Hilux ferðabifreið

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.nóv 2021, 21:54

Jæja ekki hefur svo margt verið að gerast undanfarið en ég stefni á að ráða bót á því

Í byrjun okt skruppum við með F4x4 Suðurland í Sultarfit, fundum þar smá af fyrsta snjó og var bara gaman, mjög góð mæting og allar gerðir og stærðir bíla

Image
Við Sultarfit
Image
Mig hafði lengi langað að bæta lýsinguna framaná Hilux en varð ekki erindi sem erfiði þar til ég fann þessar luktir. Raunar hef ég í tvígang keypt álíka luktir dýrum dómum en komist að því að þrátt fyrir að þau séu merkt ýmsu (DOT, E, ECE eða SAE) merkingum þá er ekkert að marka þær. Ljósgeislinn er þannig tvístraður að það veldur glýju þeim sem á móti koma, auk þess sem dreifing geislans sóast út í buskann og jafnvel upp í loftið.

Þessar luktir hinsvegar eru mjög vel heppnaðar, skurður ljósgeislans er mun greinilegri en í upprunalegu ljósunum og ekkert mál að ljósastilla við ljósamælitæki. Þá er ljósmagnið mjög hæfilegt, ekkert ofboðslegt á lága geislanum en ansi öflugt á þeim háa, mun líkara því sem eðlilegt getur talist í nýrri bílum í dag. Því get ég mælt með nákvæmlega þessari gerð. Því miður fór annað hitt settið í ruslið því sá vildi ekki endurgreiða nema fá ljósin til baka til USA en sá sem seldi mér fyrsta settið endurgreiddi mér ljósin og vildi ekki fá þau til baka.

https://www.amazon.com/gp/product/B07DV ... UTF8&psc=1

Image
Eftir ferðina í sultarfit fór að heyrast í stangarlegu í annarri loftdælunni, ég aftengdi hana og kom mér heim á hinni dælunni einni saman, opnaði þá þessa sem var með læti og svona leit það nokkurnveginn út :D Búin að vera í misnotkun í 4 ár bakvið aftursætin í hilux og örugglega ofhitnað margoft, ganga á pressustand í 130 psi og í gang aftur á 95ps. Hafa verið aftan á palli síðan síðasta vetur og búnar að innbyrða ryk og ógeð, því var þetta ekki óvæntur atburður. Ætla að setja reimdrifna loftdælu og hafa eina svona bara sem back upp.

Image
Hér er meiningin að koma reimdrifinni loftdælu fyrir

Image
YORK 210 heitir dælan, er upprunalega Aircondition dæla í eldri bandarískum bílum og Volvo tildæmis, mjög afkastamikil og hefur innbyggða smurpönnu, endist því vel og þolir mikla notkun og mikinn þrýsting.

Image
Pantaði ný bretti hjá AB, ættu að koma í miðjum des. Býst við að mála þá bretti, kanta og húdd næsta vor. Ryðbæti þá hægri hjólskál sem sat eftir í seinustu umferð.

Image
Þar sem ég á bestu vini í heiminum þá verð ég með allt harðloftlæst í vetur, það eina sem ég þurfti að gera var að verða þrítugur nýverið. ARB Loftlás í framdrif takk fyrir :D


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2800
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá ellisnorra » 28.nóv 2021, 15:52

Takk fyrir að halda spjallinu ofan frostmarks. Ég les póstana þína og hef gaman af þó ég sé ekki nógu duglegur að commenta.
Hvar er skaplegast að fá york dælu þessa dagana?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 28.nóv 2021, 16:09

Ég fékk hana bara á eBay 'reconditioned unit' á tæplega 200 dali, leitin 'York 210' skilar ýmsum niðurstöðum. Mikilvægt að gæta þess að það sé 210 því það eru til minni og afkastaminni útgáfur, sömuleiðis mikilvægt að gæta þess að reimarskífan og kúpling fylgi en það er hægt að fá hjól í öllum útgáfum á þessar dælur. Þá var mér ráðið frá því að kaupa dælu frá Rockauto því þær væru í sumum tilfellum af einhverri gerð sem er eftirlíking af york sem endist afar illa.

