Síða 1 af 1

snæfellsjökull??

Posted: 20.feb 2012, 23:43
frá TOBBASON
hvað segiði er einhver buinn að fara a jökulinn i vetur?? hvernig er færi ?

Re: snæfellsjökull??

Posted: 24.mar 2012, 22:52
frá bandido
Já góð spurning, ,einn forvitinn hér líka.. Fór þarna í sumar og svakalega var jökullin hopin.

Re: snæfellsjökull??

Posted: 25.mar 2012, 04:24
frá kjellin
var einmitt að spá i að láta frúnna skutla mer þangað á golfinum einhverja helgina tilþess eins að komast á snjóbrettið, eru lyfturnar opnar ?

Re: snæfellsjökull??

Posted: 25.mar 2012, 11:35
frá hobo
Alveg væri maður til í að reyna við þann jökul, þar sem maður er nú Snæfells-nesingur í annan fótinn.
Planið ferð og ég mæti, kannski..

Re: snæfellsjökull??

Posted: 25.mar 2012, 12:33
frá jongunnar
hobo wrote:Alveg væri maður til í að reyna við þann jökul, þar sem maður er nú Snæfells-nesingur í annan fótinn.
Planið ferð og ég mæti, kannski..

Hvernig er veðrið á næstu helgi td? Hörður við erum þá allavega orðnir tveir....

Re: snæfellsjökull??

Posted: 25.mar 2012, 13:57
frá hobo
Glæsilegt!
Ég er til, með fyrirvara með veður auðvitað.

Re: snæfellsjökull??

Posted: 25.mar 2012, 14:41
frá björninn2
ég er að fara á næstu helgi og allavega 2 aðrir mönnum er velkomið að slást með í för, farið verður upp ólafsvíkur meginn.
kv. björninn

Re: snæfellsjökull??

Posted: 25.mar 2012, 17:40
frá hobo
Ok ég mun líklega staðfesta þetta í miðri viku.

Re: snæfellsjökull??

Posted: 25.mar 2012, 22:31
frá kjellin
þettað getur orðið ferð til fjár fyrir pallbíla eigendur
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... dir_jokli/

menn geta bara náð sér í soðið!

Re: snæfellsjökull??

Posted: 26.mar 2012, 09:11
frá hobo
Ef þú kemur með Aron, þá skal ég keyra einu spikstykki fyrir þig heim á pallinum, en bara ef þú vakúmpakkar því áður :)

Re: snæfellsjökull??

Posted: 28.mar 2012, 09:31
frá hobo
Jæja hvað segja menn?
Nú eru rauðar tölur framundan, er ekkert mál að komast að jökli fyrir því?
Er ferðin ennþá ON?

Re: snæfellsjökull??

Posted: 28.mar 2012, 15:42
frá björninn2
heyrðu ferðinn er enþá on, við félagarnir sem erum að fara erum á öflugum bilum vel háum og erum ekki vatnshræddir hehehe en eg held að það sé ekki mikill bloti þegar maður er kominn uppúr eysteinsdal og uppi sandkúlur svo kallaðar..........kv. björninn

Re: snæfellsjökull??

Posted: 29.mar 2012, 12:15
frá björninn2

Re: snæfellsjökull??

Posted: 29.mar 2012, 12:30
frá hobo
Lítur vel út.
Jón Gunnar ert þú ekki ennþá ON? Tekurðu ekki Tóta með þér?

Sigurbjörn, eruð þið búsettir fyrir norðan nesið? Er ekki örugglega hægt að komast að jökli sunnan frá?
Hvenær áætlið þið að vera þarna uppfrá?

Re: snæfellsjökull??

Posted: 29.mar 2012, 14:29
frá björninn2
við erum búsettir í grundarfirði, reikna með að fara af stað heiman frá mer um 10 leitið en þið komist lika upp að sunnann verðu, það er afleggjari upp eftir rett aður en þu kemur að arnarstapa

Re: snæfellsjökull??

Posted: 29.mar 2012, 17:28
frá jongunnar
hobo wrote:Lítur vel út.
Jón Gunnar ert þú ekki ennþá ON? Tekurðu ekki Tóta með þér?

Sigurbjörn, eruð þið búsettir fyrir norðan nesið? Er ekki örugglega hægt að komast að jökli sunnan frá?
Hvenær áætlið þið að vera þarna uppfrá?

ÉG er með en Tóti er að fara á sjó um helgina.

Re: snæfellsjökull??

Posted: 30.mar 2012, 10:22
frá hobo
Veðurspáin segir skýjað á morgun, ég hringdi í veðurfræðing áðan og hann segir lágskýjað verði á svæðinu og þoka, eitthvað léttara á norðanverðu nesinu.

Ég veit ekki með ykkur en ég vil fá útsýni þarna uppfrá.

Re: snæfellsjökull??

Posted: 30.mar 2012, 12:48
frá jongunnar
ÞAr er ég sammála mig langar ekkert að fara upp í þoku

Re: snæfellsjökull??

Posted: 30.mar 2012, 21:51
frá björninn2
oft þegar lágskyjað er keyrir maður upp í gegn, en skil ykkur svo sem mjög vel, að nenna ekki að keyra í 2 tima fyrir að sja ekki neitt, en við erum allavega fara felagarnir reyni að pósta myndum annað kvöld kv.björninn

Re: snæfellsjökull??

Posted: 30.mar 2012, 22:33
frá hobo
Já maður þorir varla að leggja þetta á sig fyrir hugsanlega skýjahulu, langar að skella mér þegar pottþétt veður er.
En rosalega verður það svekkjandi ef þið póstið myndum í svakalegri blíðu og dúndrandi útsýni ;)

Re: snæfellsjökull??

Posted: 30.mar 2012, 22:34
frá jongunnar
ÞAð er betri spá fyrir sunnudaginn

Re: snæfellsjökull??

Posted: 31.mar 2012, 08:36
frá björninn2
jæja,logn og skyjað i grundarfirði við upphaf ferðar, en það er alveg rétt það er betri spá fyrir morgunn dæginn kannski maður fari bara lika á morgunn ef veðri rætist kv. björninn

Re: snæfellsjökull??

Posted: 31.mar 2012, 08:39
frá jongunnar
Þó að ég vilji helst ekki viðurkenna það þá er rigning á Akranesi

Re: snæfellsjökull??

Posted: 01.apr 2012, 20:48
frá hobo
Var farið upp á jökul?

Re: snæfellsjökull??

Posted: 03.apr 2012, 22:25
frá björninn2
heyrðu nei fórum upp i jökul röndina og biðum þar i einhvrn tima en fóru svo niður aftur kiktum a rustirnar af jökla rannsóknar skalanum og runtuðum um halsinn bara var finasta færi og skyggni a halsinum sjalfum kv. björninn reyni að koma með myndir a morgunn

Re: snæfellsjökull??

Posted: 18.apr 2012, 20:53
frá hobo
Taka 2 ?

Jón Gunnar, ert þú ennþá til í tuskið?
Nú er veðrið og útsýnið !!

Re: snæfellsjökull??

Posted: 18.apr 2012, 21:37
frá hobo
Tekið fyrir 2 mínútum.
Hann hefur eitthvað aðdráttarafl..

Image

Re: snæfellsjökull??

Posted: 12.maí 2012, 00:39
frá andrig
sælir, eigið þið til eitthvað nýlegt trakk upp jökullinn... er sennilega að fara þangað á sunnudaginn eða fimmtudaginn...

Re: snæfellsjökull??

Posted: 12.maí 2012, 01:35
frá Freyr
Ágætt að hafa í huga þegar menn fara þarna upp að aka ekki yfir sleðatrakkið að óþörfu og ef þess þarf að fara þá þvert á það, ekki skáhalt því óvanir túristar eiga erfitt með að halda stjórn á sleðunum í svoleiðis....

Góða ferð ef þið farið og það væri gaman að fá upplýsingar um hvernig er að komast að jöklinum?

Re: snæfellsjökull??

Posted: 13.maí 2012, 01:31
frá andrig
planið er að fara á fimmtudaginn, ef einhver vill slást í för þá er það velkomið.

Re: snæfellsjökull??

Posted: 13.maí 2012, 02:04
frá -Hjalti-
andrig wrote:planið er að fara á fimmtudaginn, ef einhver vill slást í för þá er það velkomið.

Ég er til ef það er góð spá.

Re: snæfellsjökull??

Posted: 16.maí 2012, 17:48
frá andrig
á enginn eitthvað trakk?
ef einhver hefur áhuga á því að skella sér með þá reikna ég með að við förum uppá jökulinn um hádegi
661-1310 andri

Re: snæfellsjökull??

Posted: 17.maí 2012, 20:26
frá andrig
það var frábært færi upp jökulinn, fórum upp hjá ólafsvík, það varð alveg blint í smá tíma en síðan lagaðist þetta.

Re: snæfellsjökull??

Posted: 18.maí 2012, 17:47
frá TWIN 2
andrig wrote:það var frábært færi upp jökulinn, fórum upp hjá ólafsvík, það varð alveg blint í smá tíma en síðan lagaðist þetta.



Myndir???

Re: snæfellsjökull??

Posted: 18.maí 2012, 22:29
frá andrig
ég er að bíða eftir þeim sjálfur, posta um leið og ég fæ þær