Þetta er 1997 árg. af Patrol framleiddum á Spáni og er því með sama boddý og gömlu 160 bílarnir.

Hann er 2.8 túrbólaus beinskiptur og hrár og fínn, ekkert óþarfa dót. Er á fjöðrum allann hringinn en er 38" breyttur.
Vél og kram eru í mjög þokkalegu standi og bíllinn er ekki mikið ryðgaður ef frá er talið "pallhúsið" já þetta var eitt
sinn pickup en búið að bæta á hann húsi aftur og það er allt að ryðga til fjandans. Eins og kannski sést á þessari
mynd ef vel er að gáð.

Það er svona eitt og annað sem þarf að laga en með því fyrst verður að setja í hann ný glóðarkerti en það er
aðallega gert fyrir íbúana í götunni svo þeir kafni nú ekki þegar maður gangsetur á morgnana. Nú svo held
ég að best væri að fjarlægja þetta hús og gera hann aftur að pickup, já ég ætla að gera hann að pickup
(ég hlýt að þjást af einhverskonar pickup complexum) það verður bara að hafa það, verður ekki fallegt
en einfaldast að framkvæma. Það gæti litið eitthvað svona út. :-)

Svo veit maður ekkert hvað verður í framtíðinni, kannski gormar, kannski 44" og túrbína (á dótið til)
en fyrst er bara að koma honum í gegnum skoðun og nota hann svo í vetur eins og hann er nema kannski
mínus húsið og svo sér maður bara til.

Björn Ingi Patrol eigandi