Þessi var keyptur á eBay 24. des 2004, þá árs gamall en eins og nýr, aðeins keyrður 16þkm, og kom hann til landsins 18.apr. 2005 eftir smá viðkomu í Evrópu.
Fljótlega hækkaði ég hann að framan (level kit) og setti hann á 315/70R17 (35") dekk og keyrði hann þannig í 2 1/2 ár. Ég bætti smátt og smátt við mig dóti , aðallega útivistarbúnaði, s.s. tjaldi á pallinn o.fl..
Upphaflega ætlaði ég bara á 37" dekk en eftir nánari skoðun sá ég að öll 37-40" dekk voru 10 strigalaga og því ekkert vit í öðru en að fara í 41" Irok Radial en ég vildi ekki fara í nylon (42"+) og tapa akstureiginleikunum auk þess að auka slit og kostnað verulega. Ég sé ekki eftir því í dag, þar sem það er draumur að keyra hann á þessum dekkjum.
Ég sá sjálfur um hönnun og breytingu á bílnum, með hjálp frá félaga mínum Sigga og aðstöðu.
Geta má þess að kantarnir fóru á bílinn nóttina fyrir Miðjuferðina 2009 og náðum við ekki 3 tíma svefni fyrir brottför, en ferðinni var heitið norður í Skagafjörð.
En svona lítur Trukkurinn út í dag, smá föndur eftir, s.s. sprautun, ganga frá köntum og eitthvað smávægilegt (sjá meira neðar):
41" Irok fyrir 17" felgur (míkróskorið í miðju) á 17x14" stálfelgur (Sérsmíðaðar hjá Skerpu/felgur.is, GJ Járn valsaði).
Sérsmíðaðir brettakantar frá Gunnari Ingva (brettakantar.is)
4.88 Superior hlutföll (Cryo-treated), Eaton E-Locker að framan/LSD að aftan
6" Fabtech upphækkunarsett ásamt Fabtech stýrisdempurum (2 stk)
Draw-Tite dráttarbeisli framan/org. Ford aftan
Heimasmíðuð kastaragrind f.3 kastara, pólýhúðuð m. 2x IPF kösturum, gulir, 2ja geisla
Rafbúnaður: VHF Kenwood TK-7180 (tvískipt),NMT (í neyð), Garmin GPSMap60 m/isl.korti v.3.5 ásamt 10" ferðavél (EEE PC 1000HE).
Egde Evolution Programmer/Monitor til að fylgjast með hinu og þessu ásamt því að "tjúna" upp.
-----
Bíður eftir að komast í/á/undir bílinn (þegar keypt):
IPF 180° vinnuljós (2stk) og rafmagnshraðtengi framan/aftan
-----
Annar búnaður (ekki endilega tengt bílnum):
Fini Loftdæla, 60" XT Hi-Lift Drullutjakkur ásamt aukahlutum, 13m Teygjukaðall og 12m sver Kaðall, Járnkall og skófla
Truck Tent III á pallinn og útivistarbúnaður
Verkfæri s.s.Topplyklasett, Fastir lyklar o.fl.
-----
Framtíðarplan:
Betra VHF loftnet (Dipole), GPS/GSM/3G loftnet,
Skúffa/grind á toppinn fyrir ljós og loftnet (RadioRaf)
Nerf Bar/(stigbretti), aukatankur og hlífðarplata (framan og undir framdrif)
-----
Til sölu eftir breytingu:
1 stk. 275/65R18 BFG Rugged Trail (32"), Hlutföll 3.73 í Ford 9.75" aftan, Hlutföll 3.73 í Ford 8.8" framan (keising fylgir)
Original svartir FX4 brettakantar fyrir Flareside (með smellum)
Myndir:
BTW þá komst ég á Miðjuna, bæði 2008 (sem farþegi) og 2009 (á eigin bíl) :)
Ford F-150 FX4 flareside MY04
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 101
- Skráður: 02.feb 2010, 01:55
- Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford F-150 FX4
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Ford F-150 FX4 flareside MY04
Síðast breytt af bragi þann 06.apr 2011, 16:20, breytt 3 sinnum samtals.
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
Re: Ford F-150 FX4 flareside MY04
gjöööðveikur fordari
-
- Innlegg: 9
- Skráður: 31.jan 2010, 22:31
- Fullt nafn: Sverrir Gíslason
Re: Ford F-150 FX4 flareside MY04
Sammála nafna mínum. Glæsilegur.
Átti einusinni F150 árg 87.
Það var góður bíll.
Sverrir
Átti einusinni F150 árg 87.
Það var góður bíll.
Sverrir
Re: Ford F-150 FX4 flareside MY04
Þessi er alveg gullfallegur!!! hvernig er med framhjolabúnaðinn er hann alveg til friðs ??? og hvað er bíllinn að eyða hjá þér á þessum dekkjum???
kv Mikki
kv Mikki
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 101
- Skráður: 02.feb 2010, 01:55
- Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford F-150 FX4
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Ford F-150 FX4 flareside MY04
Fordinn wrote:Þessi er alveg gullfallegur!!! hvernig er med framhjolabúnaðinn er hann alveg til friðs ??? og hvað er bíllinn að eyða hjá þér á þessum dekkjum???
kv Mikki
Takk fyrir hrósið, ég er mjög ánægður með hann og má geta þess að þetta er eini bíllin (F-150 My04-current) á landinu svona útbúinn.
Framendinn er bara helv... góður, betri en ég bjóst kannski við en ég hef látið hjólastilla hann 2x sl.vetur, annarsvegar til öryggis og líka eftir að hafa brotið stýrisenda (og öxul eftir mikið átak).
Eyðsla er afstæð, en á vegi er hún á milli 15-20l/100km, getur reyndar farið aðeins yfir 20l í miklum mótvindi en ég vona að hlífðarplata dragi úr því.
En í jeppatúrum (offroad), þá hef ég ekki gert vísindalegar mælingar (eyðsla á klst) en hún er ekki mikið yfir því sem var áður.
Mig svona grunar á bilinu 7-9l/klst, á eftir að skoða það aðeins betur. Færi spilar reyndar mikið inn í.
Við skulum hafa það í huga að það eru ca. 300 hestar í boði fyrir ca. 3t í ferð, þannig að eyðslan telst ekki hlutfallslega mikil miðað við aðra bíla (afl vs. þyngd og drifgeta) ;)
Bragi (at) trukkurinn.com
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
Re: Ford F-150 FX4 flareside MY04
Alveg rosalega flottur þessi , Hef séð hann í nokkrum ferðum
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 101
- Skráður: 02.feb 2010, 01:55
- Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford F-150 FX4
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Ford F-150 FX4 flareside MY04
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur