1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 12.nóv 2013, 03:51

Gráðumæling á spindilhalla segir 9° og beygir bíllinn vel og hallar hjólum passlega

þangað til að afturhásing er kominn undir klár og allt ready þá verður tekið test á honum og svo farið í kantasmíðina :)


Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 12.nóv 2013, 03:51

Gráðumæling á spindilhalla segir 9° og beygir bíllinn vel og hallar hjólum passlega

þangað til að afturhásing er kominn undir klár og allt ready þá verður tekið test á honum og svo farið í kantasmíðina :)
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá gislisveri » 12.nóv 2013, 07:10

Flott project.
Ekki gleyma að breyta honum að aftan líka.
Kv.
Gísli.

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá sonur » 12.nóv 2013, 19:13

Vá, flott breyting gaman að lesa allt sem þú skrifaðir
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá ellisnorra » 12.nóv 2013, 20:09

Þetta er glæsilegt, gaman að fylgjast með. Flottur subbi, hvenær á svo að skipta um mótor? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 13.nóv 2013, 02:17

Mótorskifit verða þegar þessi er búinn en hann er enn í fínu standi þessi 6.5 mótor enda var bíllinn FBI bíll þegar hann var fluttur inn og er enn með ýmsan búnað en til að mynda er mótorinn Marine útgáfa og með sterkari sveifarássætum en í þessum hefðbundnu þeas þykkari veggir ofl góðgæti í honum

En í kvöld reif ég undan honum hásinguna fjaðrir ofl að aftan og græjaði fyrir afturhásingu

Á morgun verður stillt upp og skorið aftur úr brettum og er ég að vona að 15 cm sleppi en get farið í 20 cm án þess að hrófla við olíutank en á eru um 4 cm eftir í tankinn og ef ég fer lengra þarf ég að minnka hann eða færa hann

Image
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Hr.Cummins » 15.nóv 2013, 01:26

Subbi wrote:enda var bíllinn FBI bíll


Allir svartir suburban eru búnir að vera FBI bílar sem að koma hingað... að sögn eigenda... en það eru hinsvegar til pappírar með þessum bíl sem að sanna það...

Svaka sætir límmiðar líka sem að voru í rúðunum (This vehicle is marked and trace-able by federal agents)...

Loomið fyrir löggublikkið er enn í honum líka, það þarf bara að græja á hann ljós og svo verður Pabbi orðinn sjálfskipuð fjallalögga 8)

hehehe, en þetta er allt í vinnslu... búið að vera brjálað að gera í vinnu og þessu....
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 15.nóv 2013, 04:29

jæja finn engar teikningar af fourlink kerfum þannig að ég er að brasa við að teikna þetta sjálfur

hvað segja menn um fjarlægð milli efri stífu og neðri stífu eru 14 cm nóg

er að setja þetta svona upp fyrir mér svo verður það sniðið að grindini auðvitað og tekur væntanlega einhverjum breytingum

en svona er ég búinn að rissa þetta upp

Grindarstykkið
Image

Hásingastykkið
Image

bæði stykkin saman
Image
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Magni » 15.nóv 2013, 07:42

Subbi wrote:jæja finn engar teikningar af fourlink kerfum þannig að ég er að brasa við að teikna þetta sjálfur

hvað segja menn um fjarlægð milli efri stífu og neðri stífu eru 14 cm nóg

er að setja þetta svona upp fyrir mér svo verður það sniðið að grindini auðvitað og tekur væntanlega einhverjum breytingum

en svona er ég búinn að rissa þetta upp

Grindarstykkið
Image

Hásingastykkið
Image

bæði stykkin saman
Image


Sæll, Þú getur skoðað þetta. Það skiptir víst máli að vera ekki með sama bil á milli efri og neðri stífu að framan og aftan.

http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/gormgr/gormindex.htm
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 15.nóv 2013, 11:41

Takk fyrir þetta Magni minn

en breytti fóðringaplani á hásingaturninum úr 40 mm í 60 mm þar sem fóðringarnar eru 56.4 mm að þvermáli
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Hr.Cummins » 15.nóv 2013, 20:24

Hafa menn notað TruTrac í jeppamennsku hérna heima eitthvað :?:

Ég græjaði þessa læsingu á sínum tíma í Dodge RAM hjá mér, og hún gerði skuggalega gott gagn á malbikinu allavega, lenti aldrei í því að hún væri að svíkja á 35"...

Maður er búinn að dansa mörg hringtorgin á honum allavega :)

Spurning með snjófæri og á 44" dekkjum !?!?!? Það er allavega ekkert spaug að færa afturhásinguna til á gólfinu, svo að ég ætla að veðja á þetta :)

http://www.youtube.com/watch?v=lZmsY2YvVsc

http://www.youtube.com/watch?v=EZFVKFyOgqY
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá AgnarBen » 15.nóv 2013, 21:49

Ég er með TruTrac að framan hjá mér og þetta er ekkert nema hamingja, finn ekki fyrir þessu í malbikinu og í snjó þá læsir hann sér 100%, ég mun aldrei líta á loftlás aftur með öllum sínum lögnum og dælu. Einu tilvikin sem þessi lás svíkur er þegar annað dekkið er alveg fríhjólandi að þá læsir hún sér ekki en þá er nóg að tipla á bremsuna um leið og þú gefur inn og þá læsist hann ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Freyr » 15.nóv 2013, 23:41

Er með þetta í báðum drifum hjá mér í 38" cherokee og er bara sáttur með lásana, kýs þá frekar en handstýrða lása. Setti einnig svona í tjúnnaðann 46" F350 og þetta hefur verið til friðs þar svo styrkur er ekki e-ð til að hafa áhyggjur af

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Hr.Cummins » 16.nóv 2013, 01:46

Nei, ég setti 900hp & ósköp af togi gegnum þessa hásingu á sínum tíma og þetta hélt bara endalaust, svo að ég þori að lofa gamla að 6.5 er ekki að fara að slíta þessu :lol:
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Kiddi » 16.nóv 2013, 03:13

Subbi wrote:Hásingastykkið
Image


Ég myndi sleppa götunum á þessu stykki, eða þá í það minnsta hafa þau minni og fjær brúnunum.
Finnst of lítið efni milli gatanna og brúnanna, neðarlega á þessum stykkjum fer mikið vægi um þau og mikilvægt að hafa góðan styrk. 1-2 kg eru ekki að fara að skipta miklu þarna á þetta þungum bíl.
Sjálfur er ég búinn að brenna mig á þessu á mikið léttari bíl, tók þó eftir þessu áður en þetta var allt komið í sundur og náði að styrkja áður en illa fór. Plöturnar hjá mér bognuðu á svipuðum stað og kverkin er við stóra gatið.

Að öðru leiti sé ég ekki annað en þetta geti bara virkað ágætlega. Ein spurning samt, að lokum, ætlarðu að hafa efri stífurnar styttri en neðri?

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 16.nóv 2013, 10:14

Veit ekki meir þeir sem ég hef skoðað hjá eru með þær styttri þeas efri Stífuna
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá jhp » 17.nóv 2013, 01:42

Hr.Cummins wrote:Nei, ég setti 900hp & ósköp af togi gegnum þessa hásingu á sínum tíma og þetta hélt bara endalaust, svo að ég þori að lofa gamla að 6.5 er ekki að fara að slíta þessu :lol:

Öööö hvar komst þú í 900hp?
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Hr.Cummins » 17.nóv 2013, 12:09

jhp wrote:
Hr.Cummins wrote:Nei, ég setti 900hp & ósköp af togi gegnum þessa hásingu á sínum tíma og þetta hélt bara endalaust, svo að ég þori að lofa gamla að 6.5 er ekki að fara að slíta þessu :lol:

Öööö hvar komst þú í 900hp?


ÖÖÖÖ, hvað ætli 85psi á 5.9CTD sé mörg hestöfl... og svo atvikaðist það allavega 3x að hann fór yfir 100psi ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 17.nóv 2013, 13:49


Öööö hvar komst þú í 900hp?[/qHr.Cummins wrote:
jhp wrote:
Hr.Cummins wrote:Nei, ég setti 900hp & ósköp af togi gegnum þessa hásingu á sínum tíma og þetta hélt bara endalaust, svo að ég þori að lofa gamla að 6.5 er ekki að fara að slíta þessu :lol:
uote]

ÖÖÖÖ, hvað ætli 85psi á 5.9CTD sé mörg hestöfl... og svo atvikaðist það allavega 3x að hann fór yfir 100psi ;)


Þetta er þráður um Jeppann minn svo vinsamlega áður en ég verð Pirraður haldiði þrætum utan við þennan þráð og ræðið um hestöfl í cummins og tog og hvar menn fá þessi Hestöfl á öðrum vettvangi en í mínum þræði

Ég er ekki að fara að slíta neitt sem Cummins hefur dugað með 6.5 og einfaldlega þó ég hefði aflið þá tek ég bara ekki þannig á hlutunum að þeir bili ég er að breyta bílnum með það að leiðarljósi að gera hann að ferðabíl ekki torfærutæki til að keppa á punktur þannig að öll umræða um afl skiftir mig engu hann fer meira á hægu ferðini en á fulluferðini ;)
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Hr.Cummins » 18.nóv 2013, 02:11

en við setjum Cummins í hann :O
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 18.nóv 2013, 03:02

Já svona í framtíðini þegar 6.5 klárar sig ;)
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Magni » 18.nóv 2013, 08:06

Subbi wrote:

Öööö hvar komst þú í 900hp?[/qHr.Cummins"][quote="jhp wrote:
Hr.Cummins wrote:Nei, ég setti 900hp & ósköp af togi gegnum þessa hásingu á sínum tíma og þetta hélt bara endalaust, svo að ég þori að lofa gamla að 6.5 er ekki að fara að slíta þessu :lol:
uote]

ÖÖÖÖ, hvað ætli 85psi á 5.9CTD sé mörg hestöfl... og svo atvikaðist það allavega 3x að hann fór yfir 100psi ;)

Þetta er þráður um Jeppann minn svo vinsamlega áður en ég verð Pirraður haldiði þrætum utan við þennan þráð og ræðið um hestöfl í cummins og tog og hvar menn fá þessi Hestöfl á öðrum vettvangi en í mínum þræði

Ég er ekki að fara að slíta neitt sem Cummins hefur dugað með 6.5 og einfaldlega þó ég hefði aflið þá tek ég bara ekki þannig á hlutunum að þeir bili ég er að breyta bílnum með það að leiðarljósi að gera hann að ferðabíl ekki torfærutæki til að keppa á punktur þannig að öll umræða um afl skiftir mig engu hann fer meira á hægu ferðini en á fulluferðini ;)



Best að stoppa þetta í fæðingu :) hehe
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 20.nóv 2013, 01:24

Jæja afturhásing kominn á sinn stað svo er bara að fara að klippa aðeins og skrúfa og tengja allt að ské

Image

Image
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Hr.Cummins » 20.nóv 2013, 08:37

hehe, þetta er pínu feitt :D
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 22.nóv 2013, 06:21

Dundaði slatta i nótt

Image

Breiður er hann ;)

Image
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Hr.Cummins » 23.nóv 2013, 01:46

Okkur vantar 4x svona til að setja á toppgrindina:
http://www.ebay.com/itm/KC-HiLites-1243 ... 1c&vxp=mtr

Svo vantar okkur Bull-Bar framan á hann og 4x KC DayLighter hringlótta, tvo 5" og tvo 7", long range 100w ofcuz...
http://www.ebay.com/itm/KCHilites-1238- ... 81&vxp=mtr

Svona sem vinnuljós á hornin:
http://www.ebay.com/itm/KC-HiLites-1300 ... 5c&vxp=mtr

"Surta" stuðarana og setja Projector framljós á hann, LED afturljós...

http://www.ebay.com/itm/88-98-Chevy-GMC ... 2b&vxp=mtr

http://www.ebay.com/itm/94-99-Tahoe-Sub ... 53&vxp=mtr

http://www.ebay.com/itm/92-98-GMC-SIERR ... 35&vxp=mtr

Þá er þetta að lúkka feitt held ég 8)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 04.des 2013, 08:47

Jæja allt að gerast verið að plasta kanta ofl ég fékk svo heiftarlegt kast með skurðargræjuna að ég held svei mér þá að 49 tomman passi bara undir líka :)

get ekki póstað myndum fyrr en kannski seinnipartinn í dag af stöðuni

næstu verkefni eru að leggja ný bremsurör að framhásingu þar sem hún er töluvert framar en klafaruslið var og þar þarf að endurhanna smá í kringum það

svo skifti ég um stýrismaskínu og setti maskínu úr Ford van sem er reverse og armurin snýr fram og er afstaðan á öllu miklu betri fyrir vikið og engin þvingun í stýrisgangi og stýrisstöngin liggur þvert fyrir framan hásingu án halla er svo að fara með slöngur frá dælu að maskínu í Vökvatengi og fá nýja enda á þær sem passa í ford Maskínuna því nipplar þar eru heldur minni en á GM maskínu

svona smá pikkles eftir eins og að tengja handbremsubarka ofl smálegt

vonandi keyrir hann í kantasprautun á mánudag í næstu viku
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Þráinn » 05.des 2013, 01:12

Úr hvaða ford notaðir þú maskínuna, og passaði hún beint í gömlu götin?

glæsilegur suburban hjá þér annars!

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 05.des 2013, 19:16

Notaði úr 77 árgerð af ford og já neðri götin tvö pössuðu beint þurfti að loka efra gatinu á grindini og færa framar um 2cm skellti röri í þar svo maður pressi ekki grindina inn á hersluni :)
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 08.des 2013, 17:03

jæja þá er afturhásing kominn undir og á sinn stað og stífur og vasar endurbættar og samsláttarpúðar á sínum stað

Plattar og stýringar fyrir afturgorma í smíðum og búið að láta bílinn setjast í gormana og hef ég hann aðeins hærri að aftan með tilliti til farangurs og farþega leiðist að sjá jeppa sem eru alltaf eins og þeir séu a taka á loft :) en gormar verða að duga þangað til maður hefur efni á loftpúðum og kerfinu kring um það

Mótin af köntunum farinn til bátasmiðjunar og kantar steyptir í þau í gær og í dag :) verða klárir til sprautunar á miðvikudag og fra beint í málun

mótin verða eign bátasmiðjunar og hefur hann fullan hug á að steypa kanta fyrir menn með svipaða bíla í framtíðini þetta passar á tahoe - Sierru ofl í þessum flokki

Smásnöfl eftir eins og að leggja nýtt að bremsum að framan ganga frá innri brettum aftur og punkta og kítta í það

Aftur Drifskaft úr Suburban passar fullkomnlega og fer ekki út um meira en sem nemur 5 cm við þessa breytingu og enn eru 8 cm eftir inni í rillum þannig að fjöðrunarsviðið er ekki að fara að þrýsta draglið inn í pakkdós :)

Framskaftið kemur úr ram og er lengt en með tvöföldum hjörulið upp við millikassa og ku það gefa aukin styrk

stefni á að rúlla með bílinn út næstu Helgi og fara þá að filma hann og vinna í lakkinu á honum

Image

Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Hr.Cummins » 09.des 2013, 06:53

Verður fínt, reyndar alveg arfaslöpp mynd af þessum framkanti, sýnir ekki hvernig hann er í rauninni heldur einungis mótið :)

Keyrir vonandi í komandi viku ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 12.des 2013, 21:39

Jæja bíllinn farinn að standa í hjólin og er drulluflottur með langa fjöðrun en frá dekki að brettabrún eru 25 cm og stillti ég samslátt á 23 cm og Dodge ram fram Gormarnir úr 1500 bensín sem ég setti undir koma mun betur út en ford 150 sem voru allt of stífir

Bíllinn er 10 cm hærri að aftan en framan til að hann verði réttur fullur af fólki og farangri og stóðum við tveir þungir á afturstuðara í dag og hann seig um 1 cm :) þannig að ég held þangað til ég prufa að keyra að þetta muni allt verða skruggugott mál

Þverstifur smíðaðar í dag og turnar fyrir þær og fara þær undir á morgun og er afturstífan nánast lárétt og ákváðum við að hafa smá halla á henni

Framþverstífan er flott liggur samhliða stýrisstöng með kannski 5°halla

Drifbúnaður er að klárast og Sköft að verða klár bremsur að framan verða græjaðar á Laugardaginn og svo kantar vonandi á á sunnudag og hægt að fara smá prufuhring til að sjá hvort eitthvað þarf að betrumbæta eða gera öðruvísi

Mikill Jeppakall þekktur í bransanum hér suðurfrá sagðist alveg þora beint á Jökul á honum he he ef ég þrði ekki skyldi hann gera það og koma keyrandi heim á honum

Bíllinn er alls ekkert of hár settist mun lægra en ég bjóst við en nóg pláss til að fjaðra og nóg pláss til að framhjólin beygi án þess að rekast í enda skar ég úr til að geta haft 46 tommuna á honum líka

Á fullt af myndum af þessu ferli öllu saman en eins og er er ég ekki í aðstöðu til að koma þeim á netið en mun gera það um leið og ég kemst í alvöru nettengingu aftur er að uppfæra þráðinn gegnum GSM og nenni ekki að vera að möndla á litlum skjá við að copya jpg url hingað inn

Þangað til næst Kv Subbi
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 16.des 2013, 02:38

Jæja þá er allt búið og bara beðið eftir brettaköntum og jú ég þarf að kaupa baulur yfir Hjöruliðina á yokann í báðum hásingum annað er búið

Það sem ég gerði um Helgina

Skrúfaði innri bretti í aftur að framan og sneið af og punktsauð og kíttaði í þar sem vantaði eftir úrklippingu fram það sama var gert að aftan

gekk frá bremsulögnum og stýrisdælu slöngum (minni Nipplar á Ford Maskínu)

nýjir Klossar að framan og Borðar að aftan

Setti Dempara undir að aftan og breytti festingum færði þær ofan á hásingu voru neðan á og skellti Trailmaster 72700 gasdempurum í

Drifsköft frágengin Stytt afturskaft um 13 cm og lengt framskaft um 6 cm og nýjir hjöruliðir í bæði

Bremsur lofttæmdar og allt liðkað og smurt með hvítfeiti

farið yfir herslur á öllum boltum í fourlink framan og aftan snyrt af öll horn og gerðar bogalínur á stífuvasa aftan bæði á hásingu og á grind

Gengið frá nýjum stýrisdempara og fæ ég ellefu cm færslu í hvora átt

Þá er eina sem eftir er að setja Brettakanta á og hefur tafist með þá vegna veikinda hjá plastmeistaranum mínum Ælupest og skita :) en ættu að vera klárir á þriðjudag og þá er bara sprauta þá og skella þeim á og vonandi keyrir maður Prufutúr á Miðvikudag

Myndasafn kemur vonandi inn hjá mér annað kvöld þegar ég kemst aftur á ljósnetstenginguna mína og hef hraðan til þess farsíminn er ágætur en nenni ekki að pósta myndum gegnum hann
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 17.des 2013, 04:42

Testrun áðan og virkar allt eins og ætlast var til fjöðrun rosalega góð og bíllinn étur allt á góðum hraða í miklum ójöfnum flýtur vel og nú er bara að bíða eftir köntum og fara svo aðeins lengra en djúpavatnsleið

eitt atriði sem klikkaði og það fyrir utan aðstöðuna

Yoke á afturhásingu með gamalt brot á flangs og braut sig alveg og sleppti skaftinu niður í götu :)

þannig að mig vantar Yoke á Dana 80 fyrir 30mm Hjöruliðsbjargir helst ekki seinna en í fyrradag ef einhver á slíkt á lausu
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 18.des 2013, 15:45

Eitthvað af myndum

Stytta Drifskaft þrátt fyrir hásing hafi farið vel aftur
Image

Bremsunipplar lagaðir til
Image

Smá Teygjuæfingar
Image

Kantamót aftan
Image

Afstaðan á Togstöng og þverstífu
Image

Lagt í smá Prufurrúnt
Image
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 19.des 2013, 20:30

Jæja Grunnaði kantana og sprauta þá í nótt :)

Klæði þá að innan með frauðsvampi 25mm þykkum

Trukkakantar :)

Image

Image
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 20.des 2013, 20:11

Jæja Stigbrettin mætt í hús :)

Finnur vinur minn smíðaði þau og verðin eru mjög góð en hann er hérna á spjallinu líka :)

Image
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá íbbi » 21.des 2013, 02:01

verður gaman að sjá hann með kantana
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Magni » 21.des 2013, 13:14

Subbi wrote:Jæja Stigbrettin mætt í hús :)

Finnur vinur minn smíðaði þau og verðin eru mjög góð en hann er hérna á spjallinu líka :)

Image


Fylgir þessi vinnumaður með hverju setti af stigbrettum ;)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 1996 GMC Suburban 6.5 Turbo Diesel

Postfrá Subbi » 21.des 2013, 16:45

já já gegn vægu gjaldi til mín he he
Kemst allavega þó hægt fari


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur