HI-Lux ferðabifreið

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1566
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 07.aug 2017, 10:01

Halló, ég hef haft þann vanann á þegar ég eignast "nýja" jeppa að skrifa svolítið um þá hér á jeppaspjall, fyrst gerði ég þetta með Suzuki Vitara jeppa sem ég átti 2008-2014 og svo með Ford Explorer jeppa sem ég átti 2014 til 2017.

Hér má sjá skrif um þá bíla

Súkkan mín

Fordinn minn

Þó er mér mikill miður að sjá að myndirnar sem ég hef dundað mér við að setja við skrifin undanfarin ár eru horfnar, og Photobucket hýsingaraðilinn vill fá 399.90 dollar á ári til að leyfa myndunum að njóta sín. Slík viðskipti er ég ekki tilbúinn að samþykkja, hefði talið nær að þeir lokuðu á þjónustuna en hefðu gjaldtökuna ekki afturvirka. En svona er nútíminn það verða allir að græða græða græða :)Á meðan er ég hér sæll og glaður með minn "nýja" jeppa, og eyði eyði eyði í hann, bæði tíma, vinnu og peningum. Afraksturinn á svo eftir að koma í ljós.

Planið er í stuttu máli svona, 2017 sumar og haust gera bílinn á vetur setjandi, útvega 38" dekk og felgur, yfirfara undirvagn, lappa eitthvað upp á útlit, loka ryðskemmdum á palli og sílsum, virkja læsingu að aftan

Þegar þetta er skrifað er verkið langt komið, ég eignast bílinn í sumarbyrjun og hef gripið í hann svona öðru hvoru og pantað í hann ýmsa varahluti öðru hverju og tekið rispur.

Nóg um það. Hér eru nokkrar myndir frá uppboðinu þaðan sem ég keypti bílinn

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1566
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 07.aug 2017, 14:35

Fyrsta verse þegar á Hraunið var komið (verkstæðið mitt)

Reif alla innréttingu úr bílnum að mælaborðinu frátöldu að vísu, lét það eiga sig í þetta skipti, fljótlega kom í ljós að botninn á bílnum var mjög heill, allt nema biti undir bílstjórasæti og þar með hluti af gólfpönnunni einnig. Þá var bara að grípa slíprokkinn

Image

Smá bót í máli...

Image

Epoxy grunnur samskeytalím og ferrari rauður litur ,

Image

Image

Þessar mottur fékk ég í Múrbúðinni, vatnsheldar málningarmottur, setti þær fjórfalt það ætti að auka einangrun en þarf að fylgjast með hvort saggi undir þeim, en raki innan úr bíl ætti ekki að komast niður að stáli með þessum mottum

Image

Háþrýstiþvoði teppið og henti sætunum í ruslið, lyktin í bílnum allt önnur, fann ýmislegt sem safnast hefur gegnum árin, eina nótu fann ég frá Íhlutum upp á 964 kr og var hún dagsett á vordögum árið 2003!

Image

Mótorinn fyrir raflásinn var vitaskuld ónýtur... :)

Image

fékk sæti úr subaru legacy mjög þægileg og fín, menn voru að segja að þau pössuðu nánast beint í, þ.e. 3 af 4 boltagötum pössuðu og vissulega er það rétt, en ég settist í bílinn og fann strax fyrir því að hryggurinn skekktist, það gæti ekki þótt gott á langri fjallaferð, þannig ég smíðaði botna undir sleðana þannig bæði hallar sætisbotninn aftur og er allur hærri, og hallar ekki til hliðanna eins og hann hefði annars gert.

Image

Ég notaði sömu aðferð við að þrífa þessi sæti eins og ég er vanur, þar sem þau eru ekki með afturendahitara þá lét ég vaða með háþrýstidælu og olíuhreisi og ýmsum sápum og urðu þau fljótlega eins og ný!

Image

Komin á sinn stað
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is


Robert
Innlegg: 139
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Robert » 07.aug 2017, 17:24

Búinn að bíða eftur að þú kæmir með þráð um þennan er búin að sjá hann fyrir utan. Hlakka til að fylgjast með.

Kv.Róbert

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1095
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Járni » 07.aug 2017, 20:43

Ljómandi, til lukku með þennan.

En í sambandi við myndirnar, þá er það mikið betra að senda myndirnar inn á jeppaspjallið og láta okkur um að hýsa þær. Það er margbúið að koma fyrir að Facebook, imgur, blablbalbabla breyti einhverju og snilldarþræðir verða heldur rýrir.
2013 Specialized Sirrus
2000 Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1566
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 08.aug 2017, 17:38

Því næst kippti ég pallinum af, og þessum skelfilega stuðararæfli... stend þó frammi fyrir því að endursmíða hann því ég finn engann betri...

Image

og á bakið með hann, bætti aðeins í botninn og skipti um tvo þverbitana, sá fremri sem heldur pallinum við grind var alveg laus svo það styttist í að hiluxinn hefði sjálfvirkan sturtubúnað

Image

Þá bar að líta ýmsar skemmtilegar viðgerðir sem hafa verið framkvæmdar með takmörkuðum tólum eða kunnáttu eða metnað :)

Image

Hér er að koma mynd á fremsta þverbitann á pallinum

Image

Ég svaf illa eftir að hafa horft á þennan stuðara svolítinn tíma, Ég held ég skeri allt af honum nema gatagrindina sem boltast í grindina og smíða almennilegan stuðara, og þá með stýringu inn í grindina á bílnum líka, þessi var farin að "fjaðra"

Image

Festi demparana betur, fjarlægði ýmsar ófullkomnar viðgerðir

Image

Nógu gott fyrir mig

Image

Það var þrautaleikur að koma honum á lyftu svoleiðis að hann færi ekki á nefið þegar pallinn vantar... :)

Image

Fleiri ófullkomnar viðgerðir ... -_-

Image

Image

Fékk nýja hluti í bremsurnar, skilti hemladælur og diska að framan eftir, tek það seinna og ef bíllinn stenst ekki skoðun með þeim...

Image

Komnar hægjur, takið eftir ballastinu á "pallinum" :)

Image

Kippti pönnunni undan vélinni, og reif bæði framhjólin í spað

Image

Málaði nýju pönnuna silfurgráa, leiðist svartur litur í undirvagni, þarna birtir yfir öllu og auðvelt að sjá hvað er að ske ef eitthvað klikkar í óbyggðum

Image

Fékk glænýjan krómstuðara að framan, sá gamli var vægast sagt ónýtur

Image

Nýjar driflokur hjá AISIN (orginal) þær gömlu voru rangt samsettar og í aðra þeirra vantaði alveg kólfinn, veit ekki hvað til stóð þar...?

og ný þéttisett og prjónalegur í hjólnöv að framan svo ytri öxull sitji nu rétt í lokunni og brjóti hana ekki

Image

nýjir ytri öxulliðir og hosur

Image

Ég sleit sundur strekkibolta fyrir vindustangir það kom mikill kvellur og vakti athygli nágrannana sem þó eru ýmsu vanir frá mér...

Image

Image

Framdrifið er ólæst og verður það fyrst um sinn, hlutfallið er 5.29 á móti 1

Image

allt að skríða saman

Image

Hægt að bóna undirvagninn nærri því

Image

Afturdrifið úr, þar er raflás, keypti hjá Kristjáni í Borgarnesi loft tjakk sem ég fæ á næstu dögum og smelli í og tek mynd.

Image

smá munur

Image

Image

Ef þið eigið eða vitið um gamlar myndir af þessum bíl, breytingum eða fjallaferðum eða bara hvað sem er, þá þætti mér gaman að fá þær hér í þráðinn, þessi bíll var lengst af á suðurlandi og á einhverjum tímapunkti með einkamerkið REYKUR
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is


sukkaturbo
Innlegg: 2797
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá sukkaturbo » 08.aug 2017, 20:13

Jamm flott að sjá bílinn fæðast upp á nýtt. Hann verður sko eigulegur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1566
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.aug 2017, 18:10

gps.jpg
GARMIN GPS 276 CX
gps.jpg (202.92 KiB) Viewed 774 timesEr að spá í að panta þetta hvað finnst mönnum um það

http://a.co/bbb58ye
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is


JónP
Innlegg: 19
Skráður: 05.maí 2016, 17:49
Fullt nafn: Jón Pálmar Ragnarsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá JónP » 09.aug 2017, 19:55

Þetta er flott tæki. Hef notað svona. Stór og bjartur skjár. Á reyndar sjálfur klassísku eldri útgáfuna 276c og mjög ánægður með það.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1566
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.aug 2017, 20:10

JónP wrote:Þetta er flott tæki. Hef notað svona. Stór og bjartur skjár. Á reyndar sjálfur klassísku eldri útgáfuna 276c og mjög ánægður með það.


Já mér hefur sýnst það þetta sé vinsælt tæki en dýrt á íslandi, þolanlegt á Amazon, var síðast með Garmin 128 án korts, hef verið með öðru hverju handtæki og PC tölvu en ætla mér ekki að setja tölvu í bílinn frekar gott gps tæki og lýst vel á 276CX
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is


Rodeo
Innlegg: 67
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Rodeo » 09.aug 2017, 23:20

Takk fyrir alltaf gaman að kíkja á svona þræði og sjá hvernig menn byggja og endurbyggja af þekkingu og metnaði.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


olei
Innlegg: 742
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá olei » 10.aug 2017, 12:28

Alltaf gaman að skoða myndir af gömlum breytingum, stundum lærir maður eitthvað af þeim.
Hér er tvennt sem ég sé sem er nokkuð algengt að menn klikka á.

1) Demparafestingin. Hornið sem er sett við flatjárnið til styrkingar nær bara upp á miðjan grindarbitann í stað þess að ná alla leið upp að efri brún bitans. Á miðjum grindarbitanum má líta á svæðið sem slétta plötu - það er eru nokkrir cm í efra og neða flauið á grindinni og lítill stífleiki í kraftstefnunni sem eyrað veldur á svæðið. Þessvegna jagast þetta út með tímanum, springur og ryðgar í búðing. Ef styrkingin næði upp að efri brún er það svæði orðið miklu stífara og sterkara og sveigjan minni.

2) Stífufestingarnar á hásingunni, full af bílum sem þetta er smíðað úr of þunnu efni eða of litlu. Menn miða við original festingar sem eru úr miklu sterkara stáli og að auki þaul-hannaðar í burðarþolsforritum. Erfitt að copera þá hönnun í bílskúrnum úr mildu smíðajárni. Virkar reyndar fínt fyrstu árin en síðan fer þetta að springa af því að þreytuþolið er ekki nægjanlegt.

Til lukku með bílinn Sævar, gaman að sjá menn endurlífga gamla kagga - í dag er lítið annað að gera, það er ekki eins og nýlegir bílar séu breytingavænir.
:(


grimur
Innlegg: 680
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá grimur » 14.aug 2017, 04:06

Svo má stinga því að að það er jafnan mikið þynnra í C bita toyota grindunum að innanverðu en að utan. Þess vegna eru allar festingar sem einhverju skipta látnar ná í ytra C-ið original með því að festa ofan og/eða neðan í það innanfrá. Endilega að skoða hvernig gengið er frá hlutunum original hversu asnalegt sem það kann að virðast og reyna að finna út hvers vegna, oftast er það engin tilviljun. Frágangur sem virðir ekki grundvallar hönnunarreglur er ansi útsettur fyrir að endast ekki vel.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir