Runner á breytingarskeiði

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Stebbi » 17.mar 2013, 14:15

lecter wrote:toyota 120 finn ekki kg


Strákarnir á internetinu eru að tala um eitthvað í nágreni við 350kg


Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Magni » 17.mar 2013, 14:31

120 vélin er komin í hjá honum, getið hætt að tala um þessar amerísku vélar...........

Annars geðveikt flott project hjá þér, verður gaman að sjá útkomuna. Þú verður að skera þessi 46 í döðlur svo þetta bælist er það ekki :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Kiddi » 17.mar 2013, 14:55

Stebbi wrote:
lecter wrote:toyota 120 finn ekki kg


Strákarnir á internetinu eru að tala um eitthvað í nágreni við 350kg


Mér finnst það ekki meika sense miðað við hvað Hilux með 3.0 mótor er léttur (undir 2 tonn)

Kannski Finnur viti hvað vélin er þung?

Já og þó ég sé mikill USA V8 maður þá tek ég alveg undir að það má ræða um það annarsstaðar en í þessum þræði!

3.0 D4D mótor er líka mjög skemmtilegur og ekkert að því vali.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá firebird400 » 17.mar 2013, 17:35

Hrikalega ertu gæjalegur með þennan bíl.

Respect :)
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Valdi B » 17.mar 2013, 20:00

Kiddi wrote:
Stebbi wrote:
lecter wrote:toyota 120 finn ekki kg


Strákarnir á internetinu eru að tala um eitthvað í nágreni við 350kg


Mér finnst það ekki meika sense miðað við hvað Hilux með 3.0 mótor er léttur (undir 2 tonn)

Kannski Finnur viti hvað vélin er þung?

Já og þó ég sé mikill USA V8 maður þá tek ég alveg undir að það má ræða um það annarsstaðar en í þessum þræði!

3.0 D4D mótor er líka mjög skemmtilegur og ekkert að því vali.


hilux hjá mér á 38" á g0rmum að aftan 0g fjöðrum að framan(dc bíll) er 2020 kg ætti að vera núna sv0na 1700 kg það vantar sv0 mikið í hann haha :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá sukkaturbo » 17.mar 2013, 20:15

Sælir það var sett 120 Cruser vél í patrol 95 hér á sigló og hún var vel undir 300 kg. kveðja guðni


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá lecter » 18.mar 2013, 10:38

.......................................
Síðast breytt af lecter þann 18.mar 2013, 23:37, breytt 1 sinni samtals.


#802
Innlegg: 75
Skráður: 14.feb 2010, 13:20
Fullt nafn: Pálmi Georg Baldursson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá #802 » 18.mar 2013, 16:05

Vill bara þakka Lecter fyrir að eyðileggja enn einn þráðinn.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Dúddi » 18.mar 2013, 19:05

#802 wrote:Vill bara þakka Lecter fyrir að eyðileggja enn einn þráðinn.


Það er akkúrat þannig, fær maðurinn borgað fyrir að vera með þetta helvítis kjaftæði, þetta er alltaf svona ef það kemur eitthvað virkilega áhugavert verkefni hérna inn, þetta er sennilega ein flottustu vinnubrögð sem ég hef séð og magnaður bíll sem er verið að búa til þarna,
vildi að ég hefði þennan dug líka. Kv dúddi

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Hfsd037 » 19.mar 2013, 03:32

Dúddi wrote:
#802 wrote:Vill bara þakka Lecter fyrir að eyðileggja enn einn þráðinn.


Það er akkúrat þannig, fær maðurinn borgað fyrir að vera með þetta helvítis kjaftæði, þetta er alltaf svona ef það kemur eitthvað virkilega áhugavert verkefni hérna inn, þetta er sennilega ein flottustu vinnubrögð sem ég hef séð og magnaður bíll sem er verið að búa til þarna,
vildi að ég hefði þennan dug líka. Kv dúddi


Það er alveg fáranlegt af ykkur að haga sér svona!
það er ekki eins og þið séuð tilneyddir til þess að lesa póstana frá honum..
flettið bara í gegnum pósta sem þið nennið ekki að lesa, ekki flókið!
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá bjarni95 » 22.aug 2013, 10:51

Er eitthvað nýtt að frétta af þessum?
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá aae » 22.aug 2013, 16:54

Þetta er rosalega flott hjá þér og vönduð vinna.
Hvaða dempara ertu með? er þetta ekki loftpúði að framan sem maður sér á einni myndinni?


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá grimur » 22.aug 2013, 19:33

Flott project, rosalega flott!

Svona bíll þarf engan þotuhreyfil að mínu mati, almennleg fjöðrun og stór dekk þýða að það má láta mótorinn gera alveg eins og hann getur nánast viðstöðulaust. Ekkert hjakk eða hik, bara látið vaða. Þannig verður nú bara ágætis yfirferð oftast nær.
Svo er líka hitt, að það þarf að styrkja alveg frá sveifarás út í hjólnöf ef aflið er aukið mjög mikið. Það þýðir oftast annaðhvort rosaleg fjárútlát, mikla þyngdaraukningu, eða hvort tveggja. Með að þyngja þennan bíl meira en nauðsyn krefur er karakterinn að minu mati farinn. 4Runner er einmitt skemmtilegur vegna þess hversu léttur og kvikur hann er án þess að hafa algeran dósarfíling eins og súkkurnar hafa gjarna.

Ég er einmitt í svipuðum pælingum, lenging hér og þar og 46". Mótorinn verður alveg látinn mæta afgangi hjá mér, ég fer ekki að láta mikinn tíma eða pening í hann fyrr en ég veit að allt hitt virkar eins og ég sé það fyrir mér. Það má alltaf bæta í afl á mótor eða setja annan stærri.

kv
Grímur


bazzi
Innlegg: 34
Skráður: 08.maí 2010, 12:00
Fullt nafn: Bæring Jóhann Björgvinsson
Hafa samband:

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá bazzi » 22.aug 2013, 22:37

Hrikalega vel gert


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá finnzi » 16.sep 2013, 22:04

aae wrote:Þetta er rosalega flott hjá þér og vönduð vinna.
Hvaða dempara ertu með? er þetta ekki loftpúði að framan sem maður sér á einni myndinni?

Takk fyrir það....!
Ég er að notast við Fox dempara ásamt 800 kg loftpúða að aftan og framan.

Það er svo sem ekki mikið búið að gerast í þessum undanfarna mánuði, er þó að reyna koma mér af stað aftur eftir sumarfrí í skúrnum...! En það sem ég er að vinna að þessa stundina er veltibúr.

Ég kem svo fleirri myndir fljótlega, þ.e.a.s. ef það fer að koma einhver gangur í þetta aftur.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Magni » 27.nóv 2013, 19:38

Er eitthvað nýtt að frétta með þennan?
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Hr.Cummins » 29.nóv 2013, 01:26

Magni wrote:Er eitthvað nýtt að frétta með þennan?


x2

Annars er svona LC120 mótor grautloppinn, væri til í að vita hvar þeir fela þessa 170 advertised hesta :)

Flott project, virkilega 100% svo að ekki sé meira sagt...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Magni » 29.nóv 2013, 07:51

Hr.Cummins wrote:
Magni wrote:Er eitthvað nýtt að frétta með þennan?


x2

Annars er svona LC120 mótor grautloppinn, væri til í að vita hvar þeir fela þessa 170 advertised hesta :)

Flott project, virkilega 100% svo að ekki sé meira sagt...


Haha það er ekkert hægt að gera þig ánægðann nema með 400 hesta í húddinu ;) ég hef keyrt svona óbreyttann 120 jeppa og mér finnst þeir svínvirka og toga mjög vel. En ég hef ekkert keyrt neitt cummins.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Svopni » 29.nóv 2013, 07:58

Það má hressa uppá mótorinn með tölvukubb. Þeir eru að kosta um 100.000, eru plug and play og gera ansi mikið. Tog eykst og öll vinnsla er mun skemmtilegri auk þess sem eyðsla minnkar. Þetta er flott project.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá íbbi » 29.nóv 2013, 14:58

3.0l mótor í 120 bíl er fínn, og eyðir littlu,

þessi er alveg.. hrikalegur, djöfull er gaman að skoða svona þræði. dáist af kunnáttuni
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá finnzi » 29.nóv 2013, 23:28

Sælir / ar

Mótor úr LC. 120 skal það vera...! Nettur mótor sem fer vel í húddið á svona bíl, þar sem ég er fyrst og fremst að smíða mér ferðabíl vill ég að hann eyði "litlu".

Annars er ég búin að smíða veltibúrið inn í bílinn, á eftir að full sjóða það og sprauta en það verður ekki gert strax.
Mælaborðið er í smíði núna en ég nota mælana úr Lc. 120 og þeir passa ALLS EKKI svo ég mun þurfa smíða mælaborðið meira og minna allt aftur.
Svo er margt smátt að gerast samtímis þessu öllu s.s. Koma nýjum framstólum fyrir, smíða snorkelið svo það sleppi aftur fyrir framkantana o.fl.

Ég hendi inn fleirri myndum fljótlega.

Kv.


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá finnzi » 01.des 2013, 00:15

Jæja ég lofaði að setja inn nokkrar myndir sem sýna þau verk sem verið er að kljást við þessa dagana.

PB300053.JPG
Snorkel ætlað LC. 120 passar alls ekki svo það þurfti að saga það í formið.
PB300053.JPG (35.84 KiB) Viewed 11294 times

PB300061.JPG
Hér er það helsta sem féll frá við þá aðgerð
PB300061.JPG (38.33 KiB) Viewed 11294 times

PB300057.JPG
Passar betur svona, núna þarf bara að sjóða smá plast í gatið
PB300057.JPG (36.21 KiB) Viewed 11294 times

PB300067.JPG
Hér mun loftlögning svo koma inn í lofthreinsaran
PB300067.JPG (38.64 KiB) Viewed 11294 times

PB300069.JPG
Smá föndurvinna að smíða loftlögninga inn eftir öllu brettinu..!
PB300069.JPG (36.77 KiB) Viewed 11294 times

PB300078.JPG
Veltibúrið er nánast tilbúið, einungis eftir að full sjóða það, setja þverbogana á milli og mála
PB300078.JPG (40.18 KiB) Viewed 11294 times

PB300076.JPG
Tók búrið alveg fram að framrúðu
PB300076.JPG (34.77 KiB) Viewed 11294 times

PB300070.JPG
Þá er að koma fyrir hraða- og snúningsmælum úr LC 120. Eins og myndin sýnir passa þeir ekki og er ég enn að velta fyrir mér hvernig heppilegst sé að leysa þetta ?
PB300070.JPG (40.11 KiB) Viewed 11294 times

PB300072.JPG
Mælaborðið þarf að hækka talsvert ef mælarninr eiga að sjást
PB300072.JPG (35.49 KiB) Viewed 11294 times


Það sem ég ætla mér að gera núna er að klára öll smátriði sem þessi bæði að innan og utan. Þessi atriði er frekar tímafrek þannig að í lok hvers dags finnst manni ekkert hafa gerst.

Væri gaman að heyra ykkar skoðun á því hverning leysa eigi mælaborðið á sem bestan hátt, er mikið búin að velta því fyrir mér hvort það sé hreinlega auðveldara að fá mælaborð úr LC 120.

kv.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá ellisnorra » 01.des 2013, 00:35

Ég hef nokkrum sinnum mixað mæla milli mælaborða, þá nota ég mælaborðið, eða grunninn, úr bílnum sem það á að vera í og mixa svo mælana úr donor bílnum í "original" mælaborðið.
Sjá hér viewtopic.php?f=26&t=9006&start=50#p57265

Svo kemur þetta svona út
20130801_141819.jpg
20130801_141819.jpg (137.42 KiB) Viewed 11284 times


Svo hef ég gert svipað þegar ég setti snúnings og hraðamæli í toy corollu sem var úr saab þegar ég smíðaði toysaabinn góða og eitthvað tvennt í viðbót.
Líka ef það eru einhver ljós sem mig vantar, þá mixa ég það á milli, til dæmis er gamli luxinn minn original bensínbíll en ég setti samt glóðakertamynd til að græja rétt ljós í hann fyrir það.

Ég veit ekki hvort þetta er hægt hjá þér þar sem mælarnir eru þetta stórir en algjörlega vert að skoða. Kannski eru það bara skífurar sem eru svona stórar og hægt að prenta nýjar minni, en reynslan hjá mér hefur samt kennt mér að nota alltaf original nálarnar, of þungar eða léttar nálar (milligrömm skipta máli) skekkja mælinn - ótrúlega mikið -
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Kiddi » 01.des 2013, 01:17

Er enginn séns á að mælaborð úr Hilux D4D gangi?

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá íbbi » 02.des 2013, 19:18

menn hafa líka farið þá leið a smíða "lok" framan á mælana úr trebba
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1233
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá StefánDal » 02.des 2013, 20:27

Image

Væri möguleiki á því að taka úr umgjörðinni og færa mælaborðið framar?


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá finnzi » 03.des 2013, 00:49

Sælir/ar

Takk fyrir góðar ábendingar varðandi mælaborðið.
Stóra vandamálið eru tengin, en þau eru á ofanverðum mælunum. Eins og mælarnir eru á myndinni er ég búinn að koma þeim eins langt niður og hægt er (að stýri) án þess þó að saga í mælana sjálfa. Samt sem áður sýnist mér að framrúðan komist ekki í...! Ég hallast mest að því sem kiddi bendir á, mælaborð úr 2007 hilux en hann er með sama mótor og skiptingu en ég er búin að fá slíkt mælaborð lánað, á bara eftir að prufa.

Kv.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Kiddi » 03.des 2013, 01:09

finnzi wrote:Sælir/ar

Takk fyrir góðar ábendingar varðandi mælaborðið.
Stóra vandamálið eru tengin, en þau eru á ofanverðum mælunum. Eins og mælarnir eru á myndinni er ég búinn að koma þeim eins langt niður og hægt er (að stýri) án þess þó að saga í mælana sjálfa. Samt sem áður sýnist mér að framrúðan komist ekki í...! Ég hallast mest að því sem kiddi bendir á, mælaborð úr 2007 hilux en hann er með sama mótor og skiptingu en ég er búin að fá slíkt mælaborð lánað, á bara eftir að prufa.

Kv.


Hmmm já ég var með í huga eldra boddýið, þetta sem er ekkert svo svakalega ólíkt Runnernum... þeir voru með 2.5 D4D


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá finnzi » 03.des 2013, 01:22

Sæll kiddi.

Ég á við að nota mælana sjálfa úr 2007 hilux, 4 gíra sjálfskiptum. Það er í grunninn sami mótor og skipting og í LC 120 (þeim sem ég er með) og skv. upplýsingum sem ég fékk þá eru tengin aftaná þeim mælum, þá þarf bara að skipta um tengin og vandamálið vonandi leyst.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Kiddi » 03.des 2013, 01:26

Já nei þetta var bara svona tillaga, ef þér hefði ekki dottið í hug að skoða eldri bílana líka.. aldrei að vita! En vona að þér gangi vel með þetta!

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá íbbi » 03.des 2013, 02:51

væri hægt að færa þá framar, skera aðeins úr mælaborðinu og smíða í úrskurðinn með trebba? hægt vinyl eða leðurklæða á eftir?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Hr.Cummins » 04.des 2013, 22:40

Er ekki LC120 kominn með CANBUS eins og flest nýlegra dót ?? verður þá nokkuð hægt að nota það ??

120 Cruiserinn okkar var með kubb, og mér fannst eini munurinn vera breyting á eyðslu... og það var ekki mikið... minnkaði um 1 líter á langkeyrslunni og var ennþá í 12l/100km í blönduðum akstri... semsagt eyðir jafn-miklu (um 0,5 lítrum meira) heldur en pickupinn..

Svo til að ljúka þessu off-topic þá eru svona FJ120 Prado Cruiserar mjög léleg fjárfesting, gólfteppið gæti eins verið úr e'h skonar vinnubíl, þvílíkt cheap allt og lélegt finnst mér...

En þetta er bara virkilega flottur Runner og vitaskuld mun hann vera mjög góður og hress með svona 3.0 D4D
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1233
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá StefánDal » 05.des 2013, 00:39

Hr.Cummins wrote:Er ekki LC120 kominn með CANBUS eins og flest nýlegra dót ?? verður þá nokkuð hægt að nota það ??

120 Cruiserinn okkar var með kubb, og mér fannst eini munurinn vera breyting á eyðslu... og það var ekki mikið... minnkaði um 1 líter á langkeyrslunni og var ennþá í 12l/100km í blönduðum akstri... semsagt eyðir jafn-miklu (um 0,5 lítrum meira) heldur en pickupinn..

Svo til að ljúka þessu off-topic þá eru svona FJ120 Prado Cruiserar mjög léleg fjárfesting, gólfteppið gæti eins verið úr e'h skonar vinnubíl, þvílíkt cheap allt og lélegt finnst mér...

En þetta er bara virkilega flottur Runner og vitaskuld mun hann vera mjög góður og hress með svona 3.0 D4D


[kaldhæðni]Já einmitt. Alveg handónýt fjárfesting og söluvara. [/kaldhæðni]

Finnur er búinn að velja flottan mótor í flottan jeppa. Eigum við ekki að taka þessa umræðu einhvert annað eða jafnvel sleppa henni? :)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá íbbi » 05.des 2013, 01:52

jámm land cruiser, gríðarlega leleg fjárfesting, lelegt endursöluverð

/irony

talandi um mælaborðið, hefuru íhugað hvort það væri kannski option að skipta út mælaborðinu í heild sinni? þ.e.a.s fá alla skelina úr t.d 90 cruiser eða 120 bíl?

menn hafa verið að mixa mælaborð á milli bíla t.d í subaru og flr, væri áhugavert að taka helstu mál á þessu og mælaborði í öðrum bílum, grunar að skel-arnar sjálfarm séu ekki heit söluvara á partasölunum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

arniph
Innlegg: 95
Skráður: 02.okt 2011, 16:13
Fullt nafn: Árni Páll Haraldsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá arniph » 05.des 2013, 10:22

Vandamálið er að tengin á mælaclusterinu sjálfu eru efsti punktur á því og þótt clusterið liggji ofaná stýristúbuni þá eru tengin alveg uppí framrúðu. smá séns hvort það væri hægt að koma því aðeins nær ökumanni en það var þá ekki mikið .


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá stebbi1 » 05.des 2013, 12:16

en ef mælaborðið kemmst fyrir, er þá ekki hægt að minka fyrirferðina á tenginu með því að lóða bara víra á tengipunktanna og fá sér svo annað tengi og hafa á hentugum stað, svona uppá að geta sett það í og tekið úr í frammtíðinni?
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá finnzi » 05.des 2013, 21:27

Sælir.

Mikið svakalega hef ég gaman að því hversu miklar skoðannir menn hafa á þessum mótor :)

Eins og Árni bendir réttilega á það er það hæðin á tengjunum sem er vandamálið, en eins og þetta er í dag þá ná þau alveg upp í framrúðu og því nauðsinlegt að breita þessu svo það sé ekki verið að takmarka blástur upp á rúðuna.

En hugmyndin sem Stefán nefnir hefur komið upp, þ.e.a.s. færa tengin með því að lóða vír í tengipunktana og færa tengin. Er ekki búin að skoða borðið nógu vel til þess að meta hvort það sé gerlegt eða ekki.

Ég fékk heimsókn í skúrinn um daginn, en viðkomandi stakk upp á því að færa bara mælaborðið í miðja innréttinguna (eins og í Yaris) og setja alla viðbótarmæla s.s. boost mæli o.fl. á upprunalegan stað. Það gæti komið vel út og væri vissulega örðuvísi..!

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá íbbi » 05.des 2013, 23:08

hvernig er rafkerfið í kringum þetta, can bus dauði og djöfull, eða er hægt að stela signölum frá tölvuni? þá væri hægt að setja bara plötu og raða hvítum auto meter mælum,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá gislisveri » 06.des 2013, 14:04

AFKURU EKKI AÐ NODA BARA GSP Í STAÐIN?!?!? SIGGI Á SAURBÆJ FRÆNDI MINN ER BÚIN AÐ GERA ÞAÐ Í ÁRA TUGI Á GÖMLUM BRONKÓ MEÐ 455 BJÚIK.


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Runner á breytingarskeiði

Postfrá Tollinn » 06.des 2013, 16:51

gislisveri wrote:AFKURU EKKI AÐ NODA BARA GSP Í STAÐIN?!?!? SIGGI Á SAURBÆJ FRÆNDI MINN ER BÚIN AÐ GERA ÞAÐ Í ÁRA TUGI Á GÖMLUM BRONKÓ MEÐ 455 BJÚIK.


Í þessum þræði sést að metnaðurinn fyrir verkefninu er meiri en svo að láta eitthvað duga, hér er farið alla leið og það á greinilega allt að virka eins og best verður á kosið. Hlakka mikið til að sjá útkomuna á þessu og sérstaklega bíð ég spenntur eftir úrlausninni á mælavandamálinu mikla.

Baráttukveðjur Tolli


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur