Jepparnir mínir gömlu og Pajero v6 í Dises væðingu

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jepparnir mínir - gömlu og nýju + Pajero v6 í Dises væðingu

Postfrá sonur » 07.feb 2014, 23:34

Jæja

Kominn smá tími á update þó það sé ekkert stórvæginlegt update þá pósta ég myndum eingu að síður með því :D

Ég er búinn að nota þennan Pajero alveg fyrir allan peninginn sem hann hefur kostað mig
og mikklu meira til, alveg ótrúlega sáttur með hann og er búinn að ná honum meira niður í eyðsu eftir að ég stillti hann betur kominn niður í sléttar 12l/100km. Er að blása 10pund
Intercooler pælingar eru eftst í huga núna hjá mér þarnæst afturhásingin með lægri hlutföllum

Fékk randaflugu í hausinn um daginn og reyndi að selja hann frá mér í því mig
vantaði pening uppí annan bíl en sem betur fer ákvað ég að hætta við það.

Hérna koma einhverjar myndir frá því ég kláraði beyslið á Mitsubishi kerrunni og sótti vél í Vöku
Image
Image

Kerran er búinn að koma sér mjög vel, hef aldrei þurft að nota
kerru eins mikið eins og daginn sem ég kláraði beyslið :D

Svo ákvað ég að gefa honum mági minum 4d56 mótor í Jólagjöf
Image
Image

L200 burrinn hans og nýji samsetti mótorinn hans var eitthvað mældur vitlaust
og hafði verið sett stærri stimplar í blokkina sem hann svo notaði orginal stærð
af stimplum og hann þjappaði framhjá og dældi allri smurolíunni af sér.
Image

Sótti 6metra langan prófil og strappaði hann á þakið á Pajero
Image

Sótti eina stálplötu uppá höfða og lét stitta Pajero í leiðinni
Image

Svo var bara komið að því að drífa í að laga hann fyrir skoðun
Image

Þurfti að sjóða í brot í hásingunni og sauð óvart í bremsuröriðog gerði gat á það
auðvitað var hásingin það síðasta sem þurfti að gera fyrir skoðunina þannig ég náði
ekki að laga þetta í tæka tíð og fór með hann daginn eftir og fékk 2015 skoðun heyr heyr
Image

Svo fékk mágurinn minn mig tilþess að skipta um turbinu því gamla var með lekanda
ég átti eina uppí hillu og gaf honum hana, hvað gerir maður ekki fyrir mága sína?
Image
Image

Hún passaði samt ekki því gamla var búin að skemma útfrá sér þannig nýja rakst í pústgreinina
að innanverðu, reyndi að slípa það með littlum fræs en ákvaðum að salta þetta og fara í þetta
seinna og rifa greinina úr tilþess að vinna í þessu.
Image

Svo tengdi ég boost mæli og voltmæli í einu hádeginu í skólanum
Image

Ákvað að hafa þetta bara svona til bráðabyrgðar, kem til með að nota mælahýsinguna
sem ég var búinn að henda mynd af hérna ofar í þræðinum sem er sú sama og sést á mynd.
Image

Svo bara í dag ákvað ég að fara smá roadtrip og sækja einn bil
Image

Þetta er 1983 árgerð af Ford Transit Diesel sem á vist að vera búinn að standa innanhús í 20ár í þykkvabæ
Image

Bjó til þetta beysli um daginn tilþess að sækja bila hingað og þangað, nú kemst ég að sækja
bila einn míns liðs svo lengi sem billinn stendur í öll hjól og öll hjól eru liðug..
Image

Kom við hjá fellow druslu braskara en hann var ekki við, kalla hann Jesúbarnið því
hann á það til að ganga um i hvítum bol nakinn að neðan útí garði að fæða hænurnar sínar
það gerði Guð það líka í gamladaga.
Image

Transit eltir
Image

Svo var bara rúllað í bæinn aftur vandamálalaust
Image

Þangað til næst eigiði það gott strákar og stelpur og haldið áframa að skralla í druslunum ykkar :D


Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jepparnir mínir gömlu og Pajero v6 í Dises væðingu

Postfrá sonur » 09.feb 2014, 10:08

Meira gaman!

Hafði litið að gera í gær og fór að bardúsa aðeins í Transit og Pajero

Kom Transit í gang eftir um 20ára setu með 20ára gamalli diesel olíu í tanknum
Image

Video
http://www.youtube.com/watch?v=q81bVCs8hpM

Tók hann svo stuttan spöl og reyndist ágætur kraftur í þessu :D
Image
Image
Image
Image
Image

Svo fór ég á Intercooler púsluspilið, þessi Hyundai Intercooler reyndist fitta best
eftir að hafa mátað einhver 5stk sem ég átti uppí hillu af hinum og þessum jeppum
Image

Þetta var svo besta staðsettningin fyrir hann
Image
Image

Svo var að grafa upp einhvað af inntercooler pipunum og hosunum mínum
Image

Verður gaman að finna hvort það sé einhver munur með þenann Intercooler í eða ekki
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Jepparnir mínir gömlu og Pajero v6 í Dises væðingu

Postfrá Hr.Cummins » 13.feb 2014, 23:09

Ég þori að veðja að þú finnur engan mun í akstri, þetta mun lækka afgashita samt sem áður...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jepparnir mínir gömlu og Pajero v6 í Dises væðingu

Postfrá sonur » 19.apr 2014, 17:02

Hr.Cummins wrote:Ég þori að veðja að þú finnur engan mun í akstri, þetta mun lækka afgashita samt sem áður...


Já það yrði svosem bara gott uppá vélina að gera en er lika að spá í eyðslunni menn segja að
það sé liter meira í eyðslu án intercoolers svosem kaupi það ekki á dýrara en ég get selt það
en það mun koma í ljós hjá mér hvort það sé eitthvað til í því...

En ég ákvað svo að salta inercoolerinn í bili ég á tvo aðra sem ég mundi allti einu eftir
og var að grafa þá upp niðrí kjallara

Svona líta þeir út
Image
Image
Image

Átti að fara í tvær corollur sem ég er með en seldi aðra þeirra
Image


Og svo kemur bara áframhald af honum Þrumugný og allt sem
ég er búinn að vera að bardúsa í honum síðustu mánuði

Vaknaði við þetta einn morguninn
Image

ákvað að prufa hann þá á 31" í smá tima
Image
Image

Smíðaði mér fartölvu og glasa stand en á eftir að leggja loka frágang á hann
en þetta verður bara skrúfað í bilinn í einhverjum ferðalögum
Image
Image
Image

Svo skipti ég um ventlaloks pakkningu og ventla stillti hann í leiðinni
Image
Image
Image

Setti svo í hann aðra auka sýu og eru þær þá orðnar fjórar samtals
Image

Tilþess að geta keyrt á þessu án mikilla vandræða (steikingarolía)
Image

Lagaði svo áfillingar rörið loksins til fyrir diesel dælu stút
Image
Image
Image
Image

Svo kom mjög sólríkur sunnudagur um daginn og nældi ég mér í tvo vinnu
álfa (börnin) og við skveruðum Pajero að innan og utan og höfðum bara gaman af
Image
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Jepparnir mínir gömlu og Pajero v6 í Dises væðingu

Postfrá Hr.Cummins » 09.aug 2014, 15:10

Er þetta ekki annars 4D56... ef að svo er... þá erum ég og Bartek að brasa með að fíkta í einum svona (reyndar nýrri) og pælingin er að setja GT2052V túrbínu frá Garrett í hann :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jepparnir mínir gömlu og Pajero v6 í Dises væðingu

Postfrá sonur » 19.sep 2014, 10:15

Hr.Cummins wrote:Er þetta ekki annars 4D56... ef að svo er... þá erum ég og Bartek að brasa með að fíkta í einum svona (reyndar nýrri) og pælingin er að setja GT2052V túrbínu frá Garrett í hann :)



Mátt endilega segja mér meira þegar það er búið, hvort hann vinni ekki betur :D

Er með eina Garrett binu úr landcruizer sem mig hefur dreymt um að smíða í minn
þegar gamla fer, gamla er samt helviti góð það sá voðalega litið á henni þegar ég tók
hana í sundur og þreyf og smurði þannig hún ætti að eiga nokkuð mikið inni. 7.9.13. :D

Annars var ég að leggja númerin inn af Pajero tilþess að geta klárað að vinna í honum svo ég missi ekki að vetrinum eins og í fyrra, setja læsinguna í framdrifð, skera úr fyrir stærri dekkjum og hækka hann að einhverju leiti á boddyi.

ÉG ÆTLA AÐ JEPPAST Í VETUR!
Image
Image
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jepparnir mínir gömlu og Pajero v6 í Dises væðingu

Postfrá sonur » 18.mar 2015, 18:53

Hvernig stendur á því að ALLAR myndirnar eru dottnar út hjá mér?
þær eru samt allar á sínum stað þar sem ég hóstaði þeim og copyaði linkinn hingað :(
graut fúlt að þurfa að fara að laga allar myndirnar.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Majestic-12 [Bot] og 32 gestir