Starexar á 33"
Starexar á 33"
Ákvað að henda inn myndum af vinnubílnum sem ég var að breyta á 33".
Þetta er 2003 módel af Hyundai Starex með Common Rail vélinni.
1. kanturinn mátaður.
Búið að taka úr rennihurðinni svo hún sleppi út fyrir kantinn.
Allt klárt.
Þetta er 2003 módel af Hyundai Starex með Common Rail vélinni.
1. kanturinn mátaður.
Búið að taka úr rennihurðinni svo hún sleppi út fyrir kantinn.
Allt klárt.
Síðast breytt af smaris þann 20.apr 2017, 17:53, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 445
- Skráður: 08.feb 2011, 13:58
- Fullt nafn: elfar þór helgason
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: kópavogur
Re: Starex 33"
hann lúkkar helvíti flottur svona á 33"
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 31.jan 2010, 23:38
- Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
- Bíltegund: Subaru Outback
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Starex 33"
Þetta er flott!
Hef alltaf verið pínu heitur fyrir þessum bílum þegar búið er að breyta þeim, finnst þetta vera akkúrat rétta stærðin fyrir sumarferðabíl.
Áttu nokkuð til myndir af því sem þú þurfti að gera til að koma 33" undir? Eða kannski líst því í nokkrum orðum?
Kv.
Ásgeir
Hef alltaf verið pínu heitur fyrir þessum bílum þegar búið er að breyta þeim, finnst þetta vera akkúrat rétta stærðin fyrir sumarferðabíl.
Áttu nokkuð til myndir af því sem þú þurfti að gera til að koma 33" undir? Eða kannski líst því í nokkrum orðum?
Kv.
Ásgeir
Re: Starex 33"
Lada wrote:Þetta er flott!
Hef alltaf verið pínu heitur fyrir þessum bílum þegar búið er að breyta þeim, finnst þetta vera akkúrat rétta stærðin fyrir sumarferðabíl.
Áttu nokkuð til myndir af því sem þú þurfti að gera til að koma 33" undir? Eða kannski líst því í nokkrum orðum?
Kv.
Ásgeir
Þetta er ekki flókið mál. Það er bara smá úrklippivinna að framan. Þarf ekkert að klippa úr að aftan. Mesta vinnan er að þynna rennihurðina til að hún sleppi út fyrir afturdekkið. Ef maður ætlar að hafa 10" felgur eins og ég gerði þurfa þær að vera mjög inn víðar (14cm backspace).
Kaupir svo bara 32" kanta hjá Gunnari Ingva og lætur beygja 17cm breitt stigbretti á einhverjum góðum stað.
Kv. Smári
-
- Innlegg: 118
- Skráður: 19.aug 2011, 20:42
- Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Starex 33"
Nokkuð töff.
Pabbi á einmitt einn svona 2000 model sjálfskiptann, kannski maður eigi að breyta honum á 33"
Pabbi á einmitt einn svona 2000 model sjálfskiptann, kannski maður eigi að breyta honum á 33"
Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Starex 33"
Afhverju þynniru hurðina í stað þess að láta hana opnast lengra út og sleppa þannig yfir kantinn?
Nú veit ég reyndar ekki hvernig þessi búnaður er í Starx en ég átti Ford Aerostar sem var með 44" köntum. Þar var svona rennihurð og festingarnar voru einfaldlega lengdar til þess að hurðin færi út og tilbaka. Núna rifjast það hinsvegar upp fyrir mér í þessum skrifuðu orðum að þessi búnaður var oft með vesen. Ætli ég hafi ekki svarað spurninguni minni sjálfur....
Flottur bíll! Samsvarar sér rosalega vel.
Nú veit ég reyndar ekki hvernig þessi búnaður er í Starx en ég átti Ford Aerostar sem var með 44" köntum. Þar var svona rennihurð og festingarnar voru einfaldlega lengdar til þess að hurðin færi út og tilbaka. Núna rifjast það hinsvegar upp fyrir mér í þessum skrifuðu orðum að þessi búnaður var oft með vesen. Ætli ég hafi ekki svarað spurninguni minni sjálfur....
Flottur bíll! Samsvarar sér rosalega vel.
-
- Innlegg: 117
- Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
- Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Starex 33"
vá mig langaði alltaf að gera þetta við fjölskyldu bílinn hennar mömmu en svo eyðilagðist framdrifið og það var TÖLUVERT ódýrara að taka það úr
Re: Starex 33"
birgthor wrote:Hver var kostnaðurinn við þessa breytingu?
Hann var ekki hár hjá mér. Keypti kanta á að mig mynnir 60.000 kall, stigbretti 20.000, felgurnar notaðar kostuðu mig um 30.000, drullusokkar 10.000.
Átti dekkin og lakkið, vann þetta allt sjálfur þannig að beinn kostnaður fyrir mig var ekki mikill. Hélt ekkert utan um tímafjölda.
Lét breyta svona bíl fyrir vinnuna á 32" árið 2004 og losaði það 400.000 þá með dekkjum þannig að 7-800.000 gæti verið talan í dag með öllu.
Er svo að skoða með lægri hlutföll og læsingar. Hlutföll eru svo sem ekkert atriði þar sem bíllinn vinnur vel á þessum dekkjum en þegar maður er kominn með þunga kerru í miklum mótvindi kæmu þau sér vel.
Kv. Smári.
Re: Starex 33"
Er ekki málið að skella bara undir hilux hásingum að framan og aftan :) svo kannski bara 35" þau eru jafn breið svo ekki ætti að þurfa þynna hurðina meira ;)
Kveðja, Birgir
Re: Starex 33"
birgthor wrote:Er ekki málið að skella bara undir hilux hásingum að framan og aftan :) svo kannski bara 35" þau eru jafn breið svo ekki ætti að þurfa þynna hurðina meira ;)
Það er reyndar vel framkvæmanlegt að koma 35" undir bílinn með þessum hjólabúnaði en þá þarf að fara að taka aðeins úr hurðunum.
Kv. Smári.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Starex 33"
smaris wrote:birgthor wrote:Er ekki málið að skella bara undir hilux hásingum að framan og aftan :) svo kannski bara 35" þau eru jafn breið svo ekki ætti að þurfa þynna hurðina meira ;)
Það er reyndar vel framkvæmanlegt að koma 35" undir bílinn með þessum hjólabúnaði en þá þarf að fara að taka aðeins úr hurðunum.
Kv. Smári.
Passa ekki drif úr Pajero í Starexinn? Þá gætirðu jafnvel grætt læsingu í leiðini.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Starex 33"
Held þau passi. Vandinn er bara sá að Pajero er á svo lágum drifum að það hentar mér ekki. Á 2 Pajero hræ sem ég á eftir að rífa læsingar úr og svo á ég hlutföll úr Terracan sem eru með hentuga gírun. Á bara eftir að ransaka hvort þetta gengur allt upp (helvítis vinnan alltaf að slíta sundur frítímann).
Starexinn hjá mér er á 3.90 hlutföllum en Terracan hlutföllin sem ég á eru 4.22.
Kv. Smári.
Starexinn hjá mér er á 3.90 hlutföllum en Terracan hlutföllin sem ég á eru 4.22.
Kv. Smári.
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Starex 33"
virkilega smekklegur á 33'' :),skemmtilegir bílar ótrúlegt en satt heilluðu þeir minn hug
smávegis komu rosalega á óvart.
ég og bróðir minn höfum aðeins leyft okkur að dreyma um 38'' undir svona bíl það væri virkilega spennandi
verkefni
smávegis komu rosalega á óvart.
ég og bróðir minn höfum aðeins leyft okkur að dreyma um 38'' undir svona bíl það væri virkilega spennandi
verkefni
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 22.apr 2010, 14:05
- Fullt nafn: Trausti Kári Hansson
Re: Starex 33"
Flottir bílar, stór sé eftir mínum og þú skalt ekki vera að menga hann með einhverju Toyotu dóti, það á bara heima í fiskikassabílum.
-
- Innlegg: 62
- Skráður: 15.mar 2010, 23:02
- Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
- Bíltegund: Wrangler
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Starex 33"
Nú er ég í sama brasi með hurðina og var að pæla hvort þú hafir prófað að lengja í löminni áður enn þú fórst út í skurðaðgerð?
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37
Ford F-250 6.0 "37
Re: Starex 33"
Skoðaði það aðeins en sá ekki neina einfalda lausn á því.
Kv. Smári
Kv. Smári
Re: Starex 33"
Smá update.
Kominn með kastara, toppboga og vinnuljós.
Kominn með kastara, toppboga og vinnuljós.
- Viðhengi
-
- IMG_4869.JPG (107.35 KiB) Viewed 14859 times
-
- Innlegg: 54
- Skráður: 04.apr 2010, 00:12
- Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson
Re: Starex 33"
Glæsilegur bíll hjá þér.
Hvað komstu stórum dekkjum undir hann áður en þú fórst í þessa breitingu?
Hvernig er hann í akstri hjá þér núna á stóru blöðrunum? Þurftir þú að minnka eitthvað beygjuradíusinn á honum eftir þetta? Þessir bílar eru nú því miður ekki með besta beygjuradíus í heimi þó þeir séu að mörgu leyti mjög skemmtilegir.
Hvað komstu stórum dekkjum undir hann áður en þú fórst í þessa breitingu?
Hvernig er hann í akstri hjá þér núna á stóru blöðrunum? Þurftir þú að minnka eitthvað beygjuradíusinn á honum eftir þetta? Þessir bílar eru nú því miður ekki með besta beygjuradíus í heimi þó þeir séu að mörgu leyti mjög skemmtilegir.
Re: Starex 33"
Hvernig drifbúnaður er í starex? Er millikassi með háu og lágu drifi?
Re: Starex 33"
Áður en ég fór í þessa breytingu var ég búinn að vera með hann á 31" og líka 265-75-16. Bíllinn er bara mjög góður í akstri og þurfti ekkert að minnka beygjuradíusinn fyrir þessi dekk. Það er hefðbundinn millikassi með háu og lágu drifi og drifin eru 8" reverse að framan og 9" að aftan, bæði ættuð úr Pajero.
Kv. Smári
Kv. Smári
-
- Innlegg: 54
- Skráður: 04.apr 2010, 00:12
- Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson
Re: Starex 33"
Ég er með minn á 30" og langar að prófa 31". Það er 2003 bíll einsog þinn. Verð nú samt að viðurkenna það að þessi breyting hjá þér ef frekar flott og það væri gaman að geta komið 33" undir. Þá virðist ekki vera mikill kostnaður í 33" breitingu aðalega dekk og kantar. Á 33" er þetta orðin hörku jeppi þar sem þetta virðist vera sterklega byggðir bílar.
En hvernig er það hefurðu fengið einhvern frið fyrir vinnunni til að skoða þetta með að koma Pajero læsingu í afturdrifið?
Kv. Ágúst
En hvernig er það hefurðu fengið einhvern frið fyrir vinnunni til að skoða þetta með að koma Pajero læsingu í afturdrifið?
Kv. Ágúst
Re: Starex 33"
Er held ég kominn með lausn á læsingunni. Þarf bara öxla úr eldri bílnum sem er með 28 rillu öxlum og eru að réttri lengd. Á bara eftir að komast í að setja hana í. Það hefur aðallega strandað á því að mér hefur ekki tekist að finna hentug drifhlutföll í afturhásinguna ennþá.
-
- Innlegg: 54
- Skráður: 04.apr 2010, 00:12
- Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson
Re: Starex 33"
Það eru sem sagt ekki sömu hlutföll í þessum hásingum. Er ekki hægt að víxla þeim á milli kögla? Er þetta ekki annars svona "third member" í hásingunum? Er ekki farin að skoða þetta að neinu viti.
En það væri magnað ef þú heldur áfram með þetta að þú myndir pósta því hérna.
En það væri magnað ef þú heldur áfram með þetta að þú myndir pósta því hérna.
Re: Starex 33"
Reffilegur Starex hjá þér. Undan hverju eru þessar felgur sem þú notaðir? Ég hef séð einn svartan Starex með öðruvísi kanta, flatari en stærri sem ná lengra upp á hliðina. Hvaðan skyldu þeir koma?
Hefur eitthvað gerst meira varðandi hlutföll og læsingar? Það væri áhugavert að setja 35" undir Starexinn.
Henti inn myndum sem Hr. Goggle sýndi mér, Rússarnir alveg meðetta.
Hefur eitthvað gerst meira varðandi hlutföll og læsingar? Það væri áhugavert að setja 35" undir Starexinn.
Henti inn myndum sem Hr. Goggle sýndi mér, Rússarnir alveg meðetta.
- Viðhengi
-
- L400 Delica.3.JPG (80.89 KiB) Viewed 13074 times
-
- L400 Delica.2.JPG (130.41 KiB) Viewed 13074 times
-
- Ekki alveg Starex en fjarskyldur ættingi
- L400 Delica.JPG (35.01 KiB) Viewed 13074 times
Re: Starex 33"
Ég er að vona að ég sé búinn að leysa hlutfallamálið. Þarf bara að finna mér hræ af einsdrifs, beinskiptum bensínbíl til að skrúfa í sundur og skoða. Hr. Google segir að minnsta kosti að hann eigi að vera á 4.22 hlutfalli. Annað held ég að eigi að vera búið að leysa, bara eftir að koma því í framkvæmd. Felgurnar keypti ég bara á Bland og veit ekkert hvaðan þær koma.
Hef séð þennan svarta og dettur mér helst í hug að þetta séu gömlu flötu Hilux kantarnir sem búið er að sníða á hann án þess að ég hafi hugmynd um það, en hann er flottur finnst mér.
Rússarnir kunna þetta.
Hef séð þennan svarta og dettur mér helst í hug að þetta séu gömlu flötu Hilux kantarnir sem búið er að sníða á hann án þess að ég hafi hugmynd um það, en hann er flottur finnst mér.
Rússarnir kunna þetta.
Re: Starex 33"
Þar sem gamli Starex er að detta í 400.000km var ákveðið að finna arftaka sem getur tekið við þegar sá gamli verður ónýtur sem eru líklega nokkur ár í að gerist.
Datt niður á þennan 2006 bíl sem var einungis keyrður 67.000km og alltaf verið geymdur inni.
Hann gekk í gegnum sömu breytingu og sá gamli fyrir utan að heldur var gengið lengra í úrklippingum.
Datt niður á þennan 2006 bíl sem var einungis keyrður 67.000km og alltaf verið geymdur inni.
Hann gekk í gegnum sömu breytingu og sá gamli fyrir utan að heldur var gengið lengra í úrklippingum.
-
- Innlegg: 31
- Skráður: 25.jan 2015, 19:37
- Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
- Bíltegund: 4runner 1991
Re: Starexar á 33"
Hvaða kanta notar þú á þennan kagga? Já eða öllu heldur, hvernig er best að finna kanta sem passa á Starexinn?
Re: Starexar á 33"
kemur vel út
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Re: Starexar á 33"
grantlee1972 wrote:Hvaða kanta notar þú á þennan kagga? Já eða öllu heldur, hvernig er best að finna kanta sem passa á Starexinn?
Ég nota 32" kanta frá brettakantar.is. Lengdi afturkantana aðeins á þeim hvíta þar sem mér fannst þeir óþarflega þröngir á gráa bílnum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur