Ég er semsagt með suzuki sidekick 95 árgerð á 33"
Bíllinn er ekinn um 105þús mílur eða í kringum 168þús km. Bíllinn er með 1600 16V mótor og er alveg heil spriklandi 96 hestöfl. Svo aftan á mótornum er 5gíra kassi. Í hásingunum eru 5:12 hlutföll og er hann ólæstur. Bíllinn er hækkaður upp um 2" á boddýi og 1" á gormum. Aukabúnaður er eftirfarandi: 4 kastarar á topnum, vinnljós í húddinu og gamall sony geislaspilari. Á dagskránni er að breyta þessu kastara dóti. setja 4 sem lýsa fram og færa aftur kastarana aftar svo þeir lýsi upp eitthvað meir en bara toppinn. Svo stendur til að hafa cb til að geta kallað á milli bíla. Einnig stendur til að smíða kastara grind framan á hann fyrir þokuljós og svo drullutjakks platta til að geta tjakkað hann upp ef þörf er á. Bíllinn er í nokkuð góðu standi og hefur verið að koma bara nokkuð vel út í snjónum hann vigtar 1320 með hálfum tank. Ég á eftir að láta vigta hann með flullum tanki. Ég læt þó þetta duga í bili og set inn nokkrar myndir af græjuni.







