Það er löngu orðið tímabært að smella inn myndum af eilífðarverkefninu mínu hér á jeppaspjallinu. Vitleysan hófst fyrir ca 4 árum þegar ákveðið var að smíða bíl sem átti að geta fjaðrað betur, haft lengra hjólhaf og umfram allt vera sterkari og léttari en það sem ég hef hingað til verið að skrölta á uppá fjöllum.
Gekk með það lengi í maganum hvort ég ætti að smíða tveggja sæta tittling eða einhverskonar ferðabíl. Niðurstaðan var að þetta tvennt verður aldrei fengið í sama bílnum og eg skildi fyrst smíða ferðawillysinn.
Verkefnið fékk fljótlega viðurnefnið Rörið og voru hönnunarforsendurnar eitthvað á þessa leið:
- 310 cm hjólhaf
- 41-46“ dekk
- 55cm travel aftan
- 45cm travel framan
- Röragrind
- Ál/plast boddý
- Patrol hásingar
- Einhverskonar willys útlit
- Geta keyrt topplaus með 4 manna fjölskyldu í ísbúðina
Smíða allt nema gluggastykki, hurðar og afturhlera.
Var helvíti blankur þegar ég byrjaði (og er reyndar alltaf) þannig að það var vaðið áfram án þess að hafa alltaf réttu hlutina í höndunum eins og mótor og dempara sem hefur kostað töluverðan tvíverknað.
Og svo var byrjað að teikna:
Fann I-Bita úti á túni:
Rörið að fæðast
Farangursrýmið að fæðast, miðað við boddýlengdina verður hægt að sofa í skottinu á honum ef engin eru aftursætin:
Var að spá í að nota þessa Öhlins eðal dempara en þeir eru helvíti stuttir, stillanlegt rebound og compression utaná þeim en þótti þeir of litlir og grannir til að troða fremst á stífuna.
Mátað í lengingu á húsi, átti þó eftir að lengjast meira en þetta:
Þverrörið undir mælaborðinu:
Vélarsalurinn:
Eitthvað pælt í tönkum ofl, þessir tankar á myndinni eru tæplega 200L:
Í blankheitunum var keypt þessi öðlings GM 350 TBI en komst fljótt að þeirri niðurstöðu að ég yrði aldrei ánægður með það og léta hana frá mér aftur:
Stífuturnar og fjöðrunar pælingar:
Svo fór ég að pæla hvað væri hægt að koma köntunum hátt á svona wrangler skúffu og það var ekki mjög hátt þó maður færi aðeins uppá plasthúsið. Ákvað því að smíða skúffuna með 10cm hærri hliðum en orginal og skera neðan af toppinum í staðinn.
Þetta er ca línan sem verður tekið úr húddinu og ákvað svo síðarmeir að hækka húddið og hvalbakinn um 12cm uppá gluggastykkið að auki til að geta haft almennilegt travel. Það gefur ca 20cm hærra uppí frambretti en á orginal wrangler:
Til þess að geta hækkað hliðarnar á skúffunni um 10cm þurfti að taka 10cm úr toppnum á hæðina:
Uppkast af hliðum úr spónarplötu:
og það var farið að teikna kannta og mæla fyrir hvalbakshækkun:
Framstífur með torfærubeygju að teiknast:
Þarna var kominn í hann 4.5L línu sexa sem átti að setja turbínu við. Fékk síðar bakþanka yfir þyngdinni á henni, vorum 4 í bölvuðum vandræðum að bifa henni...
Eitthvað farið að pæla í gólfi:
Þar sem þetta er með svo stóru skotti var ákveðið að hafa allavega hjálparpúða ef ekki eingöngu púða, þá fremst á stífunni til að ná travelinu og bypass dempara með.
Fékk þessa dempara að láni:


komið uppkast af hvalbak úr áli. þess má geta að hvalbakurinn og hliðarnar voru smíðaðar úr utanhúsklæðningu til að spara í einhverjum blankheitunum...

Kanntarnir voru allir lengdir um 10 cm og hækkaðir um 10cm:

Eitthvað að skríða saman:

Ætla að lengja húddið um 12cm:

Mér þykir fram endinn á þessum könntum alltaf eitthvað skrítinn og ákvað að skálda nýjan sem passar betur við wrangler grillið og er ekki eins síður:





Vantaði nef á grindina svo það var haldið áfram að teikna:


Eyddi einu páskafríinu í að hrauna saman afturhornum, komst að því að ég kann ekki að sjóða ál myndi panta þau bara að utan frekar ef ég geri þetta aftur.

Gafst upp á álsuðunni og henti í plast hvalbak:

2006 árgerð af hurðum:

Inn og út úr skúrnum....

Eftir að hafa eytt páskunum í afturhornin komst ég að því að þau voru vitlaust beygð í grunninn, hleragatið varð einni tommu of breytt og þar fór skilyrðið um orginal afturhlera út um gluggann...


Ég asnaðist í húsakaup og fleira sem varð til þess að ekkert gerðist í þessu apparati í langan tíma og því ekki réttlætanlegt að teppa skúrinn hjá gamla mikið lengur. Gluðaði málningarafgöngum á dótið og dró heim á plan.

Ef vel er að gáð má sjá annan álwillys á þessari mynd en hann tilheyrir 5 ára syni mínum:

Hurðarfölsin smíðuð, þau eru límd saman og verða límd í hliðarnar:

Svona stendur svo kvikindið í dag, vantar í hann LS mótor og bypass dempara...
Töluvert eftir samt, þetta húdd er bara uppkast á eftir að skera aukahúddið með endanlegri línu og lengja það. Einnig þarf að klára að steypa í kannta og topp og klára gólf.


Vandamálið er bara hvað skal gera næst því það kom óvænt uppá að ég er að flytja til Ameríku í sumar og verð einhver ár. því fer helvítið í geymslu eða taka hann með út sem hljómar hálf skringilega, að flytja eitthvað willys dót til USA.
Veit að félagi minn bíður spenntur eftir að ég fari því hann á einmitt dempara og LS1 í reiðileysi en ef einhver vill kaupa þetta dekkjalaust má hinn sami hafa samband þó það sé hæpið að einhver sjái sama virði og ég í þessu hálfsmíðaða drasli.
En allavega, vonandi að menn hafi ánægju af þessum myndum...
Kv
Maggi