Toyota Hilux (Hjallinn)
Toyota Hilux (Hjallinn)
Jæja, nú gerðist það loksins að ég fékk mér jeppa aftur eftir margra ára pásu. Fyrir valinu varð 20 ára gamall hilux DC með 2,4 EFI bensínhák (að ég taldi). Billinn er allur hinn snyrtilegasti og er 35" breyttur og þannig plana ég að nota hann. Er aðeins búinn að dúlla í honum en á dagskránni er að tengja kastarana almennilega (var skítmixað þegar ég keypti bílinn), skella í hann cb stöð, smíða tölvuborð og fleira gotterí. Hef nokkra reynslu af þessum bílum og vissi svo sem hvað ég var að fara útí, hef átt 2 dc með 2,4 EFI áður og einn með diesel vélinni og ég verð að segja að 2,4 EFI er mun skemmtilegri þegar kemur að almennri notkun en diesel vélin er betri í snjó.
Eyðslan á þeim gamla kom mér skemmtilega á óvart því fyrsta langferðin á honum taldi 11 l/100 km sem mér finnst nú ekki mikið og síðustu tveir tankar í blönduðum akstri hafa verið tæplega 13 l/100. Mig minnti að hinir bílarnir hefði verið að eyða meira. Þess má geta að hann er með eitthvað lægri hlutföllum en orginal en fyrri eigandi gat lítið frætt mig um hvaða hlutföll eru í honum. Ég myndi giska á 1:4,88 eða 1:4,56 eða eitthvað álíka (er þetta ekki rétt skrifað hjá mér).
Fyrsta verkið hjá mér var að skipta út stólunum í bílnum og fyrir valinu voru stólar úr gömlum legacy sem komu bara ótrúlega vel út, fékk þá í Vöku fyrir slikk og þeir bara pössuðu nánast alveg, á eftir að ditta aðeins betur að þeim við tækifæri.
Það er svo ótrúlegt að þegar maður fær svona jeppa í hendurnar þá fer maður strax að búa til verkefnalista í huganum en ég ætla mér að reyna að halda utan um þetta verkefni hér eftir því sem á líður.
Eyðslan á þeim gamla kom mér skemmtilega á óvart því fyrsta langferðin á honum taldi 11 l/100 km sem mér finnst nú ekki mikið og síðustu tveir tankar í blönduðum akstri hafa verið tæplega 13 l/100. Mig minnti að hinir bílarnir hefði verið að eyða meira. Þess má geta að hann er með eitthvað lægri hlutföllum en orginal en fyrri eigandi gat lítið frætt mig um hvaða hlutföll eru í honum. Ég myndi giska á 1:4,88 eða 1:4,56 eða eitthvað álíka (er þetta ekki rétt skrifað hjá mér).
Fyrsta verkið hjá mér var að skipta út stólunum í bílnum og fyrir valinu voru stólar úr gömlum legacy sem komu bara ótrúlega vel út, fékk þá í Vöku fyrir slikk og þeir bara pössuðu nánast alveg, á eftir að ditta aðeins betur að þeim við tækifæri.
Það er svo ótrúlegt að þegar maður fær svona jeppa í hendurnar þá fer maður strax að búa til verkefnalista í huganum en ég ætla mér að reyna að halda utan um þetta verkefni hér eftir því sem á líður.
Síðast breytt af Tollinn þann 09.aug 2013, 20:48, breytt 1 sinni samtals.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Þessi lítur mjög vel út.
Átti svona 38" bíl í 2 ár og var mjög ánægður, var svipaður í eyðslu með 5.71 hlutföll.
Ótrúlega traustur og kom manni alltaf heim.
ps: Ég á svona varahlutavél ef þig vantar eitthvað, en lítið gengur að selja úr henni þar sem þessar vélar eru rock solid.
Átti svona 38" bíl í 2 ár og var mjög ánægður, var svipaður í eyðslu með 5.71 hlutföll.
Ótrúlega traustur og kom manni alltaf heim.
ps: Ég á svona varahlutavél ef þig vantar eitthvað, en lítið gengur að selja úr henni þar sem þessar vélar eru rock solid.
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Já takk fyrir það, ætla nú að vona að þessi vél endist eitthvað, er keyrð 200 þús og með flotta smursögu
Kv Tolli
Kv Tolli
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Er einhver sem getur bent mér á þæginlega leið til að finna út hvaða hlutföll eru í bílnum án þess að rífa köggulinn úr?
kv Tolli
kv Tolli
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Tjakkar bílinn upp að aftan með bæði hjól á lofti. Merkir með túss, bæði á drifskaft og hjólaskál.
Telur svo hve marga hringi drifskaftið fer, á meðan bæði hjólin fara 1 hring.
Getur líka tjakkað upp öðru megin og snúið öðru dekkinu 2 hringi, þá ætti að koma sama niðurstaða.
T.d ef þú telur um 5 1/4 hringi, þá ertu með 5.29
Tæpir 5 hringir = 4.88
Telur svo hve marga hringi drifskaftið fer, á meðan bæði hjólin fara 1 hring.
Getur líka tjakkað upp öðru megin og snúið öðru dekkinu 2 hringi, þá ætti að koma sama niðurstaða.
T.d ef þú telur um 5 1/4 hringi, þá ertu með 5.29
Tæpir 5 hringir = 4.88
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Glæsilegt, takk fyrir þetta, ég geri þetta við tækifæri.
kv Tolli
kv Tolli
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Var hann à grenivík þessi?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Ég held ég sé að bulla steypu hérna.
Á maður ekki að deila útkomunni með tveimur ef maður snýr bara öðru dekkinu?
Ekki snúa tvo hringi...
Semsagt drifskaftið snýst helmingi hraðar ef maður snýr öðru dekkinu í staðinn fyrir báðum.
Á maður ekki að deila útkomunni með tveimur ef maður snýr bara öðru dekkinu?
Ekki snúa tvo hringi...
Semsagt drifskaftið snýst helmingi hraðar ef maður snýr öðru dekkinu í staðinn fyrir báðum.
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
nonni k wrote:Var hann à grenivík þessi?
Já þessi var á Grenivík en þar áður í Kópavogi og þar áður í Neskaupstað en upphaflega í Hafnarfirði
kv Tolli
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
hobo wrote:Ég held ég sé að bulla steypu hérna.
Á maður ekki að deila útkomunni með tveimur ef maður snýr bara öðru dekkinu?
Ekki snúa tvo hringi...
Semsagt drifskaftið snýst helmingi hraðar ef maður snýr öðru dekkinu í staðinn fyrir báðum.
Það er bara að prófa, ætla að tjakka bílinn upp fyrir helgi og tékka á þessu
kv Tolli
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Jæja, búinn að taka smá Vestfjarðarúnt á kagganum og reyndist hann mjög vel. Dundaði nú aðeins í honum fyrir ferðina eins og að skella plexigleri í afturhlerann og græja læsingu á hann. Svo auðvitað vantaði að koma rafmagni aftur á pall fyrir kæliboxið því bjórinn þurfti að sjálfsögðu að vera kaldur. Svo er á stefnuskránni að smíða í hann tölvuborð.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Þessi er flottur. Hrikalega skemmtilegir bílar og 2.4efi er mjög vanmetin vél.
Ef notuð eru viðeigandi hlutföll á stærri dekkjum og allir skynjarar eru í lagi þá er þetta snilldar rokkur.
Ef notuð eru viðeigandi hlutföll á stærri dekkjum og allir skynjarar eru í lagi þá er þetta snilldar rokkur.
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Já ef maður er þokkalega þolinmóður og er ekki að flýta sér, þá er þetta allt í lagi. Hann var nú samt mjög latur upp margar brekkurnar enda fullur bíll af drasli með þungan tjaldvagn. En eyðslan var nú samt ekki mikil, fór mest í tæplega 14 lítra en minnst í 11,5 á þessu ferðalagi. Er samt ekkert mjög sáttur við vinnsluna en áreiðanleikinn vegur hana upp.
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Jæja, þá er búið að dunda aðeins, búinn að setja í hann cb-stöð (vhf á dagskránni seinna) tengja kastarana (setja snyrtilega rofa og tengja rétt), smíða í hann tölvuborð, búa til aðeins meira pláss fyrir dekkin, setja afturrúðu í hlerann og skipta út læsingunni í hleranum.
Re: Toyota Hilux DC 20 ára gæðingur
Talstöðin sem ég keypti var með tengingu fyrir Micinn á hliðinni og fattaði ég það ekki fyrr en ég fór að koma henni fyrir. Því neyddist ég til að taka tengið fyrir micinn upp í mælaborð. Þetta endaði bara með að koma ágætlega út. Svo er bara um að gera að fara að nota þennan bíl eitthvað af viti, komast í alvöru jeppaferð.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Þetta er eins og deja vu fyrir mér, alveg eins bíll og að gera sömu hlutina og ég gerði. Meira að segja skipta um læsinguna í hleranum
Svo er bara að gera eins og alvöru jeppamenn gera í sumarlok og á haustin. Leggjast á hnén, snúa í norður og biðjast fyrir um harðan vetur.
Svo er bara að gera eins og alvöru jeppamenn gera í sumarlok og á haustin. Leggjast á hnén, snúa í norður og biðjast fyrir um harðan vetur.
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Nkl. Nú vil ég fá alvöru snjóvetur, a.m.k. þannig að maður nái að festa 35" hilux duglega
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Þeir nánast pössuðu, á þó enn eftir að græja 4rða boltann, þetta er ennþá bara bráðabirgða, hafði hugsað mér að reyna jafnvel að svappa brakketinu eins og það leggur sig.
kv Tolli
kv Tolli
-
- Innlegg: 20
- Skráður: 13.aug 2013, 00:23
- Fullt nafn: Birna Herdisardottir
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðinu
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Vá, rosalega flottur þessi.
hlýtur að vera rosalega gaman að hafa svona verkefni i höndunum
hlýtur að vera rosalega gaman að hafa svona verkefni i höndunum
-/Nissan Patrol 95'/
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Luxarinn wrote:Vá, rosalega flottur þessi.
hlýtur að vera rosalega gaman að hafa svona verkefni i höndunum
Þetta er auðvitað bara eintóm hamingja.
Kosturinn sem ég sé við þennan bíl er sá að hann kostar lítið, eyðir ekkert alltof miklu, er áreiðanlegur, mjög notadrjúgur og svo er þetta endalaust einfalt og þæginlegt í viðhaldi. Dótastuðullinn er svo bara eitthvað sem kemur í rólegheitunum. Ég ætla mér að halda honum á 35" dekkjum en samt langar mig að ferðast mikið að vetrarlagi svo það er eins gott að vanda sig við aksturinn því eins og standardinn er orðinn í dag þá eru fæstir á minna en 38" dekkjum í snjóakstri svo maður má nú ekki vera algjör dragbítur fyrir ferðafélagana.
kv Tolli
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Jæja, er búinn að pirra mig lengi á hvað tengdamömmuboxið er að taka mikið pláss í bílgeymslunni svo ég ákvað að geyma það bara uppá Hjallanum, sýnist þetta bara koma ágætlega út, get svo skellt vinnuljósum, drullutjakk, skóflu og einhverju drasli á þetta í framtíðinni. Svo er ég í miklum VHF væðingahugleiðingum og vonandi gerist eitthvað í þeim málum mjög fljótlega
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Jæja, tími á að uppfæra smá, skellti mér í litlunefndarferð með 4x4 um daginn. Svo sem ekkert krefjandi ferð en ágæt byrjun á vetrinum. Skellti svo VHF stöð í bílinn sem ég fékk gefins. Ákvað svo í leiðinni að setja nokkra aukarofa fyrir allt dótið sem ég á eftir að setja í bílinn, vinnuljós, rafmagn á pallinn, möguleg loftdæla o.s.frv
-
- Innlegg: 122
- Skráður: 13.apr 2013, 13:35
- Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
- Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Bara snyrtilegt og fínt :)
Hvernig VHF stöð er þetta annars?
-Bjarni
Hvernig VHF stöð er þetta annars?
-Bjarni
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR
-
- Innlegg: 143
- Skráður: 14.okt 2013, 22:36
- Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
- Bíltegund: ford
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Flottur bíll hjá þér var einnig ánægður að sjá það að þú vandar stafsetninguna, verð að segja eins og er. að það er með ólíkindum hvað mikið er um stafsetningarvillur hér á jeppaspjallinu.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
gráni wrote:Flottur bíll hjá þér var einnig ánægður að sjá það að þú vandar stafsetninguna, verð að segja eins og er. að það er með ólíkindum hvað mikið er um stafsetningarvillur hér á jeppaspjallinu.
Er það eitthvað svona sem þú ert að meina með stafsetningarvillu. ;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
bjarni95 wrote:Bara snyrtilegt og fínt :)
Hvernig VHF stöð er þetta annars?
-Bjarni
Þetta er Yaesu FTL-2007, reyndar bara 8 rásir en ég er með þær helstu
kv Tolli
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
gráni wrote:Flottur bíll hjá þér var einnig ánægður að sjá það að þú vandar stafsetninguna, verð að segja eins og er. að það er með ólíkindum hvað mikið er um stafsetningarvillur hér á jeppaspjallinu.
Ég þakka.
Varðandi stafsetninguna þá held ég að flest komist nú vel til skila þó svo að það læðist eitt og eitt "i" í stað "y" o.s.frv. Uppbyggileg gagnrýni er auðvitað af hinu góða en menn mega nú alls ekki hætta að pósta hér af hræðslu við að vera skotnir niður af félögum sínum vegna stafsetningar. Hins vegar er þetta áhyggjuefni almennt í þjóðfélaginu og maður sér þetta einnig hjá fólki sem vinnur við það daglega að skrifa fréttir á netmiðlana. Sem betur fer er jeppaspjallið fullt af umburðarlyndum jeppanördum sem vilja vel.
kv Tolli
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Mjög snyrtilegt og vel frá gengið.
Off topic; (og mér er alveg sama um stafsetningu svo lengi sem textinn er ekki samhengislaus)
Off topic; (og mér er alveg sama um stafsetningu svo lengi sem textinn er ekki samhengislaus)
-
- Innlegg: 143
- Skráður: 14.okt 2013, 22:36
- Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
- Bíltegund: ford
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Alveg sammála það má ekki missa sig í einhverja vitleysu, en það er rétt þetta er um allt í þjóðfélaginu stafsetningarvillur og ekki eru stóru miðlarnir betri. Skrýtið samt hvað þetta hefur aukist gífurlega á síðustu árum. En áfram með það sem máli skiptir það eru bílarnir.
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Jæja
Þessi fór á fjöll í dag, mikið rosalega var það gaman. Það er líka ótrúlegt hvað mann langar alltaf að stækka og breyta og bæta, hehe. Helst myndi ég vilja fá 1:5,71 hlutföll og læsingar, úrhleypibúnað og 38" dekk. Auðvitað væri gaman að mixa í hann auka millikassa og sitthvað fleira, hehe. En allt í allt, snilldarkerra sem skilar manni fram og til baka og stendur fyrir sínu, og svo eru nokkrar myndir með.
Þessi fór á fjöll í dag, mikið rosalega var það gaman. Það er líka ótrúlegt hvað mann langar alltaf að stækka og breyta og bæta, hehe. Helst myndi ég vilja fá 1:5,71 hlutföll og læsingar, úrhleypibúnað og 38" dekk. Auðvitað væri gaman að mixa í hann auka millikassa og sitthvað fleira, hehe. En allt í allt, snilldarkerra sem skilar manni fram og til baka og stendur fyrir sínu, og svo eru nokkrar myndir með.
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Jæja, bíllinn er ekinn rúmlega 210 þús og aldrei verið skipt um tímakeðju eða neinu sem henni fylgir, á maður að fara að huga að því??
http://www.ebay.com.au/itm/New-Engine-T ... 1c2f5724d7
Spurning um að fá þetta héðan, hingað komið fyrir 17.000 kr.
http://www.ebay.com.au/itm/New-Engine-T ... 1c2f5724d7
Spurning um að fá þetta héðan, hingað komið fyrir 17.000 kr.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Toyota Hilux (Hjallinn)
Ég man ekki hvað settið kostaði sem ég fékk úr kistufelli, en það var örugglega meira en þetta.
Minn var kominn yfir 250þ km og tímagírinn var ekkert við það að detta í sundur.
Minn var kominn yfir 250þ km og tímagírinn var ekkert við það að detta í sundur.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur