Hilux 1987 með runner 90 boddy
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Hilux 1987 með runner 90 boddy
Jæja Bíllinn er 1987 árg af Toyota hilux dc sem búið er að setja 4runner boddy á grindina. Bílinn er á 38"mudder loftlæstur af framan og aftan með 4:88 hlutföllum og v6 3vze mótor. Hann er á fjöðrum að framan og gormum að aftan.
- Viðhengi
-
- IMG_6121.JPG (18.77 KiB) Viewed 17819 times
Síðast breytt af Svekktur þann 29.jan 2015, 20:39, breytt 1 sinni samtals.
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Flottur hjá þér! Áttu ekki myndir af uppgerðini?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Flottur, er langt síðan honum var breytt?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Það er eitthvað lítið til af myndum en eitthvað. Það er eiginlega akkurat 1ár síðan hann kom á götuna.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Hér eru nokkrar mindir í viðbót.
-
- Innlegg: 266
- Skráður: 10.feb 2011, 03:08
- Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
- Bíltegund: 2 jafn fljótir
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
þettaa er svolítið mikið töff breyting ! hvernig gekk að swappa er mikið vandamál að gera þetta ? bara svona fyrir þá forvitnu :p
Kjartan Steinar Lorange
7766056
7766056
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Þetta er allt vinna fyrstu 3 boddyfestingarnar pössuðu beint en svo varð ég að stitta grindina um 25cm til þess að hún stæði ekki aftur fyrir boddy og færði hinar boddyfestingarnar á réttan stað. Þetta var mikil breiting til batnaðar.
-
- Innlegg: 266
- Skráður: 10.feb 2011, 03:08
- Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
- Bíltegund: 2 jafn fljótir
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Svekktur wrote:Þetta er allt vinna fyrstu 3 boddyfestingarnar pössuðu beint en svo varð ég að stitta grindina um 25cm til þess að hún stæði ekki aftur fyrir boddy og færði hinar boddyfestingarnar á réttan stað. Þetta var mikil breiting til batnaðar.
Okei, þetta lýtur líka virkilega vel út hjá þér !
Ertu búinn að prufa hann eitthvað í snjónum ?
Kjartan Steinar Lorange
7766056
7766056
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Það er búið prófa eitthvað aðeins og virkar hann ágætlega fyrir utan vélina. Vélin togar sama og ekki neitt miða við 22re sem ég var með áður, þannig að ég er að spá í að setja 22re aftur ofaní og fá meira tog og miklu minni eyðslu.
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Svekktur wrote:Það er búið prófa eitthvað aðeins og virkar hann ágætlega fyrir utan vélina. Vélin togar sama og ekki neitt miða við 22re sem ég var með áður, þannig að ég er að spá í að setja 22re aftur ofaní og fá meira tog og miklu minni eyðslu.
Afhverju ekki bara laga v6 vélina? 22re er aldrei að toga meira en v6 í lagi
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
-Hjalti- wrote:Svekktur wrote:Það er búið prófa eitthvað aðeins og virkar hann ágætlega fyrir utan vélina. Vélin togar sama og ekki neitt miða við 22re sem ég var með áður, þannig að ég er að spá í að setja 22re aftur ofaní og fá meira tog og miklu minni eyðslu.
Afhverju ekki bara laga v6 vélina? 22re er aldrei að toga meira en v6 í lagi
þú seigir laga vélina hvað mæliru með að gert sé við v6 til að hún sé í lagi og eyði ekki eins og skriðdreki
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Sagði aldrei neitt um eyðsluna.. ef kerti , þræðir og allir skynjarar eru í lagi þá er 3zve töluvert togmeiri en 22re rellan
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
-Hjalti- wrote:Sagði aldrei neitt um eyðsluna.. ef kerti , þræðir og allir skynjarar eru í lagi þá er 3zve töluvert togmeiri en 22re rellan
ok misskildi þig ,
en hver er eyðslan á þessum vélum ég hef heyrt upp í 22 lítra á hundraðið er það rétt eða er það vél sem illa er hugsað um
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
gaz69m wrote:-Hjalti- wrote:Sagði aldrei neitt um eyðsluna.. ef kerti , þræðir og allir skynjarar eru í lagi þá er 3zve töluvert togmeiri en 22re rellan
ok misskildi þig ,
en hver er eyðslan á þessum vélum ég hef heyrt upp í 22 lítra á hundraðið er það rétt eða er það vél sem illa er hugsað um
Alveg lágmark 18 á 38" bíl
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
18-25 á Hiluxnu hjá mér er á 38" með 4.88 hlutfall
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Ég veit ekki betur en að vélin sé í lagi, ég viðurkenni það að hún er sprækari en 22re en togið er ekki sambærilegt og í 22re. Ég ætti að vita hvað ég er að tala um því ég er búin að prófa báðar gerðir þ.e 22re og 3vze og meira að segja prófað fleiri en eina af hvorri gerð og þetta er staðreind. Svo er það eyðslan, hún er of mikil miða við hvað 3vze skilar litlu afli. Væri allveg sáttur ef hún myndi skila 200hrossum.
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Svekktur wrote:Ég veit ekki betur en að vélin sé í lagi, ég viðurkenni það að hún er sprækari en 22re en togið er ekki sambærilegt og í 22re. Ég ætti að vita hvað ég er að tala um því ég er búin að prófa báðar gerðir þ.e 22re og 3vze og meira að segja prófað fleiri en eina af hvorri gerð og þetta er staðreind. Svo er það eyðslan, hún er of mikil miða við hvað 3vze skilar litlu afli. Væri allveg sáttur ef hún myndi skila 200hrossum.
ef 3vze er að toga minna en 22re þá er hún ekki í lagi punktur
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
3vze togar ekki neitt á lágum snúning. Hámarks tog á þeirri vél er á 3400rpm að mig minnir en á 22re er hámarkstog á lægri snúning 2600 held að ég muni rétt en 3vze er skráð með meira tog það viðurkenni ég.
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Svekktur wrote:3vze togar ekki neitt á lágum snúning. Hámarks tog á þeirri vél er á 3400rpm að mig minnir en á 22re er hámarkstog á lægri snúning 2600 held að ég muni rétt en 3vze er skráð með meira tog það viðurkenni ég.
Reyndar toga allar þessar vélar mest á nákvæmlega sama snúning
3VZ-E 150 hp (112 kW) at 4,800 rpm with 180 ft·lbf (244 N·m) of torque at 3400 rpm
22R 108 hp ( 81kW) at 5,000 rpm with 138 ft·lbf (187 N·m) of torque at 3400 rpm
22R-E 112 hp (84 kW) at 4,600 rpm rpm with 142 ft·lbf (192 N·m) of torque at 3400 rpm
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
-Hjalti- wrote:Svekktur wrote:Það er búið prófa eitthvað aðeins og virkar hann ágætlega fyrir utan vélina. Vélin togar sama og ekki neitt miða við 22re sem ég var með áður, þannig að ég er að spá í að setja 22re aftur ofaní og fá meira tog og miklu minni eyðslu.
Afhverju ekki bara laga v6 vélina? 22re er aldrei að toga meira en v6 í lagi
En V6 rellan er aldrei í lagi og því togar 22RE meira, eyðir minna og bilar sjaldnast:)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Ég man ekki í fljótu bragði hvar ég sá tölurnar um togið, allaveg hámarkstogið í 22re var á töluvert lægri snúning ég skal setja það hér inn ef ég finn það aftur.
Vélin hefur verið til friðs hjá mér í 1ár en ég er hrifnari af 22re og er það stefnan að setja hana ofaní.
Vélin hefur verið til friðs hjá mér í 1ár en ég er hrifnari af 22re og er það stefnan að setja hana ofaní.
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Svekktur wrote:Ég man ekki í fljótu bragði hvar ég sá tölurnar um togið, allaveg hámarkstogið í 22re var á töluvert lægri snúning ég skal setja það hér inn ef ég finn það aftur.
Vélin hefur verið til friðs hjá mér í 1ár en ég er hrifnari af 22re og er það stefnan að setja hana ofaní.
Það er nú ekki til réttari upplýsingar en þær sem wikipedia gefur. :)
http://en.wikipedia.org/wiki/Toyota_R_engine#22R
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Eigum við ekki að uppfæra myndina
- Viðhengi
-
- 003.jpg (94.05 KiB) Viewed 15507 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Hér er nýjasta myndinn kominn kassi, leitarljós,auka bakkljós,álkall drullutjakk spotta og skóflufesting.
- Viðhengi
-
- IMG_9040.JPG (166.27 KiB) Viewed 15496 times
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Vandinn felst í því að 3VZE getur brennt alveg ótrúlega miklu eldsneyti án þess að hiksta.
