Jamm sælir félagar var að eignast gamlan 90 Cruser árgerð 1997 38" breittan og sérskoðaðan ekinn 334.000km sirka með 4:88 hlutföllum.Búið er að skipta um hedd og túrbínu í um 250.000 km og tímareym fyrir stuttu.
Skipt var um framdrif síðasta vetur og kúplingu og fleira hosur og legur í leiðinni. Framdrifið brotnaði og var því sett allt nýtt. Í kagganum er stór ál aukatankur. Einnig er búið að færa afturhásingu aftur um 15 cm.
Búið er að færa upp einhverjar bodífestingar og annars staðar eru 10 cm plastkubbar og virðist þetta vera til friðs.Þar sem þessir bílar eiga til að ryðga á grind fór ég í að fara yfir alla grindin framan frá og aftur úr. Fann svo til ekkert ryð sem getur talist alvarlegt. Þó þar sem festingar fyrir hliðarstífuna vinstramegi að aftan hafði verið grödduð úr var orðið mög þunt.Einnig skoðaði ég festingar fyrir stífurnar á afturhásingunni og hásinguna líka og var það allt í góðu lagi. Skar það upp og setti alvöru járn í staðinn og svo neðan í grindinni fyrir framan stífufestinguna vinstramegin fyrir afturhásinguna. Setti smá stubb þar inn í um 4 cm á lengd og 3 cm á breidd. Setti svo rúststopp í þvotta könnu og sprautaði inn í og á nokkra staði sem vont er að komast að með könnunni. Fór samt vel yfir alla grindina með hamri og skrúfjárni til að kanna þyktina sem var bara í finu lagi að sjá og heyra. Alla vega datt ég hvergi í gegn þrátt fyrir að hafa barið hraustlega í draslið.Þó er yfirborðs ryð þar sem bíllinn hefur staðið mikið hér í bæ.Ætla að prufa þetta í vetur eða þar til ég sel hann eins og allt sem maður á. Vigtaði hann á slitinni 35" með annan tankinn svo til fullan og var hann 2080 kg.
Kann vel við vél og kassa en þykir hann frekar lágt drifaður á 35" dekkunum. Það fylgdu honum góð negld 38" AT dekk á 14" breiðum felgum. Einnig er í honum ram festing og lagnir fyrir GSP Yeasu talstöð Fini loftdæla lagnir fyrir spil og festingar líka sæti fyrir drullutjakk og fleira sem príður góðan Fjallajeppa. Átti til gamlan Warn af elstu gerð í flottu lagi þar sem rafmótorinn er ofan á spilinu.Læt inn myndir af því sem ég er að gera á næstu vikum. Spurning að setja úrhleypibúnað í hann.Kveðja úr Himnaríki
90 Cruser
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
90 Cruser
- Viðhengi
-
- DSCN4401.JPG (276.86 KiB) Viewed 3064 times
-
- DSCN4399.JPG (290.12 KiB) Viewed 3064 times
-
- DSCN4400.JPG (289.44 KiB) Viewed 3064 times
-
- DSCN4392.JPG (285.04 KiB) Viewed 3064 times
-
- DSCN4362.JPG (271.04 KiB) Viewed 3065 times
-
- DSCN4404.JPG (288.31 KiB) Viewed 3065 times
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: 90 Cruser
Ætlar þú að breyta bílnum eitthvað meira?
Stærri dekk?
Stærri dekk?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 90 Cruser
Jamm sæll nei tel hann ekki þola það drifrásarlega séð prufan og sel svo að venju
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 90 Cruser
Hann er kannski lágt gíraður á 35-tommu dekkjum með 4:88 í kögglunum enda beinskiptur. Ætti að vera að snúast 2200 snúninga á 90 km/t.
Minn er sjálfskiptur og er á 1800 snúningum á 90 og yfirleitt þarf ég að snúa honum upp í 90-100 til að sjálfskiptingin læsi efsta gírnum. Þetta er bara út af muninum á hlutföllum í efsta gír. Sjálfskiptingin með 0.7 en gírkassinn með 0.84
Með 38 tommu dekk undir þessum ætti vélin að vera að snúast um 2000 snúninga á 90 km/t. og henni líður vel á þeim snúningi.
Þetta virðist vera fínt eintak af barbí-krúser, veiki hlekkurinn er framdrifið. Þú gætir kannski reynt að finna sverara framdrif úr yngri toyotu, 4runner og landcruiser komu með 8" að framan upp úr 2003 og Hilux eftir 2005.
Minn er sjálfskiptur og er á 1800 snúningum á 90 og yfirleitt þarf ég að snúa honum upp í 90-100 til að sjálfskiptingin læsi efsta gírnum. Þetta er bara út af muninum á hlutföllum í efsta gír. Sjálfskiptingin með 0.7 en gírkassinn með 0.84
Með 38 tommu dekk undir þessum ætti vélin að vera að snúast um 2000 snúninga á 90 km/t. og henni líður vel á þeim snúningi.
Þetta virðist vera fínt eintak af barbí-krúser, veiki hlekkurinn er framdrifið. Þú gætir kannski reynt að finna sverara framdrif úr yngri toyotu, 4runner og landcruiser komu með 8" að framan upp úr 2003 og Hilux eftir 2005.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Snæri og 1 gestur