Eins og kom fram í fyrri þræði um Navöruna, þá var sú ákvörðun tekin að skipta um bíl áður en eytt yrði of mikið í bíl sem hentaði ekki í fyrir fjölskyldu. þrátt fyrir að Nissanin væri mjög góður í akstri og fór vel með ökumanninn, þá var það ekki endilega raunin fyrir farþega. pláss var af skornum skamti og ég myndi ekki óska neinum að þurfa að vera á afturbekknum til lengri tíma. Stefnan var því tekin í að leita að rúmbetri bíl, nú hef ég átt einn cherokee, einn Grand Cherokee, og síðan átti ég Pajero í nokkra mánuði, og var því ýað að mér að ég ætti helst að fá mér aftur bíl í þeim dúr.
Nú er staðan bara þannig að ég vinn á vinnustað þar sem er töluvert toyota rúnk í gangi, 3stk 150 krúserar, 3stk 120 krúserar, 1stk 80 krúser, 2 stk corollur og eitthvað fleira, og heyrði ég æði oft klassíska frasa eins og "þetta hefur ekki bilað í toyotunni" og "þetta er ekki svona í krúser, þeir gera þetta miklu betur" þegar ég var að brasa í Nissaninum. með það í huga horfði ég í þá átt. en 150 prado og 200 bílarnir voru í verðflokki sem ég átti erfitt með að kyngja, og ég var ekkert rosa heitur fyrir 100 bílnum, því var horft í áttina að 120 prado og 90 prado bílunum . mér tókst nánast alltaf að finna eitthvað sem ég var ósáttur með, hvort sem það var einhver toyota afneitun eða annað veit ég ekki... gólfið að framan horfið undan þessum, grindin horfin undan hinum, listinn við efri kantinn á frammrúðunni við það að hverfa á þeim næsta og svo koll af kolli..
svo kom loks að því, ég fer einn morguninn að skoða enn einn 90 eða 120 bílin, og í þetta skiptið eins og oft áður tókst mér að pota fingrinum upp í gegnum gólf blikkið og grindin var farin að verða verulega ljót og verðmiðinn var í engu samræmi við það, ég þakka fyrir mig og er á leið í burtu þegar ég sé glitta í þennan fjarska laglega pallbíl í einu horninu, ég vippa mér undir hann með gjallhamarinn og ræðst aðeins á grind, sílsa og gólf. eftir smá væl og skæl tókst okkur að verða sammála um verð og ók ég því í burtu á þessum fína Toyota Tacoma.
en þetta er semsagt bifreiðin: 2007 Toyota Tacoma með tvöföldu húsi og stuttum palli.
Þetta var nú ekki alveg það sem hinn helmingurinn var að búast við, hún átti nú von á jeppa en ekki öðrum pallbíl, en eftir að hafa útskýrt að þetta væri nú töluvert annar pakki en nissaninn, enda hefði hann verið meira í ætt við að sitja í gömlum Farmall heldur en ökutæki, og því var skellt í smá rúnt, komið var við hjá tengdó og passað að setið væri í öllum sætum.
leiðin sem var valin sem prufurúntur var línuvegurinn milli þingvallavegar og nesjavallarvegar, inn að folaldadal og slóðan milli bjarnarfells og ingólfsfjalls til suðurs
ég taldi þetta ágæta frumraun, en þarna fékk bíllinn að hristast vel á alla kannta og fá að keyra allt frá 2h niður í 4l með afturlásin á.
Allir voru ánægðir með túrinn og bíllinn samþykktur. þá næst var bíllinn þrifinn og grófmassaður, og bíður þá eftir næsta breytingaskrefi sem verður ákveðið á næstunni. bíllinn kom á 295/70 r17 en nartar alveg svakalega í í samslætti og beygju.
Toyota ævintýrið
-
- Innlegg: 307
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: Toyota ævintýrið
virkar þokkalega heillegur að sjá á myndum til hamingju með gripinn
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Innlegg: 2703
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Toyota ævintýrið
Ég vona að þú sért vanur með gjallhamarinn á grindurnar, Tacoma grindur eru vesen, eins og ansi margar grindur reyndar.
En þetta eru fínir keyrslubílar, lengri en Land Cruiser sem er gott á þvottabrettum og holufylltum vegum. Bensínvélin er þyrst, en það er nægt afl í henni.
En þetta eru fínir keyrslubílar, lengri en Land Cruiser sem er gott á þvottabrettum og holufylltum vegum. Bensínvélin er þyrst, en það er nægt afl í henni.
Re: Toyota ævintýrið
Til hamingju með þennan og það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér!
Hef aldrei verið hrifinn af Toyota og stimplað Tacomu sem eftirlíkingu af F150. En eftir að hafa farið í ferð með Útivist í vetur þar sem ein Tacoma var á 44 Nokian og önnur á 40 tommu dekkjum þá hef ég svo sannarlega skipt um skoðun. Tacoman á 40 tommunni dreif svoleiðis miklu betur en ég á 42 tommu og ég held að stór hluti af ástæðunni er hversu langar þær eru og þyngdardreifingin góð. Þessi upplifun varð þess valdandi að ég fór aðeins að skoða bílasolur.is og slíkt. Leið eins og ég væri að halda framhjá jeppanum mínum en veit að pæjunni er alveg sama enda dauður hlutur :-)
ps. Grindur má laga eins og flest annað ef það verður vesen
Hef aldrei verið hrifinn af Toyota og stimplað Tacomu sem eftirlíkingu af F150. En eftir að hafa farið í ferð með Útivist í vetur þar sem ein Tacoma var á 44 Nokian og önnur á 40 tommu dekkjum þá hef ég svo sannarlega skipt um skoðun. Tacoman á 40 tommunni dreif svoleiðis miklu betur en ég á 42 tommu og ég held að stór hluti af ástæðunni er hversu langar þær eru og þyngdardreifingin góð. Þessi upplifun varð þess valdandi að ég fór aðeins að skoða bílasolur.is og slíkt. Leið eins og ég væri að halda framhjá jeppanum mínum en veit að pæjunni er alveg sama enda dauður hlutur :-)
ps. Grindur má laga eins og flest annað ef það verður vesen
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Toyota ævintýrið
draugsii wrote:virkar þokkalega heillegur að sjá á myndum til hamingju með gripinn
Takk fyrir það, úr fjarlægð er hann nokkuð fínn, og skánaði heilan helling við góða mössun, á svo eftir að fara aðra umferð með fínni massa, en það er þó nokkuð af skellum eftir steinköst sem þarf að bletta í og laga, en þangað til verður ryð-sealer að duga. palla linerinn hefur líka eitthvað farið af stað hægra meginn og marið lakkið þar á horninu.
jongud wrote:Ég vona að þú sért vanur með gjallhamarinn á grindurnar, Tacoma grindur eru vesen, eins og ansi margar grindur reyndar.
En þetta eru fínir keyrslubílar, lengri en Land Cruiser sem er gott á þvottabrettum og holufylltum vegum. Bensínvélin er þyrst, en það er nægt afl í henni.
já, hef nokkra reynslu af þessum japönsku bílum sem komu milli aldamóta og c.a. 2010, bæði grinda og sjálfberandi, ótrúlegt allveg hvað þetta hverfur í seltunni. það voru 2 staðir sem ég tók sérstaklega eftir sem þyrfti að ráðast á sem fyrst (að aftan undir palli), en ekkert of alvarlegt. hún virtist frekar heilleg að framan þar sem hún er lokuð var vesenis staður (s.s. þar sem grindin er lokuð og engin dren göt)
Eyðslan kom reyndar furðulega á óvart, ég fyllti bílin þegar ég fékk hann og setti svo aftur á hann eftir 100 mílur(160,9 km) áður en ég fór línuveginn og þá fóru 24,3lítrar á hann (um 15.1 l/100km) sem mér fynnst nú ekkert svo svakalegt miðað við 100% innanbæjarakstur, það er bara temmilega mitt á milli nissan 4cyl diesel sem ég var á og grand cherokee 5.9 v8 sem ég átti áður, eyðslunni má eflaust ná meira niður með nýjum kertum, síum og léttari bensínfæti. ég bjóst við meiru m/v það sem maður hefur lesið
muggur wrote:Til hamingju með þennan og það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér!
Hef aldrei verið hrifinn af Toyota og stimplað Tacomu sem eftirlíkingu af F150. En eftir að hafa farið í ferð með Útivist í vetur þar sem ein Tacoma var á 44 Nokian og önnur á 40 tommu dekkjum þá hef ég svo sannarlega skipt um skoðun. Tacoman á 40 tommunni dreif svoleiðis miklu betur en ég á 42 tommu og ég held að stór hluti af ástæðunni er hversu langar þær eru og þyngdardreifingin góð. Þessi upplifun varð þess valdandi að ég fór aðeins að skoða bílasolur.is og slíkt. Leið eins og ég væri að halda framhjá jeppanum mínum en veit að pæjunni er alveg sama enda dauður hlutur :-)
ps. Grindur má laga eins og flest annað ef það verður vesen
Takk fyrir það, en ég myndi frekar telja Tacomuna sambærilegri Rangernum, F150 bíllinn er töluvert stærri og þyngri, ef ég man rétt þá er 4-dyra f150 frá þessu tímabili um 2.5 tonn, en tacoman er um 1.9, það munar ótrulega um þessi 600 kíló
ef það er eitthvað að marka nissan þráðin, þá er verkefnastjórnunin hjá mér svoldið ábótavant og hægt á milli uppfærslna, enda er ég háður því að öll verkefni sem ekki er hægt að gera úti á plani þurfa að hitta á kvöld/helgar sem að það er laust pláss á verkstæðisgólfinu uppí vinnu.. sem hefur ekki verið raunin síðustu 4 vikurnar, og þá stærri aðgerðir þurfa að bíða eftir frídögum sem lengja helgar.. en stefnan er allavegana að reyna að ná 37" fyrir veturinn og framhaldið ræðst svo seinna.... ég mun eflaust liggja yfir þræðinum hjá Jongud næstu vikurnar.
Re: Toyota ævintýrið
heldur minna búið að gerast miðað við það sem maður ættlaði sér... sumarið "so far" farið mestmegnis í þvæling milli landshluta og eitthvað í þá áttina.
renndi með bílinn inná classic "betur sjá augu en auga" og allt það og fékk grindin svosem engar fimm stjörnur.. farið að þynnast stálið á þverbitanum við drifskaftsupphengið, og ofanverður bitinn sem er við bensíntankinn. skv þeim var framhlutinn (prófíl hlutinn) mjög góður og heill, en "ætti að hafa augun opin fyrir afturhluta af svona grind"
ég hef ekkert farið að skoða það neitt nánar en ættli maður hafi augun ekki bara opin og sjái til, mögulega hægt að laga þetta með SafeTCap kitti líka.
annars eftir þessa dæmingu þá var bara ákveðið að byrja á einhverju breytingarferli. einhverstaðar þarf víst að byrja og var ákveðið að byrja á því að færa fremri boddýfestingar, en orginal festingarnar eru bæði nánast innaní hjólaskálinni, og eru óþarflega langar. . heyrt var í þessum helstu breytingaraðilum með það og voru svörin í kringum 15 tíma í þetta, eða ca 2 vinnudagar. það er eflaust rétt hjá þeim og ekkert athugavert við það en ég var ekki alveg tilbúinn í það og tók því helgina frá til að gera þetta bara sjálfur, enda spáin ekkert sú æðislegasta fyrir ferðalög. miðað við 15 tíma hjá vönum manni áættlaði ég allri helginni í þetta, og byrjaði strax á föstudegi eftir að ég stimplaði mig út.
byrjað var að skera gömlu festingarnar af, og þar fyrir aftan beið mín mjög ljótt stál, en undir orginal festingunum er smá "hilla" þar sem að mold og drulla safnast saman og fær að sitja óáreitt, og því var nánast ónýtur bitin undir festingunni, þá var byrjað að skera skemmdirnar úr og farið í að ryðbæta, tekin var stikkprufa við hliðiná suðunni fyrir utan boddyfestinguna og þykktin skoðuð. eins og sjá má þá er stálið sem var bakvið festinguna frekar ljótt, en þetta var allt hreinsað til og bætt.
vinstri hliðin töluvert skárri
smá munur á gömlu og nýju festingunni
og fyrst maður var að þess hvorteðer, þá færði ég líka festinguna aðeins aftar, við þetta var festingin ekki lengur á þverbitanum í boddýinu, en ég fann fjandi flottan stálbút sem ég gat notað til að sníða styrkingu í boddýið ásamt því að renna millilegg úr POMi nýja gatið er s.s. með styrkingu beggja vegna við gólfið og tengt í þverbitann.
allt punktað saman og mátað í síðasta skipti áður en allt er soðið saman
þetta tók vel innan þessara 15 tíma sem ég hafði áættlað í þetta, þannig að ég tók dag 2 í það að fara nógu margar umferðir af lakki og skilja hvergi eftir bert stál og tók frambitann í leiðinni og menjaði hann til og málaði, og ég held barasta að mér hafi tekist að halda bílnum nokkuð jöfnum, það er allavegana ekki sjáanlegur hæðarmunur eftir nýju boddýfestingarnar
renndi með bílinn inná classic "betur sjá augu en auga" og allt það og fékk grindin svosem engar fimm stjörnur.. farið að þynnast stálið á þverbitanum við drifskaftsupphengið, og ofanverður bitinn sem er við bensíntankinn. skv þeim var framhlutinn (prófíl hlutinn) mjög góður og heill, en "ætti að hafa augun opin fyrir afturhluta af svona grind"
ég hef ekkert farið að skoða það neitt nánar en ættli maður hafi augun ekki bara opin og sjái til, mögulega hægt að laga þetta með SafeTCap kitti líka.
annars eftir þessa dæmingu þá var bara ákveðið að byrja á einhverju breytingarferli. einhverstaðar þarf víst að byrja og var ákveðið að byrja á því að færa fremri boddýfestingar, en orginal festingarnar eru bæði nánast innaní hjólaskálinni, og eru óþarflega langar. . heyrt var í þessum helstu breytingaraðilum með það og voru svörin í kringum 15 tíma í þetta, eða ca 2 vinnudagar. það er eflaust rétt hjá þeim og ekkert athugavert við það en ég var ekki alveg tilbúinn í það og tók því helgina frá til að gera þetta bara sjálfur, enda spáin ekkert sú æðislegasta fyrir ferðalög. miðað við 15 tíma hjá vönum manni áættlaði ég allri helginni í þetta, og byrjaði strax á föstudegi eftir að ég stimplaði mig út.
byrjað var að skera gömlu festingarnar af, og þar fyrir aftan beið mín mjög ljótt stál, en undir orginal festingunum er smá "hilla" þar sem að mold og drulla safnast saman og fær að sitja óáreitt, og því var nánast ónýtur bitin undir festingunni, þá var byrjað að skera skemmdirnar úr og farið í að ryðbæta, tekin var stikkprufa við hliðiná suðunni fyrir utan boddyfestinguna og þykktin skoðuð. eins og sjá má þá er stálið sem var bakvið festinguna frekar ljótt, en þetta var allt hreinsað til og bætt.
vinstri hliðin töluvert skárri
smá munur á gömlu og nýju festingunni
og fyrst maður var að þess hvorteðer, þá færði ég líka festinguna aðeins aftar, við þetta var festingin ekki lengur á þverbitanum í boddýinu, en ég fann fjandi flottan stálbút sem ég gat notað til að sníða styrkingu í boddýið ásamt því að renna millilegg úr POMi nýja gatið er s.s. með styrkingu beggja vegna við gólfið og tengt í þverbitann.
allt punktað saman og mátað í síðasta skipti áður en allt er soðið saman
þetta tók vel innan þessara 15 tíma sem ég hafði áættlað í þetta, þannig að ég tók dag 2 í það að fara nógu margar umferðir af lakki og skilja hvergi eftir bert stál og tók frambitann í leiðinni og menjaði hann til og málaði, og ég held barasta að mér hafi tekist að halda bílnum nokkuð jöfnum, það er allavegana ekki sjáanlegur hæðarmunur eftir nýju boddýfestingarnar
-
- Innlegg: 2703
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Toyota ævintýrið
Flott þetta. Framhlutinn á grindinni þinni er allavega betri en gamla grindin mín (sem ég er búin að skipta út).
Það er minnir mig einhver inni á Facebook grúppunni "Tacoma Iceland" sem er með teikningar til að skera út grindarhlutana að aftan.
Já, og svo á ég heillegan grindarbita fyrir drifskaftsupphengju. Hann var það eina sem ég hirti úr gömlu grindinni hjá mér, enda hafði honum greinilega verið skipt út.
Það er minnir mig einhver inni á Facebook grúppunni "Tacoma Iceland" sem er með teikningar til að skera út grindarhlutana að aftan.
Já, og svo á ég heillegan grindarbita fyrir drifskaftsupphengju. Hann var það eina sem ég hirti úr gömlu grindinni hjá mér, enda hafði honum greinilega verið skipt út.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur