Patrol '98 6.5td
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Hehe já hann heath er með margt sniðugt, er búinn að kaupa Turbo master frá honum og virka bara mjög vel og er að velta fyrir mér að fá mér Max E tork ECM frá honum líka sem að mér skilst virka mjög vel.
En já ég þarf eitthvað að skoða þetta hvað ég ætla að gera fyrst að þetta kallar á Total overhaul á mótor, semsagt allt nýtt eiginlega :)
En já ég þarf eitthvað að skoða þetta hvað ég ætla að gera fyrst að þetta kallar á Total overhaul á mótor, semsagt allt nýtt eiginlega :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Subbi wrote:
ég er að fá tvær nýjar original Bínur og eittthvað moddaðar og skilst mér að ég megi boosta helvíti vel og hvora og sé að sjá um 80 til hundrað hesta aukningu með Intercooler
Fyrst þú ætlar að fara að boosta svona mikið inn á mótorinn þarftu ekki að auka eitthvað olíuna líka? Þarftu þá ekki að endurprogaman tölvuna eða ertu kannski með mekaniskt olíuverk??
-
- Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: Patrol '98 6.5td
nei fæ nýtt program í tölvuna kemur allt saman klárt
Kemst allavega þó hægt fari
Re: Patrol '98 6.5td
er í vinnu úti þannig sendu mér bara email karinnehf@hotmail.com hvað þig vantar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Meðan maður bíður eftir varahlutum og upptekinn við annað enn að gera upp fákann þá hefur maður samt tíma til að gera eitthvað í honum, en það er kominn nýr sveifarás í og blokkinn öll skveruð og skoðuð, allar legur eru komnar í hús og á næsta leiti er stimplar og annað gott heiti að lenda í hús.Við betri skoðun á heddum þá kom í ljós að annað heddið var sprungið á milli ventla á cylinder #8 þannig að það er á áætlun að fá 2 ný hedd frá ameríkuhreppi. En á meðan maður hefur tíma til að gera eitthvað þá átti ég loftkerfi og henti því í og tengdi svo patrol tölvuna aftur í fyrir air condition og ætla að prófa að tengja líka snúninghraðamælirinn aftur í gegnum patrol tölvuna því ég hef verið í vandræðum með deilirinn sem er á milli tíðnibreytisins og mælir. Hér eru nokkrar myndir:
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Hlutir gerast en gerast hægt. Búinn að fá eitthvað meira af nýjum varahlutum og nokkrir á leiðinni þar á meðal 2 ný hedd frá AM general eða GEP sem að mér skilst endurhannaði 6.5 diesel frá toppi til táar. Heddin eiga að vera sér styrkt og búið að endurhanna gallanna í þeim ásamt því að vera með hert vetnlasæti,verður gaman að fá það í hendurnar. Nýjar fóðringar voru settar í stimpilstangirnar þannig að ég er byrjaður að raða saman, stimplar eru komnir í, knastás og undirlyftur og svo er bara að halda áfram þegar að varahlutirnir fara að týnast inn.
Á meðan maður bíður eftir varahlutum tók ég upp á að mála nokkra hluti, notaði POR 15 sem er snilldar málning, var búinn að mála blokkina og þannig að ég hélt áfram og held að ég sé búinn að mála flest allt á mótornum hér eru nokkrar myndir
Svo þegar maður bíður of lengi eftir varahlutum og hefur lítið að gera rífur maður bara eitthvað meira í sundur, ég ákvað að taka túrbínuna í sundur og þrífa ef það skildi eitthvað svarf eða drulla vera inn í henni eftir að legurnar og annað gaf sig í mótornum, og þá fann ég að legurnar í túrbínuni voru ekki upp á marga fiska og túrbínu hjólið ja dæmi hver fyrir sig það vantar allavega aðeins á blöðin... hvað ætli hafi verið sem gerði þetta? Of hár afgashiti??
Á meðan maður bíður eftir varahlutum tók ég upp á að mála nokkra hluti, notaði POR 15 sem er snilldar málning, var búinn að mála blokkina og þannig að ég hélt áfram og held að ég sé búinn að mála flest allt á mótornum hér eru nokkrar myndir
Svo þegar maður bíður of lengi eftir varahlutum og hefur lítið að gera rífur maður bara eitthvað meira í sundur, ég ákvað að taka túrbínuna í sundur og þrífa ef það skildi eitthvað svarf eða drulla vera inn í henni eftir að legurnar og annað gaf sig í mótornum, og þá fann ég að legurnar í túrbínuni voru ekki upp á marga fiska og túrbínu hjólið ja dæmi hver fyrir sig það vantar allavega aðeins á blöðin... hvað ætli hafi verið sem gerði þetta? Of hár afgashiti??
Re: Patrol '98 6.5td
Annaðhvort er þetta afgasið eða hreinlega bara eitthvað farið í hana einhvernveginn.
Annars þa er ég toyota maðurinn alltaf að skoða þennan þráð aftur og aftur þvi mér finnst þessi bíll geðveikur, nenniru að smíða annan handa mér ;)
Annars þa er ég toyota maðurinn alltaf að skoða þennan þráð aftur og aftur þvi mér finnst þessi bíll geðveikur, nenniru að smíða annan handa mér ;)
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Patrol '98 6.5td
Þetta lítur út eins og cyclic overspeed en gæti verið foreign object damage..
ég lenti í cyclic overspeed með tvær HX35 hjá mér... uppfærði í HX40 í compound hjá mér og allt í himna lagi :)
Mæli með Holset HX40 eða HX35 á þennan mótor... auðveldar afgasinu að fara sína leið, eins og Pabbi (Subbi) bendir á hér að ofan er afgashúsið á stock túrbínunni frá Borg Warner (GM túrbínan) ekki að flæða nóg.... væri líka rosalega flott að fá Schwitzer (Borg Warner S366)
ég lenti í cyclic overspeed með tvær HX35 hjá mér... uppfærði í HX40 í compound hjá mér og allt í himna lagi :)
Mæli með Holset HX40 eða HX35 á þennan mótor... auðveldar afgasinu að fara sína leið, eins og Pabbi (Subbi) bendir á hér að ofan er afgashúsið á stock túrbínunni frá Borg Warner (GM túrbínan) ekki að flæða nóg.... væri líka rosalega flott að fá Schwitzer (Borg Warner S366)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Patrol '98 6.5td
Keyptirðu marine stimpla eða OEM?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Dúddi wrote:Annaðhvort er þetta afgasið eða hreinlega bara eitthvað farið í hana einhvernveginn.
Annars þa er ég toyota maðurinn alltaf að skoða þennan þráð aftur og aftur þvi mér finnst þessi bíll geðveikur, nenniru að smíða annan handa mér ;)
Takk fyrir það, veit ekki alveg hvort að nennarinn sé í gangi fyrir aðra svona smíði en hver veit :)
Ef ég fer að setja aðra túrbínu eins og HX40 þarf ég að færa hana og fara í meiri smíðar þar sem að túrbína sem er á þessum er á milli headdanna, en ég hef heyrt að HX40 eru að koma mjög skemmtilega út við þennan mótor og hefði ekkert á móti því en það verður að bíða betri tíma.. overspeed og/eða hár afgashiti er mjög líklega skýringinn á þessu..
Haukur litli wrote:Keyptirðu marine stimpla eða OEM?
Ég leitaði af stimplum með minni þjöppu sem mahle framleiddi en svo kom í ljós að þeir hættu að framleiða þessa stimpla í STD stærð og var ekki til neinstaðar en var eitthvað til í 2 eða 3 yfirstærð, svo einhvernveginn fór það alveg framhjá mér að ath með marine, þannig á endanum tók ég bara ákvörðun um að hafa þetta OEM.
Re: Patrol '98 6.5td
gaman að sja Stjani minn að eitthvað er að gerast :) heldurðu að við förum i ferð i vetur ? ;)
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Patrol '98 6.5td
Úr hverju kemur mótorinn... á Suburban er þetta ekki á miðjum mótor... er það þannig á Chevy VAN :?:
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Patrol '98 6.5td
Hr.Cummins wrote:Úr hverju kemur mótorinn... á Suburban er þetta ekki á miðjum mótor... er það þannig á Chevy VAN :?:
Mig minnir að túrbínan sé á milli heddanna að aftan á Van og Hummer
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Mikið rétt, í van og hummer er hún í miðjunni að aftan og þessi mótor sem ég er með er úr Van.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Góðir hlutir gerast hægt sagði einhver og þar sem að þetta er að gerast ofur hægt hjá mér þá hlýtur þetta verða super gott hjá mér :)
Heddin og fleira komið í hús ásamt nýju túrbinu hjóli í bínuna og upptekningar setti fyrir hana, náði að setja hana saman og dunda mér aðeins eins og td þá var ég með deilir og tíðnibreytir fyrir snúningshraðamælirinn og þar sem að deilirinn var alltaf að bila vegna mikils mun á tíðni milli patrol og GM, þá tengdi ég patrol tölvuna aftur fyrir það og AC kerfið og þurfti smá að mixa fyrir pickupið fyrir auka sveifarásskynjara til að nota fyrir snúningshraðamælirinn og nota ég trissuna fyrir það eins og sést á einni myndinni en ég komst ekki í að klára setja mótorinn saman vegna tímaleysi en það gerist vonandi á næstu vikum.
Læt nokkrar myndir flakka með...
Heddin og fleira komið í hús ásamt nýju túrbinu hjóli í bínuna og upptekningar setti fyrir hana, náði að setja hana saman og dunda mér aðeins eins og td þá var ég með deilir og tíðnibreytir fyrir snúningshraðamælirinn og þar sem að deilirinn var alltaf að bila vegna mikils mun á tíðni milli patrol og GM, þá tengdi ég patrol tölvuna aftur fyrir það og AC kerfið og þurfti smá að mixa fyrir pickupið fyrir auka sveifarásskynjara til að nota fyrir snúningshraðamælirinn og nota ég trissuna fyrir það eins og sést á einni myndinni en ég komst ekki í að klára setja mótorinn saman vegna tímaleysi en það gerist vonandi á næstu vikum.
Læt nokkrar myndir flakka með...
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Þá er eitthvað að gerast í mótormálum. Mótorinn er að smella saman og vonandi fer þetta nú að taka enda...
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Þá er mótorinn tilbúinn að fara í, verður settur í á morgun :)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Patrol '98 6.5td
Glæsilegt. Innilega til hamingju, vonandi að þetta moldvirki hjá þér :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
elliofur wrote:Glæsilegt. Innilega til hamingju, vonandi að þetta moldvirki hjá þér :)
Takk fyrir það Elli, ég vona það líka eftir allt þetta rugl...
En allavega er mótor, skipting og millikassi komið í og er byrjaður að raða aðeins saman rafmagni og öðru,, hef lítinn tíma núna til að halda áfram og klára þetta en það styttist í þetta :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Þessi fór í gang aftur um daginn eftir langan svefn og gekk eins klukka, eins og hann hafi aldrei verið tekinn í sundur fyrir utan að það vantaði allt bank í hann eins og hann var áður. Snúningshraðamælir virkar loksins aftur eftir að ég tengdi patrol tölvuna aftur í bílinn og kom fyrir sveifaráskynjara fyrir á mótornum, sveifarásskynjarinn sem ég nota er úr Ford escort og bentu þeir hjá Karlowicz4x4.pl mér að nota hann. Eitt og annað er eftir að gera og gerist það eins og tími gefst, hér eru nokkrar myndir..
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Patrol '98 6.5td
Hér er linkur á album á fésinni, þar eru miklu fleirri myndir af breytingarferlinu ef einhver hefur áhuga.
https://www.facebook.com/kristjan.brynj ... 752&type=3
https://www.facebook.com/kristjan.brynj ... 752&type=3
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Patrol '98 6.5td
Svona myndaalbúm eru ææææðisleg :) Gaman að sjá að þessi fær bráðum að fara út að leika!
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur