Ég var ekki búinn að skoða netið lengi þegar ég fann þennan jeppa hérna á jeppaspjallinu og bauð patrol jeppa sem ég hafði enga þolinmæði til að keyra í skiptum, og gekk það upp.

Síðan er liðinn eitthvað um mánuður og lítið hef ég getað gert sökum anna, en þó nokkra smálega hluti, veigamesta viðgerðin var að klárast í gær en það voru bremsurnar, fyrir það fyrsta var loft á þeim en í öðru lagi var svo mikið ryð í lögnunum að vökvinn kom út nánast eins og vatnsblandað ryð, sennilega hefur höfuðdælan náð að ryðga svona enda ákvað ég að skipta um hana
Frambremsurnar voru óvirkar en það orsakaðist nú sennilega bara af klaufaskap því bremsurörið hafði verið tengt inn á rangan strokk í höfuðdælunni, eins og gefur að skilja orsakaði þetta einnig að erfitt hefur reynst að lofttæma og það að afturhjólin læstust mun fyrr en framhjólin byrjuðu að hemla.
Búið var að setja í bílinn "hydroboost" kerfi, þ.e. í stað soghjálpar á bremsufetilinn var komin vökvahjálp með trukki frá stýrisdælu, ættað úr einhverju GM apparati frá síðari hluta seinustu aldar, þessu kerfi hafði hinsvegar ekki verið snúið rétt þegar það var sett í og því hvein og öskraði í dælunni eins og loft væri stöðugt á kerfinu, fyrir rest áður en ég áttaði mig á þessu kom smellur og spray hljóð og þá hafði hjálparaflsstrokkurinn sprungið og kólfurinn úr honum brotinn
Þetta þýddi bara eitt að ég þyrfði að panta nýtt "hydroboost" og "master cylinder" í bílinn en þá vandast málin, hvaðan ætli þetta komi, fyrir rest komst ég að því að líklega væri passandi úr flestum GM bílum frá 80-95 og pantaði ég því hydroboost og höfuðdælu fyrir 1985 GM Suburban jeppa, þetta fékk ég svo heim að dyrum fyrir kr 48.000 og finnst mér ég hafi gert góð kaup.

Nú er þetta eins og hugur mans, varla má anda á petalann því þá læsast hjólin um leið, þessu verð ég einhvern tíma að kynnast.
Ýmiss frágangur er eftir og ber þá helst að nefna hjólhlífarnar, en þær eru bara ekki til staðar