Vesturlandsdeildin fór í ferð helgina 2-4 mars 2012. Farið var inn í Illugaver og gist þar. Á laugardegi fórum við svo norður sprengisand og tókum hring í kring um Skrokköldu og Hnausöldu. Sunnudagurinn fór í að fara frá Illugaveri, Kvíslaveituveg yfir Sóleyjarhöfðann og inn í Setur. Þaðan fórum við inn í Kerlingarfjöll, suður Kjalveg og heim. Snilldar ferð og flott veður.