Svo er feedback lúppa á þessu, sem truflar allt ef hún er ekki rétt upp sett (O2 skynjari).
Það sem helst þarf að passa:
Kerti
Þræðir
EGR systemið(hreinsa það vel og soggreinina, helst ekki fjarlægja heldur passa að það virki rétt)
Spíssar(ef þeir eru stíflaðir, þó ekki sé nema einn, þá fer allt í rugl)
Þéttingar með spíssum(smá loft leki með einum spíss setur líka allt í vitleysu)
Þröngt púst
Dæmi um það sem getur gerst:
Stíflaður spíss á einum cylinder, skilar bara 80% af því sem hann á að gera af bensíni. Þá sér O2 skynjarinn slatta af súrefni vegna þess að blandan er of dauf á einum cylinder(en veit ekki að það er útaf einum). Það sem þá gerist er að tölvan bætir við bensíni þangað til súrefnið hættir að sjást. Þar liggur vandinn: Til að ná út súrefninu vegna vesens á einum cylinder er bætt við alla jafnt þar sem ekki er hægt að stilla inn staka cylindera, þar af leiðandi eykst bensínskammturinn um hátt í 20% miðað við þetta dæmi.
Þetta er krónískur galli við innspýtingar sem vinna með einn spíss á hvern cylinder, varðandi þetta höfðu TBI innspýtingarnar algera yfirburði.
Ég vona að þetta hjálpi einhverjum...
kv
G
Svo er feedback lúppa á þessu, sem truflar allt ef hún er ekki rétt upp sett (O2 skynjari).
Það sem helst þarf að passa:
Kerti
Þræðir
EGR systemið(hreinsa það vel og soggreinina, helst ekki fjarlægja heldur passa að það virki rétt)
Spíssar(ef þeir eru stíflaðir, þó ekki sé nema einn, þá fer allt í rugl)
Þéttingar með spíssum(smá loft leki með einum spíss setur líka allt í vitleysu)
Þröngt púst
Dæmi um það sem getur gerst:
Stíflaður spíss á einum cylinder, skilar bara 80% af því sem hann á að gera af bensíni. Þá sér O2 skynjarinn slatta af súrefni vegna þess að blandan er of dauf á einum cylinder(en veit ekki að það er útaf einum). Það sem þá gerist er að tölvan bætir við bensíni þangað til súrefnið hættir að sjást. Þar liggur vandinn: Til að ná út súrefninu vegna vesens á einum cylinder er bætt við alla jafnt þar sem ekki er hægt að stilla inn staka cylindera, þar af leiðandi eykst bensínskammturinn um hátt í 20% miðað við þetta dæmi.
Þetta er krónískur galli við innspýtingar sem vinna með einn spíss á hvern cylinder, varðandi þetta höfðu TBI innspýtingarnar algera yfirburði.
Ég vona að þetta hjálpi einhverjum...
kv
G
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
46"Mátun
- Viðhengi
-
- Bara fara beint?
- 129.jpg (18.47 KiB) Viewed 14960 times
-
- Aðeins að breikka kanta.
- 127.jpg (19.5 KiB) Viewed 14960 times
-
- 131.jpg (20.24 KiB) Viewed 14960 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Þessi kemur manni alltaf á óvart. Ég tankaði bílinn á Hvolsvelli og rúntaði aðeins um þorpið brunaði svo upp í hrauneyjar, þegar þangað var komið ákvað ég að tanka hann aftur og það fóru heilir 15,13lítrar á hann. Þetta voru 99km á mælir og hann er réttur. Þetta var ekki neinn sparakstur. 3vze er að koma virkilega á óvart.
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Jább. Þetta er vanmetinn mótor, aðallega vegna þess að hann er svo gjarna ekki í lagi.
Ég er kominn með arftakann, 5VZFE, í 90 Cruiser sjálfbíttuðum og óbreyttum, og búinn að vera að fínisera hann aðeins.
Kominn niður í 13,6 í blönduðum akstri, á svolítið inni held ég þar sem lílega er best að hafa einn high-flow hvarfakút til að fá sem best signal á O2 skynjarann.
Svo er sá mótor alls ekki latur...líklega um 200 hross m.v. það sem ég er búinn að opna upp að/frá honum, allavega er svolítið annað að keyra þetta en grútarbrennara.
Næsta project hjá mér verður vonandi að setja blásara á 3VZE. Það gæti orðið spennandi dæmi.
Verst hvað það er lítið um þessa 5VZFE mótora hérna, væri alveg til í að eiga svoleiðis til að leika mér með. Kannski maður næli sér í einn í USA og komi hérna heim.
kv
G
Ég er kominn með arftakann, 5VZFE, í 90 Cruiser sjálfbíttuðum og óbreyttum, og búinn að vera að fínisera hann aðeins.
Kominn niður í 13,6 í blönduðum akstri, á svolítið inni held ég þar sem lílega er best að hafa einn high-flow hvarfakút til að fá sem best signal á O2 skynjarann.
Svo er sá mótor alls ekki latur...líklega um 200 hross m.v. það sem ég er búinn að opna upp að/frá honum, allavega er svolítið annað að keyra þetta en grútarbrennara.
Næsta project hjá mér verður vonandi að setja blásara á 3VZE. Það gæti orðið spennandi dæmi.
Verst hvað það er lítið um þessa 5VZFE mótora hérna, væri alveg til í að eiga svoleiðis til að leika mér með. Kannski maður næli sér í einn í USA og komi hérna heim.
kv
G
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Já ég verð að viðurkenna það að ég er búin að skipta um nokkrar vacum slöngur og skynjara sem hafa ekki verið að mælast réttir samkvæmt bókinni. Svo setti ég á hann spíssa hreynsi frá comma . Hann hefur verið svolítið ríkur á bensínið í skoðun en samt sloppið innan marka, ég þarf að fara með hann aftur og láta mæla hann núna og sjá hvað hann gerir í mælingu.
Ertu búin að skoða eitthvern blásara? Ég hef verið að spá í túrbínu en það er lítið pláss fyrir hana, En það er allt hægt.
Ertu búin að skoða eitthvern blásara? Ég hef verið að spá í túrbínu en það er lítið pláss fyrir hana, En það er allt hægt.
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Fann gamlan Eaton M62 sem ég er að spá í að hnoða ofaná hann. Plana runnerana rétt fyrir ofan millihedd og smíða þar ofaná.
Throttle body fer fyrir framan blásarann þannig að maður skammtar loftið inn á hann.
Þetta verður eitthvað ævintýri hugsa ég, það þarf að eiga við bensínsystemið eitthvað, en mig grunar að spíssarnir dugi reyndar alveg miðað við hvað er hægt að koma af bensíni í gegnum þá þegar tölvunni þóknast svo. Aðal málið að fá réttan fuel Pressure regulator held ég og svo seinkara á kveikjuna sem kemur inn þegar allt er á rauðu. Ef maður fer ekki yfir 10 pund ætti þetta að lafa eftir því sem ég hef lesið og kynnt mér. Stefni á ca 8psi eða svo, það ætti að ná kvikindinu yfir 200hp og ekkert verið að bíða eftir að túrbínan fari að snúast.
Annars fer þetta bara allt í steik og önnur rella sett ofaní í staðinn, það er ekki eins og þetta séu sjaldgæfustu eða eftirsóttustu mótorar í heimi....
kv
Grímur
Throttle body fer fyrir framan blásarann þannig að maður skammtar loftið inn á hann.
Þetta verður eitthvað ævintýri hugsa ég, það þarf að eiga við bensínsystemið eitthvað, en mig grunar að spíssarnir dugi reyndar alveg miðað við hvað er hægt að koma af bensíni í gegnum þá þegar tölvunni þóknast svo. Aðal málið að fá réttan fuel Pressure regulator held ég og svo seinkara á kveikjuna sem kemur inn þegar allt er á rauðu. Ef maður fer ekki yfir 10 pund ætti þetta að lafa eftir því sem ég hef lesið og kynnt mér. Stefni á ca 8psi eða svo, það ætti að ná kvikindinu yfir 200hp og ekkert verið að bíða eftir að túrbínan fari að snúast.
Annars fer þetta bara allt í steik og önnur rella sett ofaní í staðinn, það er ekki eins og þetta séu sjaldgæfustu eða eftirsóttustu mótorar í heimi....
kv
Grímur
-
- Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Hilux 1987 með runner 90 boddy
Ef þið hafið áhuga, að þá er ég með svona mótor sem fer á haugana ef engin kemur að hirða hann. Ég setti hann í gang fyrir 3 vikum og gekk hann eins og klukka.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur