Byrjaði vikuna á að fjárfesta í "nýjum" 14,5" breiðum felgum og fékk toppmennina í Arctic Trucks til að henda þeim undir. Dekkin þau sömu At405 en fyrir voru 12" breiðar felgur
Fyrir


Eftir
Svo endaði ég vikuna á að henda í húddið "nýrri" kínadælu sem ég var að skipta út fyrir sambærilega eins stimpils sem var þar fyrir. Ég tók dæluna og fjarlægði frekar þröngar slöngur sem komu út úr stimplunum og félagi minn aðstoðaði mig við að snitta nýjan skrúfgang fyrir 1/4" tengi sem var svo hent á í staðinn. Kemur fínt út upp á aðgengi að bremsuvökvaforðabúrinu.
Tók stimplana í gegn í leiðinni og þreif burtu svarta jukkið sem virðist fylgja þessum dælum og var þetta smurt upp á nýtt í kjölfarið. Verð að láta það fylgja sögunni að dælan funhitnaði eins og hún kom original en eftir breytingar kemur mun kaldara loft úr henni og stimplarnir eru mun lengur að hitna en áður.
Nú er bara að fara upp á fjöll og prófa breytingarnar og læra á kranana sem eru á nýju felgunum :)


