Bíllinn er 94 árgerð, ekin 315þús. Það er nýlegur 2gja raða vatnskassi í honum og hann virðist alveg duga. Ég fékk bílinn á nýlegum 33" nagla dekkjum eknum 1000km. En hann er þó ekki alveg galla laus greyið. Það er ryð hér og þar sem þarf að huga að. Grindin er mjg góð í honum. Guðni á Sigló er búinn að eiga þennan bíl tvisvar og var ánægður með hann. Í gær ryðbætti ég geyma festinguna og hluta af innri brettinu í leiðinni. Bíllinn er á 31" dekkjum og þræl vinnur á þeim. Maður fer upp fagradalinn í 5.gír og hann bætir bara við sig ef að maður gefur í. Eyðslan virðist vera hófleg. Ég á þó eftir að mæla hann almennilega við tækifæri. Annars er þetta þokklega heillegur bíll sem hefur verið sprautaður fyrir einhverjum árum síðan. Helsta ryðið er í aftur brettunum neðst en það fer nú hluti af því þegar að ég set 35" kannta á hann.. Ég er bara þokkalega ánægður með þennan bíl. Þetta dettur altaí gang og keyrir eins og þetta á að gera. Hér koma myndir.



Ég kem svo með fleiri mynir seinna.