jæja Þá er maður byrjaður að vinna aftur í þessum gallagrip eftir næstum árs hlé. Þetta endaði alltsaman með því að ég skilaði dekkjunum og keypti vélina.
Þannig þá átti ég orðinn dekkjalausan patrol sem lak öllum olíum og engir mælar tengdir. Eftir þrjár vinnu helgar er ég farinn að sjá fyrir endan á þessu.
Það sem ég er búinn að gera
Finna dekk og felgur - fékk grútslit gang af 44" swamper skar hann til og setti á felgur sem ég átti
Tengja smurpung
Tengja hitamæli -
Tengja skiptingarhitamæli
laga vatnsleka
laga lagnir að smurkæli
Tengja hraðamæli
Skera meira úr.
Lengdi afturdemparana um 10 cm
og margt fleira
Það sem á eftir að gera
Laga smurolíu leka
klára púst
setja stigbretti
tengja kastara og loftdælu
Stækka kanta
Svo má náttúrulega lengi bæta við listan en svona stendur hann í dag

Nú er markið sett á ferð helgina 9-11 nóv þar sem ég ætla að prufa tækið og sjá hvað þarf að laga fyrir veturinn
Góðar stundir
Narfi H.