Það er hægt að finna þessa dælu á partasölum líka og það er svolítið til af þessu hér heima, mér bauðst hún hinsvegar bæði ný, og notuð hér á töluvert hærra verði en uppgerð þarna erlendis frá og lét því slag standa.

Hér er ýmislegt um York og hvernig henni er breytt fyrir loftpressunotkun https://www.therangerstation.com/tech_l ... ssor.shtml

Sömuleiðis fjölmörg video á youtube, það eru einhverjir að nota þetta svona hérna heima og ég held þetta sé bara vandræðalaust sett up
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2800
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá ellisnorra » 28.nóv 2021, 17:47

Já, york eru snilldar dælur. Ég er með eina 210 á haugsugu sem ég nota í sérverkefni, knúin af rafmagnsmótor.
Var einmitt að spá í þessu, hvort einhver væri kominn með þær á skaplegu verði hér heima.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 05.des 2021, 01:49

Jæja dælan komin í og allt farið að virka, fyrsti prufutúr með hana í dag og lofar góðu

Image
Brakket í hönnunarferli

Image
Fyrsta mátun lofar góðu

Image
Búið að stilla reimarskífur af með snæri, færa intercooler lagnir

Image
Annar rafgeymirinn þurfti að minnka svo þetta gengi almennilega upp

Image
Endar ca. svona, ekki mikið sem sést í dæluna frá þessu sjónarhorni

https://www.youtube.com/watch?v=8N_7TK7CEjw
Smá lýsing á kerfinu

https://www.youtube.com/watch?v=j4bOc4hjbNw
Smá prófun, gríðarleg afköst jafnvel við hægagang

Image
Skruppum félagar í dag á Gjábakkaveg að prófa bíla

Image
Þessi búinn að vera í skúr í ár í klössun og með V8 chevy mótor

Image
Einmitt til þess var verið að fara prufu túr :)

Image
Öskrandi mússó

Image
Flottir í sólsetrinu

https://www.youtube.com/watch?v=zEe9OzePT30
Brekku spól
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:26

skreppur á nýársdag

Image
Þingvellir

Image
Á topp Skjaldbreiða hálftíma síðar

Image
Hádegissteik innvið ríki

Image
Image
Inn að slunkaríki bætti í snjó og jafnframt í vind og á jöklinum var skyggni ekkert, svo við snerum við

Image
Það þarf aðeins að liggja undir þessu líka

Image
Mússó trónir fyrir sólu á Skjaldbreið öðru sinni þennan dag

Image
Aðeins að athuga með hryssurnar

Image
Image
Allir fara ný baðaðir í nýja árið
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:28

https://youtu.be/f7rY6XxGFu0

Gerði tilraun með dælingu í 1 38" dekk með AC dælu og úrhleypitölvunni hans Tryggva það vóru 55 sek 0-20 psi við hæggang.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:33

Image
Næst á dagskrá var framdrif

Image
Ég hélt að kambur og pinion væru að éta sig saman en þarna kom i ljos að það voru mismunadrifhjólin

Image
Allt í flísum

Image
Þarna hafði flís farið á milli gíra en ekkert að sjá að gírunum annað nema auðvitað máð og slitið vegna óhreininda í olíunni

Image
Slæma olían gerði legum heldur ekkert gott, og þarna hafði setið vatn einhverntíma

Image
Nýjar legur, nýtt 5.29 hlutfall og ARB lás

Image
Fluid film

Image
Ný bretti í jólagjöf

Image
Nú fennir ekki lengur inn að olíuverki svo olíugjöfin frjósi föst í botni, það var orðið þreyttur brandari... en kom ekki að sök það dugði yfirleitt að kúpla saman til að halda aftur af vélinni enda aflið takmarkað

Image
Spilið bundið og tjóðrað í pallinn, hér gerir maður sitt besta bara. Krækt að neðanverðu einnig. Þetta spil vegur um 40 kg á að giska á 0kmh en verður því 8000kg á 90kmh. Ég hef séð það að þeir svölustu hafa spilið laust aftur í skotti á bílum sínum.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:39

Image
Stefnan sett á Strútsskála og þarna að bíða eftir félögum í Tröllagjá

Image
Verið að athuga hryssurnar

Image
Og brynna þeim..

Image
Krap-bólgnir lækir voru farartálmi en allt hafðist þó

Image
Hlammaður af klaka

Image
Við Einhyrning

Image
Og þar kom brestur! Framöxull snerist sundur, greinilegt að læsingin virkar vel :)

Image
Því varð ekkert að strúts ferð hjá mér, sneri við og fór einbíla til byggða á þríhjóladrifnu. Hrósa happi að hafa komist þannig yfir krapabólgna lækinn í Tröllagjánni en setti spilið á til öryggis því ég hafði séð álitlegan stein sem ég hefði annars getað húkkað í.

Image
Image
Stuttu síðar heyrði ég frá félögum mínum sem héldu áfram að þeir væru einnig snúnir við, brotið drif


Smá samskutla sem félagi minn útbjó:

https://www.youtube.com/watch?v=IylAQoOktv0
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:44

Image
Þarna brast hann!

Image
Þetta var til á lager heima í skúr. Hef nú með mér vara öxul

Image
Öxul hósurnar eru voða kappaksturs legar

Image
Snittaði fyrir smurkopp á öxulflangsinn, þá má skjóta feiti inn að hjóllegum og blanda gírolí samanvið, þetta hefur verið vandasamt verk undanfarin ár og tímafrekt en þetta ætla ég að prófa núna enda setti ég á sama tíma nýjar legur.

Image
Gamla aukarafið tekið í nefið, þarna gömul bílskúrstafla einsog vinsælt var fyrir 20 árum með relayum og allskyns víraflækjum, þetta virkaði reyndar allt furðuvel

Image
Þarna myndast mikið pláss, en af nógu að taka að grisja vírarafkerfi

Image
Leiðarar lagðir í ídráttarrör út að brettunum, og eitt ídráttarrör nær gegnum allann bílinn og endar aftanvið aftursætin. Þetta auðveldar allar seinni viðbætur ef einhverjar verða.

Image
Image
Þarna verður contrólið og já það er einn sökkull laus, hvað ætti ég að fá mér þar... hmm
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 11.feb 2022, 17:00

Þessar ferðir á Skjaldbreiður á þessum bíl eru orðnar þannig að ég sleppi taumhaldinu bara við Þingvelli og fákurinn hleypur þetta viljugur af gömlum vana. Ætli það sé ekki fjórða förin á þessar slóðir þetta snjótímabil. Hvað um það, það er yfirleitt gaman að fylgja félögum á nýsmíðuðum bílum prufutúrinn.

Image

Flott sólarupprás

Image

Willis með 360 fraus raki í eldsneytisssíu hún fjarlægð og haldið áfram

Image

Faðir minn hefur ferðast um öll fjöll og fyrnindi sumar sem vetur frá því snemma 80 og eitthvað, en komin lágdeyða og doði í jeppaáhugann svo hann fékk sér fjórhjól frá rússlandi sem reynist svona hin mesta skemmtun á fjöllum

Image

Súkkurnar eiga alltaf skilið respekt, þessar vær eldri eru báðar með big block suzuki vélar.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


tommi3520
Innlegg: 196
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá tommi3520 » 12.feb 2022, 04:11

Gaman að fylgjast með þessum þráð.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 12.feb 2022, 17:04

já takk maður er alltaf eitthvað að skjótast eða eitthvað að brasa og bara gaman að halda skrá um það


skruppum í setrið

Image
Ókum framá þennan villis við bláfellsháls á leið okkar innúr, sá hafði snúið við vegna bilunar og þarna affelgað dekk

Image

Komin í setrið um miðnætti, gekk frekar hægt í kringum Loðmund en annars ágætis færi

Image

Blint um morguninn

Image

Bílaverkstæðis gryfja

Image

Sprungin túrbína í patról

Image

Skyggnið að batna, Kerlingarfjöll falleg

Image
Image

flotinn og einn í bílskúr, allir voru samt eitthvað aðeins bilaðir samt mis illa

Image

Langi rauður stendur sína plikt

Image

Sól-Setrið

Image

Bleikt og Blátt

Image

Lamb-öxull kominn á kol

Image
Image

Image

Fórum austuraf og inn á Kvíslaveitur, á þeirri leið var færið mjög þungt en gekk býsna vel ef ég ók með annað hjól í förum eftir 46" bíl og hitt utanvið, utan fara gekk afar rólega og í hjólförum stærri bílanna sátum við á kviðnum.

Image

Hekla, Fjallabak

Image

Þórisvatn, Vatnsfell
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1882
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 19.jún 2022, 10:15

Jæja er ekki réttast að gera vetrinum góð skil hér, gleymdi alveg að skrifa frá febrúar, reyndar fórum við ekki mikið, einhverja helgarskreppi þar sem myndavélin var ekki mikið á lofti, nokkrar ferðir á Langjökul en upp úr stóð ferð okkar í veturlok á Grímsfjall


Image
Þannig var staðan 13. apríl, við leið upp að Bragabót og þarna séð yfir Þingvallavatn, hálfgert vor veður

Image
Stopp við gatið Jaka megin, skemmtilegt að sjá breytingar í hvert skipti sem það er heimsótt, sýnir glögglega hreyfingar á ísnum

Image
Stefnt að HúsafelliNú svo var ekki frá mörgu að segja fyrr en um mánaðamót apríl maí þegar við fórum á Grímsfjall

Við upphaf ferðar uppgötvaðist að ekkert slökkvitæki var í Langa rauð, og þegar átti að bjarga því í Byko eða Húsasmiðju á selfossi(annað lokað) þá kom í ljós að tækin voru tæplega ársgömul, og stutt í að þyrfti að endurnýja, og verðið, já fullt verð, 9000 kall og enginn afsláttur í boði. Því fórum við á fjallið slökkvitækislaus, það angraði mig svolítið :)

Image

Þegar komið var í Hrauneyjar uppgötvaði ég að þó bíllinn væri með lengri bílum þá var hann sannarlega ekki með þeim stærri, þarna mátti hilux sér lítils innanum tröllin

Image

Einhver þurfti að fórna sér fremstur og auðvitað eru það þeir sem lenda í klandrinu, finna krapann.. Langi rauður og aðrir náðu að feta við hlið hans, þarna skiptu þyngd, loftþrýstingur í dekkjum og hraði sköpum

Image
Image

Komum í Jökulheima í ljósaskiptunum um kvöldið, gistum eina nótt

Image

Árla laugardags haldið á jökulinn, stefna tekin að Pálsfjalli

Image
Pálsfjall
Image

Komin á fjallið

Image

Þessi útbúnaður er að reynast vel, ætli sé ekki að nálgast 20.000 km á þessum legum og ekki vart við leka né önnur vandræði, hef brotið nokkur svona hraðtengi en er með fullan poka af þeim í bílnum, kostuðu 50stk 2800 kr. með sendingu frá AliExpress, hérlendis er algengt verð 400-600kr fyrir stykkið og þau sýnast mér vera litlu betri

Image

Kynding í byggingum á Grímsfjalli eru meir en lítið sérkennileg, en svínvirkar. Án þess að ég tjái mig um það í smáatriðum og uppvísi fávisku mína þá minnir mig og skilst mér að í rörunum sé spíritus sem hringsólar í pípunni þó hún liggi í einstefnu, þ.e. spírinn hitnar í borholunni og leitar þannig upp sem gas, þéttist og lekur niður aftur í sama rörinu og þannig hringrásar kerfið, vitrari mér mega leiðrétta ef þeir þekkja málið betur
Image

Auðvitað lambalæri, það er orðin regla á fjallaferðum

Image

Örlítið veðurbarinn

Image

Slóðin

Image

Þarna er fallegt útsýni af hamrinum yfir hálendið til norðvesturs, við sáum Hágöngurnar öðru hverju stíga úr þokunni en á góðum degi sést vel yfir á Hofsjökulssvæðið, kvíslaveiturnar og þjórsárver
Image

Í lok ferðar fylltu sumir á tanka, ég gerði það upp á grínið því ég hafði aukatankinn enn fullan, en í þessa för fóru 43 lítrar á langa rauð, mér sýndist vera algengt að aðrir settu tvöfalt það, en þeir fóru líka hraðar yfir

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir