eftir að hafa endað sumarið full djúpt

Þurfti að fara í smá endurbætingar og viðgerðir á bílnum. Það var svosum ekki mikið að fyrir þessa ferð á botninn á full djúpum poll annað enn brotið mismunadrif og boginn skástífa, enn þar sem maður á erfitt með að breyta bara litlu var farið í smá framkvæmdir..
byrjaði á að undirbúa fyrir vatn á næsta ári

byrjaði á að rífa mótor skiptingu og millikassa úr bílnum

Reif svo mótorinn í spað og þreif og yfirfór og setti nýjar legur og skellti í hann svona fínum stöngum

Svo fór hann bara út í horn og bíður eftir betri tíð

Þá kom upp smá bið á meðan var verið að plana og versla smá dót.. þar sem ég á góða og flinka vini mun fara í hann innspýting samsett
af dóti frá F.A.S.T og Vems og nokkrum öðrum aðilum þannig að það verður ekkert msd né venjuleg kveikja

Svo tók við eitt kvöld af teikningu.. Fékk með mér 2 snillinga við það

Svo var bara að rífa draslið


Svo fékk svona fína mynd frá frænda mínum í Geislatækni í HFJ snillingar þar á ferð

Þá var að sjóða eitthvað af þessu saman og fékk ég hann vin minn Sveinn finnur Helgason hérna á spjallinu til að hjálpa mér aðeins
( átti inni greiða :) )


Svo var ekkert annað enn að mæla smá og svo kippa bara slípirokknum í gang og ráðast á bílinn :)

Svo nokkrum tímum síðar var þetta farið að líta betur út

Svo var þetta allt soðið saman og þá var farið í að koma stífuvösum á grindina

:angað er þetta svona um það bil komið núna reyndar búin að sjóða þetta allt saman og koma stýrismaskínunni fyrir aftur og smíða mótorfestingar enn það á eftir að ákveða hvar þær verða nákvæmlega.. núna þarf ég bara að fara og ná í auka framhæasinguna mína og fara að raða á hana og sjá hvernig hún verður þarna undir áður enn ég held áfram að full sjóða hluti
vonandi finnst mönnum þetta áhugavert