Þetta er Nissan Navara D22 2.5Tdi 2005 árgerð ekinn 328.000 þegar vél númer eitt gaf sig, sem er víst helvíti góð ending miðað við að margar þeirra voru að hrynja við 50-60þús km akstur.
Eignaðist þetta grey í sumar, hann hafði stimplað sig út eins og er algengt með þessar YD25DDti vélar sem eru víst upphaflega ættaðar frá Renault. Vandmálið í þessum vél er að stimpilboltarnir gefa sig og stöngin losnar frá sveifarásnum sem veldur því að ásinn nær að kýla stöngina út í gegnum blokk, þetta er hægt að koma í veg fyrir með endurbættum stangarlegu boltum.
Fyrsta mál var að taka bílinn og skoða grind og almennt ástand hvort það borgaði sig að bjarga honum og kom í ljós að hann er bara helvíti heill og óryðgaður miðað við marga þessa bíla svo að það var ráðist í að laga hann.
Svo vildi svo heppilega til að tengdó átti svona mótor sem var búið að setja fullt af peningum í, þar á meðal upptekið olíuverk, nýjir spíssar nýr tímagír og sveifarás renndur og nýjar legur í yfirstærð en sá mótor entist ekki nema 1500km eftir þá upptekt því að þá brotnaði sveifarásinn í fremstu stimpilstönginni. Þessir ásar virðast ekki þola rennsli. En eina sem var skemmt í þeim mótor var sveifarásinn og legur svo að ég pantaði orginal sveifarás í standard stærð sem var í góðu standi frá Bretlandi ásamt nýjum höfuð og stangarlegum og nýjum stangarleguboltum.
Nýji ásinn kominn í ásamt legum og boltum og allt hert saman.
Neðri tímakeðja
Og svo sú efri og olíudæla kominn á vélina
Og svo loks ísetning
Svo var nauðsynlegt að fjarlægja sæti og teppi úr bílnum til að þrífa margra ára uppsafnaða drullu. Tók sætin og teppið og notaði háþrýstidælu og mikið af sápu svo fékk það að vera 2 daga inn í hitakompu til þerris.
Fyrir
Eftir
Og fyrst að hann var kominn í gang og orðinn þokkalegur að innan þá þurfti að búa til smá pláss fyrir önnur dekk svo hann verði ekki svona aumingjalegur í útliti.
Að framan skar ég aðeins úr aftanverðri hjólskálinni og færði innar til að geta beygt með góðu og notaði svo bara sleikjulista til að "framlengja" brettakantana yfir dekkin. Þetta er 33" á 10" breiðum felgum.
Þannig að núna er hann svona og síðan að ég lagaði hann er hann búinn að rúlla rúmlega 6.000km og það verður að segjast að þessi vél sé helvíti skemmtileg varðandi afl og eyðslu miðað við sambærilega 2.5 dísel mótora í svona bílum.
Gæti alveg trúað því að ég komi til með að setja hann á stærri dekk síðar meir en þetta er helvíti hentugt eins og hann er í daglega notkun, það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga svona hjóla/sleðabíl :D
Nissan Navara D22 2.5 2005
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Nissan Navara D22 2.5 2005
Gaman að þessu, vel gert!
Re: Nissan Navara D22 2.5 2005
Glæsilegt, gott að geta sullað saman svona dóti og fengi fínan bíl út úr því.
Ég þekki þessa bíla afar lítið og skildi ekki alveg lýsinguna hjá þér á biluninni, hvort eru það stimpil-boltarnir eða stangaleguboltarnir sem gefa sig í þessum mótorum?
Ekki að það skipti neinu máli úr þessu, en þá grunar mig að handvömm sé það sem orsaki að sveifarásar detta í tvennt skömmu eftir rennslu. Að ekki sé nægilega vandað til að hafa rúnning (radíus) í jaðri legusætanna. Of þröng kverk þar myndar mikla spennuhækkun í efninu sem veldur sprungumyndun sem vex mjög hratt. Það er ótrúlegt að sjá sveifarása í vörubílum sem þola keyrslu til tunglsins og til baka aftur detta í tvennt skömmu eftir að rennt er af þeim næfurþunnt lag. Ég kaupi ekki alveg skýringuna að sumir sveifarásar þoli ekki rennslu, það er dálítið afstætt held ég.
Hvernig er það annars, er ekki næst á dagskrá að leggjast í mega-ryðvarnaræfingar til að verja gripinn næstu ár?
Ég þekki þessa bíla afar lítið og skildi ekki alveg lýsinguna hjá þér á biluninni, hvort eru það stimpil-boltarnir eða stangaleguboltarnir sem gefa sig í þessum mótorum?
Ekki að það skipti neinu máli úr þessu, en þá grunar mig að handvömm sé það sem orsaki að sveifarásar detta í tvennt skömmu eftir rennslu. Að ekki sé nægilega vandað til að hafa rúnning (radíus) í jaðri legusætanna. Of þröng kverk þar myndar mikla spennuhækkun í efninu sem veldur sprungumyndun sem vex mjög hratt. Það er ótrúlegt að sjá sveifarása í vörubílum sem þola keyrslu til tunglsins og til baka aftur detta í tvennt skömmu eftir að rennt er af þeim næfurþunnt lag. Ég kaupi ekki alveg skýringuna að sumir sveifarásar þoli ekki rennslu, það er dálítið afstætt held ég.
Hvernig er það annars, er ekki næst á dagskrá að leggjast í mega-ryðvarnaræfingar til að verja gripinn næstu ár?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Nissan Navara D22 2.5 2005
Það eru jú stangarlegu boltarnir sem gefa sig, enda ekki nema 8mm boltar og svakaleg hersla, en jú það stendur til að taka hann og fyrirbyggja ryð bæði í grind og boddýi, ásamt því að hækka hann jafnvel örlítið meira.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Snæri og 1 gestur