En hann er 98 árg
Með 2.5tdi (td300) vél
4:70 hlutföll
Arb loftlásar að framan og aftan
Og svo öllu því helsta sem sómar góðum jeppa.
Þegar ég keypti bílinn þá var nú eitt og annað sem ég vissi að þyrfti að gera.
Fyrsta sem ég gerði við bílinn var að skipta um fóðringar í framstýfum og stýfufóðringar upp við grind.
Svo komst í ljós að ég þurfti að skipta um hjöruliðskross að aftan og var skipt um hann fljótlega uppúr því.
En svo var nú eitt sem ég vissi af sem var frekar mikið leiðinlegt bras, en ég var búinn að telja mér trú um að ég gæti lagað það.
Og það var hvalbakurinn sem var farinn að láta aðeins sjá útaf ryði. En seinna kom það í ljós að honum væri ekki viðbjargandi.
stuttu eftir að sú niðurstaða var komin ákvað túrbínan að gefa sig með ógurlegum látum og lét mótorinn hrökkva á yfirsnúning sem fór nú frekar illa með flest allt sem tengist mótor.
Þá ákvað ég að best væri að rífa allt í spað og skipta um hvalbak og mótor í einu. Sem er vægast sagt hægara sagt en gert.
En ég ætla að smella inn nokkrum myndum af gripnum og framkvæmdum.

hér er bíllinn þegar ég er nýbúinn að kaupa.

hér sést ástandið á hvalbaknum....

svona er blessaður vinur minn núna og vonandi fer hann að skríða saman fljótlega