
Hér er jeppinn minn sem er
Land Rover Discovery 1 árgerð 1998.
Disel tdi300 2,5 4cyl
Beinskiptur.
og er hann breyttur fyrir 44" dick cebik gleðigúmmí.
Hann er á 800kg loftpúðum að aftan einsog er, er að spá í að breyta kanski.
Hásingar eru undan range rover. þær skarta 4:70 hlutföllum, sterkari öxlum og Maxi Drive vacuum lásum.
Búið er að færa afturhásingu aftar um 16 cm samkvæmt mínum bestu mælingum en er að gæla við að færa hásinguna aftar.
Svo er í honum, VHF talstöð, Gps pungur tengdur við tölvu. 2 stympla N1 dæla fyrir púðana.
2x IPF 2geilsa kastar að framan, Svo 4x vinnuljós á topp.
Núna þessa dagana stend ég í því að breyta hjólaskálum og ryðbæta bílinn að aftan sem var orðin mikil þörð fá.
Og ætla svo að smíða undir hann loftkút, aukatanka, og jafnvel færa hásingu aftar ef tími leyfir.
Reikna líka með að ég þurfi að láta að mála eða sprauta blessaðan bílinn eftir þessa framkvæmd.

þessi mynd var tekin í þorrablótsferð austurlandsdeildar f4x4 árið 2012

hér sést hvað hjólaskál verður færð langt aftur.

hér er fullkláruð hjólaskál.