Síða 1 af 1

Er að fara á strandir.

Posted: 08.mar 2012, 22:02
frá Hjörvar Orri
Er að fara á strandir og er að ath. hvort einhverjir fleiri væru til í að slást í hópinn. Lagt verður af stað fimtudaginn þann 22-25 mars. Stefnan er tekin á Trékillisheiði og jökulinn ef færi og skyggni leyfa. Gist verður í Veiðileysu í Árneshrepp og kostar svefnplássið lítið sem ekkert (það kostar 10 þús að leigja húsið yfir helgi og er svefnpláss fyrir 16 manns). Við erum um 9 manns á 4 bílum. Einn í hópnum er á "46 patrol en við hinir á "38, Þannig það væri ágætt að hafa annan úr stóru deildinni með. kröfur sem ég set eru að menn séu ekki haugafullir alla ferðina.
Endilega hafið samband ef ykkur langar í jeppaferð á skemmtilegar slóðir.
Kv. Hjörvar
Hringið, er lítið fyrir framan tölvuna
Sími:898-6183

Gist verður í húsinu hægra meginn á myndinni.
´hús mynkað.jpg

ingvi litli.jpg


dabbi litli.JPG

háafell lítið.jpg

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 09.mar 2012, 01:23
frá reyktour
Kem svör á morgun ef 38" passar undir.
Land rover á eftir að massa Þessa Toyota druslu :)
Þei tengja loftlása og gaman. við smellum bar í lága og læsum millikassanum,
og svo bara að hafa gaman af þessu.
Það et 2 kokkar í túrnum svo það vantar ekki kræsingarnar.

Sven

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 09.mar 2012, 22:58
frá Hjörvar Orri
Hehehe. Það verður gaman að sjá hverjum á eftir að ganga betur, hóst toyota ;) En húsið er ættarsetur fjölskyldu minnar og það er ekki hver sem er sem getur leigt það. En ég vil minna á Hótel Djúpuvík sem er í Reykjarfirði.
Kv.Hjörvar Orri

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 15.mar 2012, 16:58
frá Hjörvar Orri
Núna er komin vika síðan ég setti þetta inn. 617 búnir að skoða þetta, fyrstu 4 sem hringdu vildu fá að vita við hvern þurfti að tala til að leigja húsið, einn meistari hringdi og spurði hvern andskotan ég væri að þvælast þetta að vetrarlagi og einn annar hringdi sem vissi ekki hvort hann kæmi með, hehehe. En allavegana að þá erum við að fara þetta á þeim tíma sem urmull jeppamanna ætla í stóru ferðina. Ef menn eru ekki á leiðina í hana þá endilega hafið samband ef ykkur langar í ferð á skemmtilegar slóðir.

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 31.mar 2012, 16:20
frá Hjörvar Orri
Ferðin gekk vel, og fórum við uppá jökul á laugardeginum. Veðrið var gott, sól, logn og heiðskýrt.
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 028&type=3

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 31.mar 2012, 16:32
frá Big Red
linkurinn virkar ekki. Kemur bara: This content is currently unavailable

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 31.mar 2012, 22:17
frá Hjörvar Orri
Þetta ætti að vera komið núna.

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 02.apr 2012, 18:21
frá SHM
"Þetta efni er óaðgengilegt núna" segir Facebook þegar maður ætlar að skoða myndirnar.

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 02.apr 2012, 21:27
frá Hjörvar Orri
Takk fyrir ábendinguna, en dugar ekki að velja bara public á myndasafnið, eða eru það einhverjar fleiri aðgerðir?
Ég nennti ekki að minka allar myndirnar, þannig ég taldi facebook þægilegri kost.

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 02.apr 2012, 23:05
frá SHM
Þetta virkar núna. Flottar myndir. :-)

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 03.apr 2012, 08:11
frá Tómas Þröstur
Þetta hefur verið flott ferð hjá ykkur.

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 03.apr 2012, 10:11
frá Hjörvar Orri
Smá ferðasaga.
Við komum á fimmtudagskvöldi í Veiðileysuna. Á föstudagsmorgni var fremur skýjað, þannig við ákváðum að keyra frá Veiðileysuháls uppá heiði, þangað til himin og jörð væru fallin saman. Við náðum lítið lengra en Háafellið og ákváðum því að snúa við og fara í sund í krossnesi. Á laugardagsmorgun var lagt af stað uppá á heiði, og var veður og færi mjög gott. Meðalhraðinn var í kringum 40-50 km./klst. og var þetta vægast sagt of gott til að vera satt. Einn í hópnum sagði að við þyrftum að borga fyrir þetta á einhvern hátt. Á leiðinni til baka frá jökli var hringt í Andra og hann beðinn um að koma að vinna á sunnudeginum, þannig Landinn yfirgaf okkur í veiðileysunni. Á sunnudagsmorgninum þegar við vorum að leggja af stað suður kom í ljós að Elli á l.c.90 var með brotna demparafestingu og orðinn bremsulaus, bremsurör að aftan hafði farið í sundur, og náðum við að redda því með vissum aðgerðum. Hann bremsaði ekkert sérstaklega vel, en hann hægði á sér. Þegar við vorum komnir í Svignaskarð í borgarfirði fór hjá mér hjólalega að aftan, og náði ég að staulast með bílinn á verkstæði í borgarnesi. Þannig segja má að við höfum greitt fyrir góða veðrið og góða færið.

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 11.apr 2012, 02:26
frá Turboboy
tókuðu engar myndir ?

Re: Er að fara á strandir.

Posted: 11.apr 2012, 15:10
frá Hjörvar Orri

https://www.facebook.com/media/set/?set ... 028&type=3

Ég á eftir að fá fleiri myndir sem voru teknar á aðrar vélar.