Patrol v8


Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

Patrol v8

Postfrá nervert » 06.des 2012, 13:50

Jæja ´sagan á bakvið þennan bíl er sú að í lok Október vorum við þrír félagar orðnir Þreyttir á því að eiga Jeppa sem eru í uppgerð og við sáum frammá að vera bíllausir í allan vetur. Þá var ráðist í málið og sameinuðum dót sem við áttum til á Lager í einn bíl, Ég átti Vélarlausan Patrol 38" breyttan og 400 th skiptingu með Patrol millikassa aftan á, Illugi félagi minn átti Transam með ónýta skiptingu og 350 sbc í lagi. Sá þriðji, Þórir átti 44" dekk á felgum og allt annað smá drasl til að setja v8 í patrol, Þannig að ráðist var í málin og á nokkrum helgum vorum við komnir 44" patrol með 350 sbc í húddinu, Það á nú aðeins eftir að gera, en stefnan er sett á áramótaferð 4. janúar. Bíllinn keyrir orðið og virkar asskoti vel(miðað við patrol allavega).
og hér er mynd
Image

Ég set vonandi fleiri myndir síðar

m.b.kv. Nervert
Síðast breytt af nervert þann 04.nóv 2013, 15:54, breytt 1 sinni samtals.




kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá kjartanbj » 06.des 2012, 14:16

þið skellið vonandi köntum sem passa á er það ekki
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá nervert » 06.des 2012, 14:20

ætli að það verði ekki á endanum jú, en hann verður svona út veturinn


kári þorleifss
Innlegg: 82
Skráður: 05.apr 2011, 14:12
Fullt nafn: Kári Þorleifsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Austurrísku ölpunum

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá kári þorleifss » 07.des 2012, 16:21

Það var laglegt!!
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá -Hjalti- » 07.des 2012, 16:33

kjartanbj wrote:þið skellið vonandi köntum sem passa á er það ekki


tilhvers ? redda sér bara svona
Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá kjartanbj » 07.des 2012, 16:46

það er líka hægt að gera svona, það sem ég átti við var að hylja dekkin að minnsta kosti, lítur ekki vel út fyrir jeppamenn að svona ökutæki séu hálfkláruð í umferðinni
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá nervert » 07.des 2012, 18:22

þessu verður reddað við fyrsta tæki færi, lýst vel á að klína bara gúmmí könntum utan á.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá Freyr » 07.des 2012, 19:41

Gaman að þessu, sameina einhverja afganga og standið uppi með fanntaskemmtilegann jeppa. 44" patrol með alvöru vél er jeppi sem marga dreymir um......;-)


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá Big Red » 07.jan 2013, 20:29

hvernig endaði þessi fór hann á fjöll eða slitnaði uppúr vinskapnum og "lagerinn" kanski kominn uppí hillu aftur :p
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá Valdi B » 08.jan 2013, 00:15

held það slitni seint upppur vinskapnum hjá þessum dólgum haha :) held að þessi hljóti að hafa farið í ferð fyrir stuttu síðan, eittthverjum dögum, þótt ég viti það ekki
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá nervert » 08.jan 2013, 03:21

hann komst nú ekki í ferðina, en verður sennilega klár fyrir næstu


Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

patrol

Postfrá nervert » 28.okt 2013, 12:06

jæja Þá er maður byrjaður að vinna aftur í þessum gallagrip eftir næstum árs hlé. Þetta endaði alltsaman með því að ég skilaði dekkjunum og keypti vélina.
Þannig þá átti ég orðinn dekkjalausan patrol sem lak öllum olíum og engir mælar tengdir. Eftir þrjár vinnu helgar er ég farinn að sjá fyrir endan á þessu.
Það sem ég er búinn að gera

Finna dekk og felgur - fékk grútslit gang af 44" swamper skar hann til og setti á felgur sem ég átti
Tengja smurpung
Tengja hitamæli -
Tengja skiptingarhitamæli
laga vatnsleka
laga lagnir að smurkæli
Tengja hraðamæli
Skera meira úr.
Lengdi afturdemparana um 10 cm
og margt fleira
Það sem á eftir að gera

Laga smurolíu leka
klára púst
setja stigbretti
tengja kastara og loftdælu
Stækka kanta

Svo má náttúrulega lengi bæta við listan en svona stendur hann í dag

Image

Nú er markið sett á ferð helgina 9-11 nóv þar sem ég ætla að prufa tækið og sjá hvað þarf að laga fyrir veturinn

Góðar stundir
Narfi H.

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá sonur » 28.okt 2013, 13:29

Reffilegur er hann á super swamper
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá nervert » 03.nóv 2013, 18:19

Jæja nú er Þessi helgi að kveldi komin og eitthvað náðist að gera í patrolnum.
Ég náði að laga smurolíulekan og klára pústið. Skar kanntana til að bíllinn gæti eitthvað fjaðrað. Tók til inní bílnum. Einnig tengdi ég kastara á tækið. Svo var komið að því að prófa tækið almennilega. Þegar var ég aðeins búinn að hamast á honum sprakk olíuslanga fyrir sjálfskiptikælinn og þurfti að draga hann heim. Asskoti gott þegar það er vika í fyrstu ferð
Já það er gott að vera Nissan eigandi þegar maður lagar eitthvað kemur eitthvað nýtt í staðinn.

Image
Hér situr hann með ónýta slöngu

Já þetta verður ahugavert að reyna komast á fjöll næstu helgi

Með keðju
Narfi H.


guðlaugsson
Innlegg: 120
Skráður: 13.mar 2011, 21:18
Fullt nafn: Þórhallur Guðlaugsson

Re: Patrol-Lagerinn

Postfrá guðlaugsson » 03.nóv 2013, 20:40

Þetta hefst gamli, hann kemur með!


Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

Re: Patrol v8

Postfrá nervert » 13.nóv 2013, 15:09

Jæja þessi fór í ferð um síðustu helgi farið var inní landmannahelli föstudagskvöld/nóttina, svo fórum við inní landmannalaugar á laugardaginn, þar snérum við við og héldum aftur inní Helli, eftir að hafa skemmt okkur um kvöldið þá fórum við af stað 7 á sunnudagsmorgun og vorum konir heim á Hellu um 12 leitið.

Í fyrstu ferð á bílnum kom reynsla af honum og ég er agalega ánægður með hann. Dekkinn komu mjög vel út undir bílnum og aflið var ekkert til þess að væla yfir.Ýmisslegt annað kom í ljós. það sem þarf að laga fyrir næstu ferðir.

Ég þarf að taka allar lagnir að sjálfskiptikæli og skipta um þær. Ég þarf að skipta út sjálfskiptikæli fyrir stærri. Einnig þarf ég að finna mér breiðari felgur. Svo þarf ég að koma smurpungnum af stað. Einnig hætti bíllinn að hlaða á laugardaginn. Svo þarf ég að skipta um felgubolta að framan og að aftan
Það er nóg fyrir stafni hjá mér en hérna eru eitthverjar myndir úr ferð helgarinar

Image

Image

Image

Image

Image


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur