur tegjuspotti. Er á 38" MTz.
Er að fara að dunda eitthvað í rafkerfinu á næstunni og svo er maður alltaf eitthvað að breyta, bæta og pæla...

Fleiri myndir hér:
http://www.oskarandri.com/index.php?option=com_g2bridge&view=gallery&Itemid=53&g2_itemId=382