Var búið að langa í Cherokee í dálítinn tíma og datt inn á þenna öðlings grip.
Skellti mér til Keflavíkur að ná gripinn á föstudagskvöldið.
En smá um djásnið.
Jeep Cherokee
1994 árgerðin.
38" breyttur.
Til þess að knýja öll herlegheitin áfram er staðsettur fram í húddi alveg stórmerkilegur AMC 150 kúpiktommu 4 sýlendra mótor.
Aftan á þennan mótor hengdu Jeep síðan beinbíttaðan kassa, eða ameríska þjófavörn eins og sumir vilja kalla það. Svo er millikassi þarna einhversstaðar með mjög sniðugum útbúnaði sem gerir mér kleift að velja 2WD, og síðan hátt og lágt 4WD.
0 til 100 km tími er óstaðfestur, ekki ennþá fundist nógu langur beinn kafli...
Svo stendur í misslitin 38" AT dekk. Sem planið er að skera í við tækifæri.
Fékk hann afhentann með bilaða stýrisdælu sem ákvað síðan í gær að yfirgefa partýið og ældi trissuhjólinu út úr sér. Fékk allavega staðfest að legan í dælunni er ónýt.
Ný er á leiðinni til landsins í þessum töluðu orðum, keypt í gegnum H. Jónsson og Co.
Vel með farinn að innan, þægileg leðursæti fyrir rassgatið á mér og þeim sem eru svo óheppnir að lenda með mér í bíl. Nema þeir sem eru aftur í, þeir verða að láta sér nægja hálfleðraðan bekk.
Síðan ákvað einhver missgáfaður einstaklingur að fara inn í djásnið þar sem það stóð við Laugarvatn og stela útvarpinu úr bílnum. Ekki mikill gróði þar, var víst bilað tæki.
Það er svosem ekki stórt planað fyrir djásnið nema bara keyra hann og sinna almennu viðhaldi.
Hérna eru síðan myndir af djásninu. En systir mín var mjög ánægð að þurfa ekki að finna nýtt nafn á þennan, hann tók við nafninu af gamla bílnum. Það elegance nafn Svartmann.
(Ef þið klikkið á myndina að þá kemur hún upp stærri ) :-)




