Suzuki fox 1985
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
fannarlogi wrote:það besta við súkkurnar er það að þú ert aldrei verkefnalaus :D
Held það sé nú meira skilt við flesta jeppa á þessum aldri, ekki bara súkkur :P
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Sælir
Loksins er maður eh byrjaður að grúska í Purunni.
Tók heddið af 1600 súkku mótorinum og tók allt í gegn, ventlaþéttingar, slípað ventlasæti/ventla, planað og skipt um allar pakningar og pakkdósir. Sá mótor ætti að vera tilbúin í.

Svo er ég kominn í 4link pælingar, er búin að græja stýruvasa og er kominn með eitthvað uppkast af stýfum.
Eina sem ég veit um svona 4 link smíði er að það á að vera minna bil á milli stýfa fram í grind , og meira bil í hásingu.
efri stýfan á að vera styttri og neðri stýfan á að vera lárétt.sama gildir um þverstýfunna. Endilega leiðréttið mig ef ég er að bulla því ég veit ekkert hvað ég er að gera.

Kv.
Fannar Logi
Loksins er maður eh byrjaður að grúska í Purunni.
Tók heddið af 1600 súkku mótorinum og tók allt í gegn, ventlaþéttingar, slípað ventlasæti/ventla, planað og skipt um allar pakningar og pakkdósir. Sá mótor ætti að vera tilbúin í.

Svo er ég kominn í 4link pælingar, er búin að græja stýruvasa og er kominn með eitthvað uppkast af stýfum.
Eina sem ég veit um svona 4 link smíði er að það á að vera minna bil á milli stýfa fram í grind , og meira bil í hásingu.
efri stýfan á að vera styttri og neðri stýfan á að vera lárétt.sama gildir um þverstýfunna. Endilega leiðréttið mig ef ég er að bulla því ég veit ekkert hvað ég er að gera.

Kv.
Fannar Logi
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Í fourlink sem ég hef skoðaða og smíðað í Ford þá eru stífur jafnlangar en misjafnlega staðsettar í stífuvösunum , þ.e. efri stifa framar og líka jafnt bil á milli þeirra fram og aft. en svo eru allskonar fræði önnur í kringum þetta :)
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Hérna er líklega flest sem máli skiptir varðandi uppsetningu á fjöðrunar kerfum. http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... mindex.htm
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Lindemann wrote:Ég myndi giska á að svona 1600 vitara mótor sé hátt í 12 hestöfl sem segir mér að þær eru fínar til að nota sem akkeri :)
En hún hefur sennilega þann kost að vera heldur sprækari en 1300 mótorinn, örugglega ekki mikið þyngri og kostar svotil ekki neitt.
Nei ekki einusinni gott akkeri þar sem vélin vigtar ekki nema svona 60 kíló með öllu draslinu utan á.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Nú fór maður loksins að vinna eittvhvað í greyjinu. Er kominn langt með það að klára 5-link smíði.
Stýtuvasar vöru skornir út í héðni, út frá mínu skapalóni. Mjög þæginlegt að hafa þetta nákvæmlega skorið með flottri áferð.
Fóðringar í stýfum eru úr Suzuki Vitöru, en fóðring í þverstýfu er út Range Rover.
Vasar fyrir þverstýfu smíðaði ég með gamla góða deWalt rokknum .
Loftpúðar eru Firestone 500kg. og ég er að gæla við hugmyndina að hafa þá framan við hásingu, margir segja mér að það ætti alveg að vera í lagi svo lengi sem að smíðinn verði nógu sterk til að bera þyngdina.
En svo þarf bara að fara henda honum í hjólin
gefa honum allan tíman um jólin
Bruna burt í kaldan snjóinn
Inni skála og drekka allan bjórinn.

Stýtuvasar vöru skornir út í héðni, út frá mínu skapalóni. Mjög þæginlegt að hafa þetta nákvæmlega skorið með flottri áferð.
Fóðringar í stýfum eru úr Suzuki Vitöru, en fóðring í þverstýfu er út Range Rover.
Vasar fyrir þverstýfu smíðaði ég með gamla góða deWalt rokknum .
Loftpúðar eru Firestone 500kg. og ég er að gæla við hugmyndina að hafa þá framan við hásingu, margir segja mér að það ætti alveg að vera í lagi svo lengi sem að smíðinn verði nógu sterk til að bera þyngdina.
En svo þarf bara að fara henda honum í hjólin
gefa honum allan tíman um jólin
Bruna burt í kaldan snjóinn
Inni skála og drekka allan bjórinn.

-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Glæsilegt, þetta verður mýksta súkkan á svæðinu!
-
- Innlegg: 45
- Skráður: 11.feb 2014, 14:43
- Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
- Bíltegund: Suzuki Vitara
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Glæsilegt!! hvar fékstu þessa loftpúða?
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Keypti þá af verkstjóra í vinnuni hjá mér, það er hægt að fá nokkuð svipaða púða í Landvélum skilst mér.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Sælir.
Núna er Puran kominn aftur á göturnar.
Tók smá rúnt í snjó til að prófa hitt og þetta og ég er að verða nokkuð sáttur með hana.
1600cc mótorinn er að þeysa henni vel áfram og það er enginn ástæða til að halda honum alltaf í botni.
5 Link fjörðuninn og loftpúðarnir gerðu hana töluvert betri í akstri bæði á götum og erfiðu færi.
Svo vigtaði ég hana áðan nánast nánast tóma, fyrir utan einhver verkfæri og drasl . Stóð í sléttum 1200 kg. sem er þyngra en ég var að vonast eftir en svosem ágætt.
Næst á dagskrá er að smella læsingunni minni í afturdrifið, Koma fyrir VHF talstöð, Kösturum , drullusokkar og eitthvað fullt í viðbót
Núna er Puran kominn aftur á göturnar.
Tók smá rúnt í snjó til að prófa hitt og þetta og ég er að verða nokkuð sáttur með hana.
1600cc mótorinn er að þeysa henni vel áfram og það er enginn ástæða til að halda honum alltaf í botni.
5 Link fjörðuninn og loftpúðarnir gerðu hana töluvert betri í akstri bæði á götum og erfiðu færi.
Svo vigtaði ég hana áðan nánast nánast tóma, fyrir utan einhver verkfæri og drasl . Stóð í sléttum 1200 kg. sem er þyngra en ég var að vonast eftir en svosem ágætt.
Næst á dagskrá er að smella læsingunni minni í afturdrifið, Koma fyrir VHF talstöð, Kösturum , drullusokkar og eitthvað fullt í viðbót
Síðast breytt af fannarlogi þann 25.apr 2018, 19:25, breytt 2 sinnum samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Ferð inni skorradal.
Við vinirnir kíktum aðeins inní skorradal um daginn og lentum í góðu veðri og alskonar færð :D
Við vinirnir kíktum aðeins inní skorradal um daginn og lentum í góðu veðri og alskonar færð :D
Síðast breytt af fannarlogi þann 25.apr 2018, 19:33, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"

þá er mađur bùin ad djöflast helling á þessari ì vetur og fer ađ koma tìmi á frekari breytingar. t.d smìđa fjöđrun ađ framan og skella undir gorma svo ì leiđinni færa hásinguna framar.
skipta un hlutföll. Fara ùr 1:3,90 yfir ì 1:5,13 og koma ì læsingu ađ framan .
Svo bæta viđ vökvastýri.
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 16.júl 2012, 09:13
- Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
- Bíltegund: Patti
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Frábært. Er alltaf með taugar til sukku átti eina í nokkuð mörg ár :-)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
E.Har wrote:Frábært. Er alltaf með taugar til sukku átti eina í nokkuð mörg ár :-)
Væri gaman ađ sjá mynd af henni .
Svo er ekkert mál ađ rifja upp gòđa tìma og kaupa sèr eitt stykki gamla sùzì
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Ætla að bæta hérna innleggi um sumar-skutluna mína.
Þetta mun vera GEO tracker sem kallar sig víst chevrolet, en það er umdeilt mál.
Ég og konan fórum hringferð á henni sem var 2650 km ferðalag, búin að fara nokkru sinnum norður, nokkrar veiðiferðir og núna um helgina í þórsmörk.
Snilldar bíll sem svíkur ekki, vill bara virka.



Þetta mun vera GEO tracker sem kallar sig víst chevrolet, en það er umdeilt mál.
Ég og konan fórum hringferð á henni sem var 2650 km ferðalag, búin að fara nokkru sinnum norður, nokkrar veiðiferðir og núna um helgina í þórsmörk.
Snilldar bíll sem svíkur ekki, vill bara virka.



Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Þú er svakalegur súkku pjakkur :D
æðisleg er Puran orðin hjá þér, er rosalega veikur fyrir löngu fox boddyi og þinn er alveg gera mig grænann múhaha
mættir svo slaka á framúr akstrinum á þessum GEO í iðnaðarhverfinu í Garðabæ :D það eru greinilega allir að dóla
í vinnuna á morgnanna nema þú :p
æðisleg er Puran orðin hjá þér, er rosalega veikur fyrir löngu fox boddyi og þinn er alveg gera mig grænann múhaha
mættir svo slaka á framúr akstrinum á þessum GEO í iðnaðarhverfinu í Garðabæ :D það eru greinilega allir að dóla
í vinnuna á morgnanna nema þú :p
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"
Nissan terrible 1991 v6 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Ég afsaka glannaskapinn, getur verið erfitt að haga sér á "chevrolet"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Jæja. Langt síðan maður setti eitthvað inná þessa síðu
Puran er enn í minni eigu og hér er svona dittinn og dattinn sem ég hef gert í henni.
Losaði hana við þessar blessuðu framfjaðrir og setti undir loftpúða að framan, þannig að núna er hún á loftpúðum framan og aftan :D
Með því eru Landrover stýfur og heimasmíðuð þverstýfa.
Spindil halli er 7 gráður og gerir hana alveg einstaklega rásfasta, en 7 gráður finnst mér vera í það mesta .
Setti ranco stýrisdempara til að minnka jeppaveiki sem gerði samt vart við sig þrátt fyrir demparann. En hún hvarf svo þegar ég setti stýfari fóðringar í þverstýfuna og keypti önnur dekk sem voru til friðs.
Lengdi framskaftið og setti á það tvöfaldan lið, til þess að vinna á brotinu sem kemur á skaptið við hækkunn og að snúa hásingunni.
Hefði samt mátt vera beinna skaftið í drif, kemur erlítið brot á liðin niðri en ég finn ekki fyrir neinum víbring. (allaveganna ekki meira en vanalega)
Undir henni núna er GH 36" dekk á 12" breiðum felgum með ventil og 3/8 loka.
Annars nota ég bara 35" dekk á sumri.
Lækkaði hlutföll í millikassa og smíðaði svokallaðan Rock lobster.
Millihjól úr sj 413 millikassa og sj410 rennt niður og hjól sameinuð og soðið saman.
fékk þá meistara sem ég vinn með til að græja þetta fyrir mig og var það alveg fullkomið.
Rennivinnan var glæsileg og suðan ekki síðari, eftir suðu var hjólið klætt með einangrun og kólnaði í fleiri fleiri klukkutíma.
Það var en vel volgt efir 8 tíma en það var gert til að minnka hættu á sprungu í suðu.
Millikassinn svo settur saman með nýjum legum og pakkdósum og öllu. Nú er lága drifið í 4.16 :1 í stað 2.2 :1 og í snjónum er það bara að virka.
1600 vélin étur upp alla gíra og hún skoppar bara að stað :D
Einnig bætti ég við vökvastýri. Smíða þurfti brakket uppá nýtt til að færa dælunar ofar. En maskínan er ættuð úr Jimny og seldi hann Ragnar Róberts mér eina rosalega góða. Hún smell passar í götinn sem eru til staðar.
Allt rafkerfi sem kemur að 1600 vélinni og allt auka rafkerfi var endurlagt. Komið fyrir vatnsheldum rafmagskassa inní bíl sem geymir tölvu og fleira.
þannig að það má drekkja þessu eitthvað í vatni án þess að stórtjón verði.
Ryðvinna var auðvitað líka á sýnum stað. Smíðaði í gólf og hvalbak. skitpi um hurðar og fleira og fleira.
Kom fyrir þessum dýrindis stólum úr Hondu HRV sem fara vel með pung og frú.
Svo er ég eflaust að gleyma einhverju.
en það sem ég veit að næst liggur fyrir að fara í hús og afturhluta bílsins, smíða allt nýtt held ég bara :D . Mikil þörf á því
Stillt upp og ákveðið staðsetningu.
Hásinginn að verða klár
Lengdi framskaftið og setti á það tvöfaldan lið.
Millihjól tilbúið í millikassan.
Allt sett saman með nýjum legu pakkdósum og alles.
Fór í þessa fínu ferð uppí Setur.
Puran er enn í minni eigu og hér er svona dittinn og dattinn sem ég hef gert í henni.
Losaði hana við þessar blessuðu framfjaðrir og setti undir loftpúða að framan, þannig að núna er hún á loftpúðum framan og aftan :D
Með því eru Landrover stýfur og heimasmíðuð þverstýfa.
Spindil halli er 7 gráður og gerir hana alveg einstaklega rásfasta, en 7 gráður finnst mér vera í það mesta .
Setti ranco stýrisdempara til að minnka jeppaveiki sem gerði samt vart við sig þrátt fyrir demparann. En hún hvarf svo þegar ég setti stýfari fóðringar í þverstýfuna og keypti önnur dekk sem voru til friðs.
Lengdi framskaftið og setti á það tvöfaldan lið, til þess að vinna á brotinu sem kemur á skaptið við hækkunn og að snúa hásingunni.
Hefði samt mátt vera beinna skaftið í drif, kemur erlítið brot á liðin niðri en ég finn ekki fyrir neinum víbring. (allaveganna ekki meira en vanalega)
Undir henni núna er GH 36" dekk á 12" breiðum felgum með ventil og 3/8 loka.
Annars nota ég bara 35" dekk á sumri.
Lækkaði hlutföll í millikassa og smíðaði svokallaðan Rock lobster.
Millihjól úr sj 413 millikassa og sj410 rennt niður og hjól sameinuð og soðið saman.
fékk þá meistara sem ég vinn með til að græja þetta fyrir mig og var það alveg fullkomið.
Rennivinnan var glæsileg og suðan ekki síðari, eftir suðu var hjólið klætt með einangrun og kólnaði í fleiri fleiri klukkutíma.
Það var en vel volgt efir 8 tíma en það var gert til að minnka hættu á sprungu í suðu.
Millikassinn svo settur saman með nýjum legum og pakkdósum og öllu. Nú er lága drifið í 4.16 :1 í stað 2.2 :1 og í snjónum er það bara að virka.
1600 vélin étur upp alla gíra og hún skoppar bara að stað :D
Einnig bætti ég við vökvastýri. Smíða þurfti brakket uppá nýtt til að færa dælunar ofar. En maskínan er ættuð úr Jimny og seldi hann Ragnar Róberts mér eina rosalega góða. Hún smell passar í götinn sem eru til staðar.
Allt rafkerfi sem kemur að 1600 vélinni og allt auka rafkerfi var endurlagt. Komið fyrir vatnsheldum rafmagskassa inní bíl sem geymir tölvu og fleira.
þannig að það má drekkja þessu eitthvað í vatni án þess að stórtjón verði.
Ryðvinna var auðvitað líka á sýnum stað. Smíðaði í gólf og hvalbak. skitpi um hurðar og fleira og fleira.
Kom fyrir þessum dýrindis stólum úr Hondu HRV sem fara vel með pung og frú.
Svo er ég eflaust að gleyma einhverju.
en það sem ég veit að næst liggur fyrir að fara í hús og afturhluta bílsins, smíða allt nýtt held ég bara :D . Mikil þörf á því
Stillt upp og ákveðið staðsetningu.
Hásinginn að verða klár
Lengdi framskaftið og setti á það tvöfaldan lið.
Millihjól tilbúið í millikassan.
Allt sett saman með nýjum legu pakkdósum og alles.
Fór í þessa fínu ferð uppí Setur.
- Viðhengi
-
- 1487096558463.jpg (23.92 KiB) Viewed 16377 times
-
- 1479423563078.jpg (21.78 KiB) Viewed 16377 times
Síðast breytt af fannarlogi þann 25.apr 2018, 19:09, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Þetta er orðið fáránlega töff tæki hjá þér Fannar :)
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Sæll Fannar hvaða gír og millikassa ertu með aftan á 1600 sukku vélinni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Takk fyrir þađ Kristjàn :)
Guđni þađ er 5 gìra fox kassinn međ fox millikassa međ breyttri gìrun. Hlutföllinn ì drifunum eru svo mikiđ sem 1:3.90
Guđni þađ er 5 gìra fox kassinn međ fox millikassa međ breyttri gìrun. Hlutföllinn ì drifunum eru svo mikiđ sem 1:3.90
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Virkilega flottur jeppi, frábær vinnubrögð.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"
Nissan terrible 1991 v6 38"
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
þetta er æðislegt, elska þegar menn halda bara áfram að smíða og smíða sama bílinn,
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Frábær vetur að baki.
Byrjaði á að skera af húsið þar sem að það er ónýtt.
Við það léttist bíllinn töluvert og fannst mér afturdemparanir heldur stýfir, Þannig að ákveðið var að setja dempara sem hentuðu betur.
Ég var aldrei alveg sáttur með hvernig staðsetningin á púðanum var áður fyrr hjá mér þannig að ég keypti nýja púða frá Ameríkuhreppi (firestone9001) og setti þá beint ofaná hásingu.
Svo hafa ferðirnar verið nokkrar í vetur.
Lítið sem ekkert bilað, margoft heppinn með veður og drifgetan verið rosaleg :D
Fyrsta ferð var farin í margmenni í Landmannalaugar í svo kallaða Lók í laug með frábærum félagskap.
Uppi við Goðastein á blæjutíkinni.
Uppá toppi Skjaldbreiðar
Uppá Langjökli með Þursaborgir í baksýn
Núna eru framkvæmdir byrjaðar fyrir næsta vetur.
Ætlunin er að skera af þak og skúffu til að endurnýja. Samhliða því að smíða sæmilega öflugt veltibúr. Hef sjálfur áður farið 4 hringi niður brekku í jeppa og skellt mér einusinni á hliðina, get sagt að búr mættu vera mun algengari en þau eru.
Fyrir mynd.
Eftir mynd....ekki en búin
En Lof mitt fá Íslenskir jeppakarlar og konur, hitti fullt af stórskemmtilegu fólki uppá fjöllum í vetur. Þið eruð frábær
Byrjaði á að skera af húsið þar sem að það er ónýtt.
Við það léttist bíllinn töluvert og fannst mér afturdemparanir heldur stýfir, Þannig að ákveðið var að setja dempara sem hentuðu betur.
Ég var aldrei alveg sáttur með hvernig staðsetningin á púðanum var áður fyrr hjá mér þannig að ég keypti nýja púða frá Ameríkuhreppi (firestone9001) og setti þá beint ofaná hásingu.
Svo hafa ferðirnar verið nokkrar í vetur.
Lítið sem ekkert bilað, margoft heppinn með veður og drifgetan verið rosaleg :D
Fyrsta ferð var farin í margmenni í Landmannalaugar í svo kallaða Lók í laug með frábærum félagskap.
Uppi við Goðastein á blæjutíkinni.
Uppá toppi Skjaldbreiðar
Uppá Langjökli með Þursaborgir í baksýn
Núna eru framkvæmdir byrjaðar fyrir næsta vetur.
Ætlunin er að skera af þak og skúffu til að endurnýja. Samhliða því að smíða sæmilega öflugt veltibúr. Hef sjálfur áður farið 4 hringi niður brekku í jeppa og skellt mér einusinni á hliðina, get sagt að búr mættu vera mun algengari en þau eru.
Fyrir mynd.
Eftir mynd....ekki en búin
En Lof mitt fá Íslenskir jeppakarlar og konur, hitti fullt af stórskemmtilegu fólki uppá fjöllum í vetur. Þið eruð frábær
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Smá uppfærsla á Súkkuni búin að vera í gangi.
Við feðgarnir smíðuðum nýja skúffu alveg frá grunni. Hún var þannig gerð svo að plasthús af 70 krúser myndi passa við. Húsið var svo mjókkað um 30 cm og lengt og breytt til svo það fatti við hurðar og gluggastykki á súkkunni.
Smíðaðir nýjir sílsar og meira skorið úr fyrir 38" dekkjum( þó að planið sé að fara á 37")
Nýr afturhleri smíðaður þannig að nú opnast hann niður á við en ekki til hliðar og aftur rúða uppávið.
Smíðaði 80 L bensín tank úr 3mm áli, staðsetti hann á milli afturskapts og grindar.
Beygði mér veltibúr úr 42x2.6mm heildregnu röri, sem soðið var niðrí 4mm platta við boddýfestingar, finnst það meira traustvekjandi en litla blikkið sem var áður yfir manni :)
Splæsti í nýtt plast gluggastykki frá Italíu sem kom mjög vel út, þar bjóða þeir uppá allan framendan úr plasti sem hljómar mjög vel :D (kannski einn daginn verður það að veruleika)
gólf og hjólaskálar klætt með einangrunarmottum og allur undirvagn málaður og gluðað prolan feiti innan í sílsa og prófíla. Svo var bara að grunna og mála með rúlluni góðu, því að áferð á lakki er mér ekki heilög á jeppa. Smíðaði svo nýtt prófílbeisli , kom fyrir afturbekk, setti ný belti og eitthvað fleira og fleira.
Svo er dittinn og dattinn eftir , smíða fram og aftur stuðara, mála toppinn( sem er núna bara grunnaður) , koma fyrir talstöð og útvarpi , setja nýrra mælaborð, klæða að innan og svona snudderí.
Við allavegana fórum ferð í síðustu viku í þórsmörk og loksins var rykfrítt inní bílnum á mjög þurrum malarvegi og lítið var við grjótkast.
Læt myndir segja rest
Við feðgarnir smíðuðum nýja skúffu alveg frá grunni. Hún var þannig gerð svo að plasthús af 70 krúser myndi passa við. Húsið var svo mjókkað um 30 cm og lengt og breytt til svo það fatti við hurðar og gluggastykki á súkkunni.
Smíðaðir nýjir sílsar og meira skorið úr fyrir 38" dekkjum( þó að planið sé að fara á 37")
Nýr afturhleri smíðaður þannig að nú opnast hann niður á við en ekki til hliðar og aftur rúða uppávið.
Smíðaði 80 L bensín tank úr 3mm áli, staðsetti hann á milli afturskapts og grindar.
Beygði mér veltibúr úr 42x2.6mm heildregnu röri, sem soðið var niðrí 4mm platta við boddýfestingar, finnst það meira traustvekjandi en litla blikkið sem var áður yfir manni :)
Splæsti í nýtt plast gluggastykki frá Italíu sem kom mjög vel út, þar bjóða þeir uppá allan framendan úr plasti sem hljómar mjög vel :D (kannski einn daginn verður það að veruleika)
gólf og hjólaskálar klætt með einangrunarmottum og allur undirvagn málaður og gluðað prolan feiti innan í sílsa og prófíla. Svo var bara að grunna og mála með rúlluni góðu, því að áferð á lakki er mér ekki heilög á jeppa. Smíðaði svo nýtt prófílbeisli , kom fyrir afturbekk, setti ný belti og eitthvað fleira og fleira.
Svo er dittinn og dattinn eftir , smíða fram og aftur stuðara, mála toppinn( sem er núna bara grunnaður) , koma fyrir talstöð og útvarpi , setja nýrra mælaborð, klæða að innan og svona snudderí.
Við allavegana fórum ferð í síðustu viku í þórsmörk og loksins var rykfrítt inní bílnum á mjög þurrum malarvegi og lítið var við grjótkast.
Læt myndir segja rest
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Jamm þetta er aldeilis flott hjá ykkur en áttu Geotrackinn enn þá Chervolettinn he he
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"
Flott þetta.
Ertu búinn að vigta bílinn eftir þessar breytingar?
Ertu búinn að vigta bílinn eftir þessar breytingar?
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Suzuki fox 1985
Flottur! Það er ekki að sjá að þú þjáist af verkkvíða, svaka dugnaður alveg hreint!
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Suzuki fox 1985
hrikalega flott gaman þegar menn fara sínar leðir :D
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 12.mar 2012, 14:25
- Fullt nafn: Fannar Logi Bergþórsson
- Bíltegund: Suzuki fox 1985
Re: Suzuki fox 1985
Takk fyrir skemmtileg svör :)
En jú Guðni ég á enþá þennan dýrindis Tracker, hann er eitthvað lítið notaður þessa dagana.
Ég keyrði uppá vigt um daginn eftir ferðalagið að vísu ekki með bílinn tóman en þá vigtaði hann 1260 kíló.
Hér áður fyrr með gamla stálhúsinu vigtaði hann einhver 1220 kíló. Gæti vel trúað að ég hafi bætt á hann nokkrun kílóum með þessari smíði, enda átti hann að vera sterkari en áður :D ég skal vigta hann aftur tóman og setja inn niðurstöður.
Þú veist það sjálfur Kiddi og hefur sannað að það er lang best að bara vinda sér í þetta og vinna úr því sem verður :D
En jú Guðni ég á enþá þennan dýrindis Tracker, hann er eitthvað lítið notaður þessa dagana.
Ég keyrði uppá vigt um daginn eftir ferðalagið að vísu ekki með bílinn tóman en þá vigtaði hann 1260 kíló.
Hér áður fyrr með gamla stálhúsinu vigtaði hann einhver 1220 kíló. Gæti vel trúað að ég hafi bætt á hann nokkrun kílóum með þessari smíði, enda átti hann að vera sterkari en áður :D ég skal vigta hann aftur tóman og setja inn niðurstöður.
Þú veist það sjálfur Kiddi og hefur sannað að það er lang best að bara vinda sér í þetta og vinna úr því sem verður :D
Re: Suzuki fox 1985
þetta er nú meiri snilldin.
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: StefánDal og 1 gestur